.London Baby.

Goda kvoldid. Thad er kaupodi saudurinn sem talar fra hinni fogru lundunaborg.

Ok, ok.... London er kannski ekkert serstaklega fogur en hun baetir sko heldur betur fyrir thad med aragrua af afskaplega fallegum karlmonnum. Thad thekkja allir tha tendensa hja mer ad falla fyrir dokkum monnum og af theim er sko nog her. Minn margfragi london sjarmi er nu samt ekkert farin ad virka af radi, thad eru bara nokkrir bunir ad brosa her og thar til min og einn rosalega akvedin madur sem vildi endilega fa ad segja hallo vid mig og vard bara half full thegar eg sagdi bara hallo til baka. Ef mar aetlar ad hossla einhverjar vitlausar turistastelpur tha verdur madur nu allavega ad koma med eitthvad betra en hallo.

Hotelid er alveg hreint agaett og thad er theim kostum buid ad madur tharf i rauninni aldrei ad fara ut af thvi. Thad er ISDN tenging a herberginu og svo fyrir vidradanlegt verd tha getur madur verid i playstation stanslaust i 24 tima. Eg hugsa samt ad eg lati PS vera og Labbi litli vard eftir heima eftir vaegt taugaafall sem hann fekk (thad kom bara blar skjar og svo do hann) og thordi eg ekki ad ferdast med hann. Laeknirinn (pabbi) sagdi mer samt ekki ad hafa ahyggjur og sjukdomsgreindi hann med ofhita, eda sko, hann ofhitnadi. Thannig ad eg sit bara a skitugu Easy Internet Cafe i gotunni thar sem hotelid er og thykist ekki taka eftir hrukkudyrinu sem situr skahallt a moti mer og blikkar mig i sifellu. Svei mer tha, sjarminn er kominn i gang held eg bara.

Momma gerdi ser daelt vid vidgerdamann sem kom i gaer ad laga oryggisskapinn. Manngreyid vissi ekki hverju hann atti von thegar hann kom inn i herbergi og reyndar tha var thetta allt misskilningur thvi mamma atti ekki von a honum heldur. Thess vegna sat hun hin rolegasta i allsvakalega flegnum og mjog svo stuttum nattkjol a ruminu, thegar hann kom, i oda onn vid ad gaeda ser a vinberjum. Honum vard heldur betur hverft vid ad sja thessa thokkagydju og for eitthvad ad rofla um 20 manna italskan hop sem var ad tjekka sig inn a hotelid og labbadi naestum hurd. Hann gerdi samt vid skapinn og hljop svo ut thvi italirnir voru vist allir ad krokna ur kulda og hann var einn a vaktinni ad sinna theim.

Vid erum med mann i eftirdragi herna sem var einu sinni ad vinna med mommu. Hann er med eindaemum osjalfstaedur og vill endilega heyra okkar alit a ollu sem hann kaupir. I 12 tima marathon verslunarferdinni i dag tha tokst honum gjorsamlega ad taka okkur i nefid i versli og rogadist um oxford street med endalaust magn af ofsalega storum pokum. Vid endudum svo daginn a gedveikt godum indverskum veitingastad sem vid rombudum ovart a einhvers stadar i soho. Eg sagdi thjoninum ad eg kynni ekkert a thetta og bad hann um radleggingar. Hann benti mer a bengal fisk sem eg svo pantadi i theirri tru ad thetta vaeri bara ysa eda thorskur eda eitthvad sem vaeri eldad a bengal vegu. Svo thegar eg for ad spyrja hvad i ansanum thetta vaeri tha bara kom i ljos ad fiskurinn heitir bengal fiskur og veidist i bengal sjo eda vatni eda eittthvad. Serstaklega ahugavert. Hann var samt algjor snilld og at eg a mig gat. Meiri indverskan takk fyrir.

A morgun er gamlarskvold og thad er ekkert plan. Eg veit ad mig langar i bjor en meira veit eg ekki og eg veit ekki hvort eg fai bjorinn thar sem eg er med tvo afengisradgjafa mer vid hlid sem eru ekki hrifnir af drykkjulatum. Aei thetta kemur allt i ljos. Kannski verd eg bara heima a hoteli i playstation :)

Eg kved tha ad sinni og oska ollum gledi og glaumi a morgun og heimta ad thid drekkid ad minnsta kosti einn fyrir mig.

Audur Saudur

PS. Hlif thetta med kortid for allt vel. Thaer badu mig meira ad segja afsokunar a othaegindunum. Takk aftur aedislega fyrir ad hjalpa mer.



Auður Ösp kl.22:09 þann fimmtudagur, desember 30, 2004


#





.Djamm dauðans.

