.Hugi Punktur Is.

Ég verð svo óstjórnlega hrikalega ofsalega og fleiri lýsingarorð sem enda á lega pirruð þegar ég hætti mér inn á huga. Eins sniðug og hugmyndin á bak við þennan vef er þá er bara svo óstjórnlega mikið af bjánum sem skrifa þarna inn að ég verð alveg æf af lestrinum. Það er eins og allir hálvitarnir sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina sem lifa í veruleikafirrtum heimi þar sem fóstureyðingar eru bannaðar og aríar eru hinn eini hreini kynstofn flykkist allir inn á Huga og deili með okkur fáfræði sinni. Ég styð málfrelsi heilum hug þótt ég aðhyllist líka máltækinu sem segir að aðgát skuli höfð í nærveru sálar en þetta er bara einum of. Þess vegna er ég hætt að skoða huga, það er ekki mitt að ákveða hvað aðrir lesa en ég má alveg nýta mér málfrelsi mitt og tuða um þetta þar sem þetta er einu sinni síðan mín.

Annað sem fer mjög mikið í taugarnar á mér er öll þessi umræða um femínistana ógerlegu sem virðast vera jafnokar Saddams og Bin Ladens í illsku. Hvar væru konur í dag ef það hefðu ekki verið brjálaðir feministar sem börðust fyrir þær hér á árum áður? Þið konur sem eruð að kalla feminista öllum illum nöfnum á hinum ýmsu spjallþráðum hefðuð ekki tíma til þess að hangsa á netinu ef að þær hefðu ekki brennt höldin sín því þið væruð of uppteknar í sláturgerð og barnaútungun. Um að gera að hafa það í huga næst þegar þið úthúðið feministum á netinu. Sjálf er ég reyndar jafnréttissinnuð og er ég ekki sammála feministum í öllum þeirra málflutningi en ég kann samt að meta það sem þær hafa gert fyrir mig í gegnum tíðina. Urrr



Auður Ösp kl.17:43 þann laugardagur, febrúar 28, 2004


#





.Æi greyið.

Vinnufélagi minn sem lenti í regnhlífinni um daginn var barinn aftur í nótt. Í þetta skiptið af einhverri stelpu. Hahahaha... það er ljótt að hlæja að þessu en þetta er bara svo kostulegt.



Auður Ösp kl.12:38 þann


#





.öskudagur.

Ó hve létt er þitt skó *hic* hljóð, ó hve lengi ég *hic* beið *hic þín. Það er vorhret *hic* á glugga *hic* napur vindur *hic* sem hvín *hic*. En ég *hic* veit *hic* eina *hic* stj *hic*örnu *hic*

Ég hélt að þessi dagur yrði horror en þessi litla stúlka sem söng maístjörnuna með brjálaðasta hiksta sem ég hef séð lengi bjargaði alveg deginum. Kostulegt



Auður Ösp kl.14:12 þann miðvikudagur, febrúar 25, 2004


#





.Svona er nú það.

Ég geri mitt besta í að nafngreina ekki fólk hér á þessari síðu. Ég tala að sjálfsögðu um vini mína sem flestir eru með sínar eigin bloggsíður en ég fer ekkert ofan í djúpa persónulega hluti. Eða ég vona allavega ekki. Stundum höfum við vinkonurnar átt í hatrömmum deilum okkar á milli á þessum blogg síðum en þær deilur eru yfirleitt leystar skömmu síðar yfir kaffibolla. Ég kalla vinnustaðinn kexsmiðjuna þótt ekki sé erfitt að leggja saman tvo og tvo og komast að því að því hvað það stendur fyrir. Ég reyni að forðast það eftir fremsta megni að særa fólk ekki þótt ég verði reyndar að viðurkenna að Sirrý og vinkonur hennar yrðu eflaust ekki glaðar að lesa það sem ég skrifaði um þær um daginn.

