.Góðan dag góðan dag.

Nei nei kæra fólk ég er ekkert dauð. Og ég er ekki hætt í kexsmiðjunni heldur. Ausi litli gulldrengur var víst ekki búin að átta sig á því að ég nota kexsmiðjuna sem svona code name fyrir hið ágæta fyrirtæki sem ég vinn fyrir og er alveg staðráðinn í að koma á framfæri hvar ég vinn. Bið ég þig vinsamlegast að hætta því hið snarasta minn kæri Auðunn, hér þá vinn ég í kexsmiðju.

Talandi um títtnefnda kexsmiðju þá er ég nýjasta tíkin þar á bænum. Mér er hent fram og tilbaka og yfirleitt stend ég bara og klóra mér í hausnum og skil ekkert hvað það er sem ég er að gera. Það er víst liður í að fræða starfsfólkið að henda því út í djúpu laugina án nokkurs kútar. Annað hvort það eða þá það að það er ekki nægur mannskapur í að manna allar deildir og þeir verða bara að láta sér nægja það sem þeir hafa. Þetta hafa samt verið afar fróðlegir en þó vandræðalegir dagar. Ég þoli ekki að vita ekki hvað ég er að gera en læri samt heilan helling á því. Einmitt það já.

Ég er alveg sótill því það virðist vera að eitthvað hafi klikkað með mína pottþéttu miða á Pixies. Alveg er þetta týpískt, ég hafði engar áhyggjur af því að þetta myndi klikka. Það er samt verið að vinna í því að redda þessu máli og mun ég vera mjög pirrandi við þann sem er í því ef hann ekki stendur sig. Helvískur.

Fyrir utan þetta þá hef ég það fínt. Er alveg ágætlega ánægð með lífið og tilveruna sem er skemmtileg tilbreyting verður að segjast. Það er svo gaman að vera glaður.




Auður Ösp kl.16:33 þann fimmtudagur, mars 25, 2004


#





.Undarlegt.

Þessi dagur er nú bara búinn að vera með þeim furðulegri í langan tíma. Þetta er samt svona skemmtilega furðulegt. Fyrst af öllu var náttúrulega sólskin og blíða úti í dag og í hádeginu sat ég fyrir utan kexsmiðjuna að borða hádegismat sem verður að teljast ansi gott í mars mánuði. Það er samt ógvænlegt hvað tíminn líður hratt. Ég verð orðin fertug á morgun. Allavega, svo var ég eitthvað að spjalla við félaga minn á netinu þegar ég kom inn úr blíðunni og hann var að tala um að skella sér á Glastonbury hátíðina í sumar. Ég sagði honum einmitt frá plönum vinkvenna minna um að kíkja á Hróarskeldu og hvernig ég kæmist ekki með sökum peningaleysis. Hann átti ekki til orð að ég kæmist ekkert á neina útihátíð í sumar og spurði hvort ég vildi ekki bara skella mér með honum. Ég kaupi mér sem sagt flugmiða til London og hann sér um rest. Hann sagði mér að fylgjast bara með hvar væri besta line upið og hvenær ég kemst í frí og láta hann vita svo hann geti keypt miða. Hvernig á stúlkukind eins og ég að neita því. Þannig að ég er ef allt gengur eftir er ég bara að fara á Glastonbury eða Reading Festival. Ekki leiðinlegt það ha!

Seinna í dag kom elskulegur yfirmaður minn í kexsmiðjunni til mín og tilkynnti mér það að hann gæti reddað nokkrum miðum á Pixies og spurði hvort ég vildi ekki festa kaup á einum. Svo ég bara þáði það með þökkum og er að fara á Pixies án þess að þurfa að stressa mig á að bíða í röð. Ansi gott það ha!

Ég veit ekki hvort þið munið eftir því þegar við Þóra skelltum okkur að hitta einhvern mann sem var í viðskiptaferð á Íslandi og vildi endilega bjóða okkur í glas því honum leiddist svo. Hann reyndist hinn ágætasti fýr þrátt fyrir háan aldur (kominn vel yfir þrítugt) og við urðum nokkuð kenndar af ölinu sem hann keypti ofan í okkur. Við blöðruðum við þennan ókunnuga Breta um alla heima og geima og hef ég ekki heyrt í honum síðan. Fyrr en í dag það er en það vill svo skemmtilega til að hann er kominn aftur og nú vill hann endilega fá að hitta mig aftur og stakk upp á að við fengjum okkur bita saman annað kvöld. Máltíð í boði undarlegs Breta. Og Rauður, nei ég ætla ekki að hössla hann! Ekki slæmt það ha!

Svo er það rúsínan í pylsuendanum. Ég er komin í frí og þarf ekkert að gera í heila 6 daga. Alveg hreint yndislegt það ha!



Auður Ösp kl.22:40 þann mánudagur, mars 15, 2004


#





.HA???.

Systur mínar, já tólf ára tvíburarnir sem segja japaleno í staðinn fyrir jalapeno og klippa á sér hárið með misjöfnum árangri, eru komnar með bloggsíður. Ekki nóg með að þær séu farnar að blogga þá eru allar litlu vinkonur þeirra og vinir byrjaðir líka. Það eru myndir og allur andskotinn þarna inni. Ég get bara svo svarið það að ég á ekki til orð. Ég ætla að biðja ykkur að ef að þið af einhverri undarlegri ástæðu ákveðið að skilja eftir skilaboð í gestabókinni þeirra að skilja EKKI eftir link á ykkar síður þar því ég vil ALLS EKKI að þær finni þessa síðu. Held ég meiki ekki að útskýra ýmislegt sem á henni stendur.