Mitt geðsjúka eðli kom heldur betur upp á yfirborðið á laugardaginn á einhverju því dramatískasta djammi sem ég hef upplifað. Ég var þreytt, pirruð, svöng og fleira til og ginið sem hann Elli minn gaf mér var ekki að gera góða hluti. Jei, Elli er kominn heim! Sem betur fer var ég ekki ein um geðsýkina og tóku yndislegu vinkonur mínar sig til og ætluðu að redda málunum fyrir mig. Málið var maður einn sem ég er búin að vera hitta sem sýndi mér helst til of litla athygli eða frekar svona enga athygli og tók ég allt sem var að plaga mig og fókuseraði því öllu á þessa litlu staðreynd. Lausnin samkvæmt hugsanagangi vinkvenna minna var að ljá honum orð í eyra. Ásta og Gerður bættu svo um betur og slógu hann utan undir. Excuse me, *smack*

Kaldhæðnin í þessu máli öllu saman er að ég gerði nákvæmlega það sama við hann um daginn.

Allavega, eldrauð af skömm hitti ég manninn í gær og hann var ennþá mjög undrandi á þessum kinnhestum. Hann hafði aldrei áður verið sleginn utan undir og hafði búist við því að ef slíkt myndi gerast þá yrði það allavega einhver sem hann hefði séð áður sem myndi slá hann. Okkur tókst nú samt að sjá húmorinn í þessu að lokum og tók ég þá ákvörðun fyrir okkur bæði að ég hefði ekki nógu mikinn þroska til þess að standa í einhverju svona sambandaveseni. Núna erum við vinir. Oj, hvað ég er mikil klisja.

Það besta sem mér fannst koma út úr þessu kvöldi, þrátt fyrir að ég hafi ekki endilega verið sammála aðferðunum sem var beitt, var hvernig vinkonur mínar pössuðu upp á mig. Ég veit þeim gekk gott eitt til og í mínum skrýtna ástlausa heimi finnst mér það vera merki um væntumþykju að ganga upp að ókunnugum manni sem þú heldur að hafi komið illa fram við vinkonu þína og slá hann. Takk stelpur mína, mér þykir líka vænt um ykkur.



Auður Ösp kl.11:32 þann mánudagur, desember 20, 2004


#





.Velkomin í heim hinna skrýtnu.

Það hefur löngum verðið sagt um undirritaða að hún sé með eindæmum furðuleg. Ég tala um sjálfa mig í þriðju persónu því það er einhvern vegin auðveldara að segja hún er skrýtin en ég er skrýtin. Hvernig furðuleg er samt ekki gott að segja til um. Hún á til dæmis í vandræðum með sig ef einhver situr í hennar sæti þegar hún stígur upp í strætisvagninn á morgnana. Einhverra hluta vegna þá virðist það ekki skipta máli hvar hún situr á leiðinni heim á kvöldin. Hún vill helst ekki selja fólki uppáhaldsgeisladiskana hennar ef henni finnst fólkið ekki þeirra vert. Á sama tíma langar hana að uppfræða þá vitlausu sem kaupa sorp tónlist eins og Scooter, veistu minn aflitaði vinur, ég myndi ekki kaupa þennan disk ef ég væri þú...

Lengi vel borðaði hún ekkert grænmeti sem var rautt. Það er liðin tíð en henni er ennþá illa við tómata bara af því að hún ákvað það. Hún er á móti mjög mörgum hlutum bara af því að hún ákvað það. Hún er til dæmis mjög mikið á móti manni einum úr MR með erlent ættarnafn þótt hún hafi aldrei einu sinni talað við hann. Hún finnur það bara á sér að hann er asni. Hún þarf ekki fleiri sannanir en þessa tilfinningu, það er augljóst að hann er fífl. Hún er líka mjög góð í að ákveða hvað fólki finnst um hana. Þegar hún hefur gert upp hug sinn um hvað öðrum finnst um hana er ekkert sem breytir því. Orð hennar eru óskeikul og fullt af fólki sem veit ekki einu sinni hvað hún heitir er illa við hana. Sjáðu bara hvernig hann horfir á mig, honum er augljóslega illa við mig. Helvítis fíflið.

Það skemmtilega við furðulegheit hennar er að hversu undarleg sem þér kann að þykja hún þá getur hún alltaf sagt eða gert eitthvað sem bætir á skringlegheitin. Jafnvel þeir sem þekkja hana best geta ekki einu sinni gert sér í hugalund hversu mikil vitleysa fer fram í hausnum á henni. Þegar eitthvað lítið eins og það að fólk svari ekki sms-um frá henni gerist þá fer kvörnin á stað og undir eins er heilinn kominn með 17 mismunandi skýringar á atburðinum og fæstar þeirra eru jákvæðar. Það má með sanni segja að Auður sé undarleg, svo er nú það.