Ef ég er á annað borð að tala um annað fólk en mig og mína nánustu þá nota ég einhvers konar dulnefni. Hver man ekki eftir nílarfljótinu, leiðinlega gaurnum eða geðsjúka yemen búanum? Þótt ég skrifi um þetta fólk og noti til þess nafnleysur þá er ég yfirleitt ekki að ráðast á persónu þeirra. Ég skrifa um undarlega hegðun þeirra gagnvart mér og mínum. Ég myndi aldrei tala um það sem ég veit að er viðkvæmt hjá fólki eða einkamál þeirra, hversu kjánaleg sem mér finnast þau.

Því miður eru ekki allir svoleiðis. Það finnst mér slæmt. Hef ekki meira um það að segja



Auður Ösp kl.17:13 þann þriðjudagur, febrúar 24, 2004


#





.dónapésar og loðhattar.

Hvað er málið með loðhatta? Mér finnst alveg merkilegt að fólk sé að fárast yfir því að einhverji kínverjar skuli leggja sér rottur til matar þegar það gengur sjálft með dauða minka á hausnum.

Það er alltaf eitthvað endalaust skrýtið að gerast í þessum heimi. Mér finnst til dæmis alveg endalaust skrýtið að Issac Salamancabúi skyldi hafa sagt henni Hlíf frá því að hann hafi hitt íslenska hljómsveit í Berlín og spurði hann hvort að Hlíf kannaðist eitthvað við þá. Þessir piltar sem hann Isaac hitti kalla sig víst mínus og djammaði hann með þeim fram á morgun og gáfu þeir honum ýmislegt dót tengt hljómsveitinni. Hefur hann eflaust getað sagt þeim frá kynnum sínum af brjáluðu íslendingunum í Salamanca, Þeirri sterku (mér), þeirri drukknu (Gebbu) og auðvitað ástarhnoðranum henni Hlíf. Ég minnist þess ekki að hann hafi kallað Sigrúnu neitt. Hann er fyndinn fýr hann Isaac.

Annað sem ég er mikið búin að vera að spá í. Stundum fær maður skrýtin e-mail eða instant message á yahoo messengernum frá einhverjum dónaköllum sem vilja endilega að maður horfi á þá þjónusta sjálfa sig eða klæmast við þá. Stundum áttar maður sig ekki fyrr en of seint hvað býr að baki en maður er alltaf jafnfljótur að ignora þessa aula þegar að maður er hættur að vera saklaus og bláeygður. Ok núna veit ég að það er margt þarna úti sem ég ekki skil og ég veit að fólk hefur mismunandi þarfir og svona. Maður hefði samt haldið að þessir dónapésar fengju meira út úr þessum athöfnum sínum ef að manneskjan á hinum endanum væri til í cyber tuskið með þeim. Eða er það kannski málið? Er spennan við þetta að sjá hvernig hin manneskjan bregst við? Mér finnst þetta athyglisvert, ég held svei mér þá að næst þegar að svona dónapési bankar upp á að ég spyrji hann hreinlega að þessu. Fyrirgefðu væni, hvað er málið???



Auður Ösp kl.15:46 þann mánudagur, febrúar 23, 2004


#





.Fagra Ísland.



Ég hef alltaf velt því fyrir mér hvort að það sé einhver sem á þetta litla hús. Ég er nokkuð viss um að ég myndi ekki sofa vært þarna inni. Annars ef þið klikkið á myndina þá getið þið séð fleiri myndir úr litla bíltúrnum sem við Þórítan fórum í núna í dag. Það er ekkert eins gott eftir nokkara bjóra og lítinn svefn eins og 6 tíma bílferð.




Auður Ösp kl.23:46 þann sunnudagur, febrúar 22, 2004


#





.Topp fimm á föstudegi.