Allavega hér finnið þið Ölmu Playboykanínu að því virðist og Helgu sem kennir sig við Family Guy þótt ég efist um og vona að hún skilji ekki húmorinn í þeim þætti. Það er nú varla hægt að kalla þetta blogg en mér er alveg sama. Ji dúdda mía



Auður Ösp kl.13:04 þann þriðjudagur, mars 09, 2004


#





.Svalbarði.

Spáið í því að á Svalbarða búa tæplega 3000 manns og 2000 ísbirnir. Þetta finnst mér alveg stórmerkilegt



Auður Ösp kl.12:53 þann mánudagur, mars 08, 2004


#





.Íslendingar eru VANGEFNIR.

Þetta er kannski full harkalegur titill á þessari færslu en stundum held ég að þetta sé satt. Ég hef unnið í hinum ýmsu þjónustustörfum bæði hérna á Íslandi og eins erlendis og ég hef bara ekki kynnst verri viðskiptavinum en einmitt hérna á klakanum. Fólk finnur að öllu sem maður gerir. Ef maður brosir ekki nógu mikið er maður fúllyndur og leiðinlegur. Ef maður brosir of mikið er maður að gera grín af þeim. Ef mann klæjar í nefið og fettir upp á það er maður að gefa skít í liðið og ef maður gerist svo djarfur að segja nei þá má maður bara stikna í helvíti. Kannski er einhver þarna út sem segir að þetta sé svona alls staðar en af minni reynslu er það ekki svo. Á spáni þjónaði ég fólki af öllum þjóðernum á hinum ýmsu tungumálum við misgóðan árangur og aldrei nokkurn tíma mætti ég því viðmóti sem ég mæti á hverjum einasta degi í kexsmiðjunni. Nema reyndar frá Íslendingunum áður en þeir vissu að ég væri íslendingur og þeir gáfu nánast aldrei þjórfé, jafnvel þótt þeir vissu að maður væri samlandi þeirra.

Svona ykkur að segja þá eru ekki til nein lög um skilarétt á Íslandi. Það er undir fyrirtækjunum sjálfum komið hvernig þau tækla slík mál þótt flest þeirra fari eftir ákveðnum verklagsreglum sem nefnd á vegum iðnaðarráðaneytisins tók saman. Þar segir að miða eigi við 14 daga skilarétt svo framalega sem að viðskiptavinurinn framvísi kvittun eða gjafamerkingum. Þar stendur ekkert um endurgreiðslur og er hin almenna regla að fólk fái inneignarnótu vilji það skila nema að varan hafi verið gölluð eða sölumaðurinn hafi ekki greint rétt frá eiginleika vörunnar. Þrátt fyrir að þetta standi svart á hvítu á hinum ýmsu plöggum og á heimasíðu neytendasamtakana valsar fólk inn á staði eins og kexsmiðjunna með svívirðingar og leiðindi við hvern þann sem á vegi þeirra verður og reynir að sannfæra verslunarfólk um að það eigi rétt á að skila. Ef þú kemur með jólagjafirnar þínar í mars kvittunarlausar þá ertu bara búin að fyrirgera hverjum þeim rétt sem þú taldir þig hafa. Bara só sorrý.

Það er ekki bara verkur í rassi að fá allt þetta kolbrjálaða fólk sem vill skila biluðu dóti sem er bilað af því að það missti það ofan í klósettið eða því um líkt. Á hverjum einasta degi kemur fólk beint inn af götunni í kexsmiðjuna og nær ekki lengra en rétt inn fyrir hurðina áður en það ræðst á einhvern starfsmann og þrumar yfir hann hvort það sé enginn að afgreiða í þessu fyrirtæki. Svo er alltaf eins og maður sé að reyna að ræna þetta lið. Fólk reynir að prútta og kallar mann svo öllum illum nöfnum þegar maðu bendir þeim á að maður sé þegar búinn að gefa þeim 50% afslátt og það sé ekki hægt að fara neðar.

Ég er sjálf ekki alsaklaus af því að vera óþolandi kúnni. Mér er mjög minnisstætt símtal sem ég átti við vaktstjórann á pizzastað hér í bæ um miðja nótt þegar hann neitaði að senda mér pizzu í Hafnarfjörðinn. Ég var langt frá því að vera allsgáð sem er kannski engin afsökun en maður á það til að vera ósamkvæmur sjálfum sér undir áhrifum. Ég ætla ekki að fara út í nein smáatriði en ég var ekki almennileg við þennan mann. Mér til varnar þá hringdi ég strax daginn eftir og baðst afsökunar á þessu framferði mínu. Miðaldra konan sem kom í kexsmiðjuna í daginn, öskraði í símann hvurslags skítafyrirtæki þetta væri, kastaði kortinu í mig og gaf mér fokkmerki á leiðinni út var ekki drukkin. Og hún hringdi ekki daginn eftir til að biðjast afsökunar heldur.

Í guðanna bænum gott fólk, veriði góð við afgreiðslufólk og þjóna. Ekki panta ykkur heimsendan mat ef þið tímið ekki að borga fyrir hann. Ekki vera vond við mig af því að maðurinn ykkar stakk af með tvítugri ljósku. Þetta fólk sem þið skeytið skapi ykkar á í flestum tilfellum er fólk sem á það síst skilið. Fólk sem vinnur mest fyrir minnstu peningana og það hefur ekkert að segja um hvernig fyrirtækið er rekið. Það væri mjög gott ef þið hefðuð það á bak við eyrað næst þegar þið kallið einhverja saklausa kassadömu hálvita



Auður Ösp kl.12:05 þann föstudagur, mars 05, 2004


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007