Ég vildi stundum að ég væri bara aðeins minna skrýtin. Bara pínulítið eðlilegri og að ég gæti bara notið þess að fljóta í gegnum lífið í stað þess að hafa sífelldar áhyggjur. Ég vildi að ég gæti sett beisli á ímyndunaraflið og raddirnar inn í hausnum á mér sem spinna í sífellu upp heilu skýjaborgirnar því það er svo erfitt að plompa niður úr þeim aftur. Ég vildi að ég byggi á jörðinni en ekki í Auðar heimi. En væri ég þá nokkuð ég? Hver er ég?

Djöfullinn, hver hleypti mér í þessa tölvu?



Auður Ösp kl.18:02 þann föstudagur, desember 17, 2004


#





.Bloggari án nettengingar er eins og karlmaður án konu.

Mínir yndislegu yfirboðarar í kexsmiðjunni eru búnir að taka af mér netið. Ég get svo sem ekki kvartað þar sem ég stakk eiginlega upp á því eftir að hafa unnið einni helgi of mikið með litlum beyglum á msn. En það þýðir það að til þess að blogga þarf ég að vera með agalegt vesen. Skrifa færslu heima, vista það á minnislykilinn, fara með hann i vinnuna, opna skjalið, klippa og líma og svo posta. Eitthvað aðeins of mikið vesen fyrir litlu lötu Auði þannig að eitthvað er orðið lítið um bloggið á bænum aftur. Ég hef reyndar fullan hug á að panta ADSL eftir áramótin í moldvörpuholuna og þá sný ég aftur tvíelfd. Ég sakna ADSLsins míns.

Ég get svo svarið það að ég held að karlmenn séu sjónskertir stundum. Ég er búin að lenda í því aftur og aftur í dag að einhver strákanna í vinnunni finnur ekki eitthvað og kemur til mín eftir mikla leit og biður mig um að hjálpa sér. Það tekur mig yfirleitt ekki lengur en 2 mín að finna það sem þeir bara gátu ómögulega séð og byggi ég kenningu mína um sjónskekkju þeirra í þessari reynslu. Ótrúlegur andskoti.

Ég á frí um helgina og ætla ég a nota það til þess að gera ýmislegt skal ég segja ykkur. Ég ætla að horfa á Idol, fara í afmælisboð til Erlu, fara á vinnuskrall, fara í matarboð hjá mömmu með erkióvini mínum sem er sem betur fer alveg að drattast aftur til heimalandsins, borða örbylgjaða gratíneraða ýsu og ætla að fara í kolaportið. Einhvers staðar þarna á milli ætla ég líka að reyna að hitta fólk sem er upptekið í prófum, sem er óvíst að ég sjái aftur þar sem það er að fara heim til sín eftir helgi og jafnvel líka slappa af. Eru þetta síðustu frídagar mínir fram að jólum þar sem ég er hætt við að hætta í kexsmiðjunni og þarf þess vegna að vinna upp frídaga sem ég tek þegar ég fer til London.

Óóó, gleymdi næstum niðurtalningunum sem eru í gangi þessa dagana.....

7 dagar í ELLA!!!!!
13 dagar ca í háæruverðugan *hóst hóst* bróður minn
14 dagar í jólin (sem mér er nokk sama um, nema steikina sem fylgir þeim)
7 dagar í ELLA!!!
19 dagar í London
21 dagur í niðurtalningu á Trafalgar Square
já og ekki má gleyma 7 dögum í ELLA!!!!

Allt að gerast á bænum



Auður Ösp kl.18:09 þann föstudagur, desember 10, 2004


#





.Eitubyrlarar og óvanaleg gleði á bænum.

Mér var byrlað eitur. Já, ég veit að þessi setning hljómar afar dramatísk og er oft hreinn uppspuni þegar hún er notuð en ég er þess fullviss í þetta skiptið að ég hafi drukkið einhvern óþverra. Við Atli fórum á Nelly's á laugardaginn að hitta Zach og drukkum við tvo bjóra hvort þar. Síðan var förinni heitið á Café Cultura og var ég komin aðeins niður á fjórða bjórnum þegar ég þurfti að stökkva frá borðinu og hlaupa á salernið. Ég hætti að drekka eftir það og fór heim. Í gær í vinnuni átti ég svo í mesta basli með að vinna vinnuna mína þar sem ég var of upptekin með hökuna ofan í klósettskál. Þetta var frekar ógeðfellt og hélt ég ekki einu sinni niðri vatninu sem ég var að neyða ofan í mig. Nema hvað að ég hélt bara að þolið væri ekki meira orðið og fór að hafa áhyggjur af alkahólískum problemum. Þangað til ég heyrði í Atla en hann hafði nebblega sömu sögu að segja. Leiðir okkar skyldu þegar ég fór heim og hann fór með könunum á Dubliners þar sem hann drakk einn bjór í viðbót og fór svo heim og ældi úr sér lungum og lifur. Fór hann svo að sofa og rankaði ekki einu sinni við sér fyrr en hálfsjö daginn eftir. Erum við Atli bæði þaulvön í bjórdrykkju og kemur það nánast aldrei fyrir að við ælum á fylleríum og því síður eftir jafnlítið magn og við drukkum þetta kvöld. Er það sameiginleg niðurstaða okkar að bjórinn á Nelly's hafi verið af illum toga. Þannig að, þótt við höfum engar haldbærar sannanir fyrir því að Nelly's sé sökudólgurinn, vil ég bara vara þá við sem leggja leið sína á þá búllu að vera viðbúin mikilli ógleði ef drukkinn er kranabjór.

