.Ferðauppdeit.

Ég er bjáni aldarinnar. Ég keypti mér miða á V um daginn því ég var svo hrædd um að Lee myndi gleyma mér. Ég talaði við hann í síma í gær. Hann sagði mér stoltur að hann hefði loksins komið sér til þess að kaupa miða. Þannig að við eigum allt í einu auka miða. Hann hafði samt ekki miklar áhyggjur, bjóst fastlega við að geta selt hann. Svona er að treysta aldrei fólki. Það er svona að komast mynd á þetta hjá okkur. Hann ætlar að vera svo elskulegur að sækja mig á flugvöllinn þegar ég kem þannig að ég þarf ekki að vesenast í einhverri lest ein með allan farangurinn. En þetta þýðir eflaust að ég verð að vera eina til tvær nætur í Wales sem er skemmtilegt því þangað hef ég aldrei komið. Þetta er að verða svo mikið ævintýri að ég ræð mér varla fyrir kæti. Gaman gaman gaman....



Auður Ösp kl.22:28 þann þriðjudagur, apríl 27, 2004


#





.Sko.

Ég fékk á mig skot um það að ég væri bara alveg hætt að blogga hér og ég verð víst bara að viðurkenna að það er alveg rétt. Mér til varnar þá var ég hinsvegar búin að skrifa listilega fagurlega orðaðan pistil hér um daginn um ferðaplön mín hérna um daginn og Blogger át hann. Þá varð ég pirruð og til þess að refsa bloggernum fyrir að vera svona vondur við mig sór ég að skrifa ekki stakt orð með íslenskum stöfum hérna inn. Skrýtin þessi rökhugsun sem maður notar þegar maður er reiður eða kannski frekar vöntun á rökhugsun. Eins og þetta apparat, Blogger, finni eitthvað fyrir því að ég skrifi ekki á síðuna mína. En allavega.

Ég nenni varla að skrifa romsuna aftur um allt það sem ég ætla mér að gera í þessari blessuðu ferð minni og svo hef ég líka nægan tíma til þess að tala um það þar sem ég fer ekki fyrr en 19. ágúst. Plönin hafa þó örlítið breyst þar sem sauðurinn sem ætlaði að kaupa miða handa mér á festivalið aulaði sér aldrei til þess og svo loksins þegar hann ætlaði að láta verða af því var uppselt á tjaldstæðið. Þess vegna er ég að fara á sama festival bara á öðrum stað. Ég veit ekki einu sinni hvert ég er að fara. Hver veit hvar Staffordshire er? Ég er að bíða eftir að sauðurinn fyrrnefndi sendi mér pening til þess að geta keypt fyrir okkur miða í gegnum netið en til þess að gulltryggja það að ég fari á þetta festival þá keypti ég minn miða núna áðan. Jiminn eini, hvað geri ég svo ef að hann hættir við?

Þannig að, ef að hann Lee litli vinur minn svíkur mig þá er ég eitthvað að fara ein með tjald á eitthvað mjög svona sell out tónlistarfestival þar sem guð má vita hversu mörg þúsund manns verða. Nokkuð mörg þúsund er ég viss um. En böndin eru góð þótt sviðið sé skreytt auglýsingum. Hvað ætla ég að gera ein þarna? Jidúdda. Svo hossast ég í einhverri lest, sef jafnvel bara á flugvellinum og hoppa upp í einhverja ótrúlega hallærislega appelsínugula flugvél og fer til Slóveníu. Ennþá ein? Þaðan ætla ég að fara yfir til Króatíu og allt í allt tekur þetta ævintýri mig 3 vikur. Ætla ég, Auður *getur ekki fengið sér ein að borða á Burger King* Auður að vera í ÞRJÁR VIKUR á flækingi með bakpoka og túristabók? Þetta verður eitthvað skrautlegt, svo mikið er víst.



Auður Ösp kl.17:56 þann laugardagur, apríl 24, 2004


#





.Mér finnst.

... ég ekki nógu dugleg við að uppfæra bloggið mitt. Ég bæti fyrir það annars staðar reyndar og er ofurdugleg þar en sökum oft á tíðum viðkvæms efnis á þeim stað mun ég ekki gefa upp hvar sá staður er að svo stöddu.

... ömurlegt að ég skuli ekki vera admin á tölvunni sem ég nota í vinnunni því þá gæti ég uppfært messengerinn sem ekki virkar hjá mér og hangið og tjattað við vini og ekki vini um allan heim í stað þess að vinna.

... skemmtilegt að vera leiðinleg við beyglu eina sem vinnur með mér sem hlýtur að þýða að ég sé illa inrætt sem aftur er leiðinlegt.

... ótrúlegt að ég hafi fengið sendan pening frá ókunnugum manni sem vildi endilega að ég fengi að fara á tónleika sem ég sá ekki fram á að komast á.

... mjög spennandi að vera að fara til Austur-Evrópu í sumar.

... skemmtilegt að spila ordaspalid sem við Hlíf fundum á netinu

... tómatar ekki góðir



Auður Ösp kl.12:04 þann miðvikudagur, apríl 14, 2004


#





.Salamanca.

Hlíbbið hringdi í mig í algjöru kasti áðan og tilkynnti mér að hún hefði fundið frábæran link inn á djammsíðu frá Salamanca. Auðvitað stökk ég af stað í miklu óðagoti til þess að sjá hvað væri á þessari síðu. Fyrr átt ég von á dauða mínu en það sem ég fann. Tveimur árum eftir að við vorum þarna er enn sama starfsfólkið á Irish Rover, David og Jorge eru enn að daðra við alla útlendingana greinilega og meira að segja Most og Skrýtni litli kínverjinn eru að djamma í Salamanca.

Hér er dæmi af því sem ég fann og hafið í huga að þessar myndir eru allar teknar í febrúar og mars á þessu ári


Álfurinn Óliver í Irish Rover Staffa búningnum sínum


Herra Amine frá Túnis. En hvar er geðsjúka kærastan???


David og einhver ljóska. David er btw á öllum myndum frá Irish, alla daga!


Gaurinn með rauða hjálminn.... hahaha


Javi hefur ekkert breyst greinilega


Jorge hinn ógurlegi


Furðulegi litli kínverjinn


Ohhh... Louis var alltaf svo sætur, hann er augljóslega líka enn að vinna á Irish


Heyrðu mig, er þetta ekki hann Medi litli, hann virðist ekkert svo lítill lengur


Hahaha Möst


Paco er ennþá á Irish


Reta, kolbrjálaður Marokkómaður sem Gebba hryggbraut.


Bwahaha... ShabbySheep frá Pakistan :)

Annars þá finnið þið síðuna hérna Salamancafiesta.com. Algjör snilld. Oh mig langar aftur




Auður Ösp kl.14:33 þann fimmtudagur, apríl 01, 2004


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007