Það er ótrúlegt hvernig bara örlitlir hlutir geta haft áhrif á það hvernig dagurinn verður hjá manni. Til dæmis er svo miklu betra að takast á við daginn ef maður fær nægan svefn. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað svefn og matur hafa rosaleg áhrif á skapið. Síðan eru það litlu hlutirnir sem skipta jafnvel enn meira máli eins og til dæmis ef maður rekur tánna í þegar maður staulast fram úr rúminu á morgnana. Eða maður finnur ekki einhver föt sem maður var búin að ákveða að fara í. Þá er búið að gefa tóninn fyrir daginn og maður lætur ótrúlegustu hluti fara í taugarnar á sér. Þess vegna er það mín kenning að fyrsti klukkutíminn sem maður er á fótum sé sá mikilvægasti af öllum. Ef maður passar upp á að njóta hans þá hlýtur dagurinn að verða góður. Ég er að upplifa svoleiðis dag í dag.

Að lokum vil ég færa fjölskyldunni í berjableika húsinu í Grafavoginum hamingjuóskir vegna viðbótarinnar við fjölskylduna. Móna hans Óskars átti tíu hvolpa í nótt og í morgun og liggja þeir nú vælandi við hlið örþreyttrar móður sinnar í berjableika húsinu. Ohhh svo sætt... Ég er búin að panta að fá að koma í heimsókn þegar þeir eru orðnir aðeins eldri því þótt mér sé illa við hunda þá finnst mér svona hvolpar agaleg krútt. Músímúsí.



Auður Ösp kl.13:07 þann mánudagur, desember 06, 2004


#





.Fólk er fífl... eða hvað?.

Mér finnst sumir kúnnarnir í vinnunni hjá mér alveg sérstaklega skemmtilegir. Þetta er ekki beint svona sjoppa þar sem sama fólkið kemur einu sinni á dag að kaupa sér sígó og pylsu en samt eru einstaka kúnnar sem eru gjörsamlega alltaf hérna. Einn þeirra er með hálfgert ofsóknarbrjálæði og vill helst ekki að ég afgreiði hann. Hann var með einhverja bilaða vöru um daginn og samstarfskona mín bað hann um símanúmer svo hægt væri að hafa samband við hann. Hann horfði á mig óttaslegnum augum og hálfhvíslaði svo númerinu að henni. Seinna þann daginn tók ég svo strætó heim til mín og þegar ég steig inn sat hann þar. Skelfingarsvipurinn sem kom á hann var yndislegur og ég sá það bara á honum að hann hélt að ég væri að elta sig. Ég veit ekki hvað ég hef gert þessum greyið strák en hann er augljóslega skíthræddur við mig.

Svo er það annar frá Sýrlandi sem er alveg sérstaklega mikill vinur minn. Hann kom einhvern tíma hingað og ég tók eftir að hann kvittaði undir fyrir kortafærsluna aftur á bak. Mér fannst þetta svo merkilegt því hann skrifaði bókstafi en ekki einhver arabísk tákn en samt skrifaði hann afturábak. Ég stóðst ekki freistinguna að spyrja hvaðan hann væri og svaraði hann mér Sýrlandi. Eftir þetta þá er hann alltaf manna hressastur þegar hann kemur hingað og í dag fékk ég meira að segja að kynnast konunni hans. Mig langar alltaf svo að spyrja múslimakonur sem ganga með slæður út í það hvað þeim finnist um það mál allt saman en ég er ekki viss um að kexsmiðjan sé rétti vettvangurinn.

Ég er bara svona að komast að því að þegar að maður tekur í burtu allt vangefna fólkið sem öskrar á mann og þess konar leiðindapésa þá er bara fjandi áhugavert að vinna hérna. Maður fær þverskurð af íslensku þjóðfélagi færðan til sín á silfurfati og stundum þá eignast maður óvænta vini eins og þennan Sýlending og konuna hans. Við kannski sendum hvert öðru ekki jólakort eða neitt en ég er viss um að hann myndi brosa ef ég hitti hann út á götu. Þegar að fólk er ekki fífl þá er það hreint alveg ágætt.



Auður Ösp kl.17:21 þann föstudagur, desember 03, 2004


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007