Þar sem ég er í morðskapi í dag skulum við bara gleyma öllum fyrri yfirlýsingum um meiri bjartsýni og hamingju á þessari síðu. Mínar síðustu bjartsýnis og gleðihugsanir fuku út um gluggann þegar ég heyrði óvart annan helminginn af símtali áðan sem ég átti ekki að heyra. Ég get því miður ekki tjáð mig meira um þetta þar sem að þetta er kexsmiðjutengt málefni en djöfull er ég ógeðslega fokking reið!

Reiðir bændur geta bara verið nekvæðir og leiðinlegir og þess vegna hef ég hugsað mér að deila með ykkur smá topp fimm lista yfir það hvað mér finnst það allra allra versta í íslenskum fjölmiðlum í dag.

NÚMER EITT

DV. Annar eins snepill hefur nú sjaldan sést. Lágkúrulegar fréttir og nafnabirtingar eru aðalmerki þessa sorpblaðs sem að ofmetnasti rithöfundur Íslands, Mikael fokking Torfason, stjórnar. Þetta er er eini hluturinn á þessum lista mínum en auðvitað ættu allir þeir sem leggja nafn sitt við þessa sóun á pappír að skammast sín. Guð má vita að ég myndi skammast mín.

NÚMER TVÖ

Sirrý. Eins og þessi goblin hafi ekki verið nógu leiðinleg sem þula á Rúv þá datt einhverjum imbahala í hug að gefa henni 60 mínútur af air-time til þess að troða inn í stofu til okkur almennum leiðindum og asnalegheitum. Fyrirmyndir hennar eru þáttastjórnendur á borð við Ophru Winfrey og vinur hennar Dr.Phil nema það að Sirrý beygla hefur hvorki útgeislun Oprhu nér menntun Dr.Phil. Ef einhver sá þáttinn þar sem hún talaði við Ríkey móður Rutar Reginalds þá hlýtur sá hinn sami að vera sammála mér.

NÚMER ÞRJÚ

Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Er ekki það fyrsta sem maður lærir þegar að maður tekur að sér að sjá um þátt eins og Ísland í Dag þar sem þátturinn snýst um að spjalla við viðmælendur að grípa ekki fram í fyrir gestunum. Við skulum ekki einu sinni tala um hvernig hún treður sínum skoðunum ofan í kok á viðmælendum sínum. Svo er hún bara eitthvað svo leiðinleg

NÚMER FJÖGUR

Úr því að við erum búin að minnast á Sirrý þá má ekki gleyma stallsystrum hennar á Rúv, blessuðum þulunum. Uppstrílaðar eins og barbídúkkur með prik í rassgatinu standa þær og segja okkur það sem við erum þegar búin að lesa annað hvort á dagskrársíðum dagblaðanna eða í textavarpinu. Þær eru álíka miklar tímaskekkjur og attitjúdið í flugfreyjunum hjá Flugleiðum.

NÚMER FIMM

Spaugstofan eins og hún leggur sig. Strákar mínir, brandarinn var búinn fyrir sirka tíu árum. Get a life




Auður Ösp kl.13:40 þann föstudagur, febrúar 20, 2004


#





.Brjálaðir ljósmyndarar.

Lögmæti þess að taka myndir á skemmtistöðum borgarinnar og birta þær svo á netinu hefur verið svolítið í umræðunni undanfarið. Hafa allir eitthvað til síns máls að leggja þar og ætla ég ekki að dæma hver hefur rétt fyrir sér í þeim efnum. Aftur á móti blöskraði mér að lesa um þá lákúrulegu aðila sem hafa stundað það á sundstöðum borgarinnar að taka myndir af fólki að afklæða sig og birta það svo á netinu. Það er hreint og beint bara siðlaust og ættu þeir sem stunda slíkt athæfi að leita sér aðstoðar. En snúum okkur aftur að skemmtistöðunum.

Það liggur í mannsins eðli að hnýsast um náungann og ekkert finnst okkur betra en þegar að við náum kjánalegum myndum af fólki. Ber þar til dæmis að nefna vændiskonumyndirnar frægu af Snóru og Valli beibí Bingó! myndirnar sem birtust í Skinfaxa um árið. Flestir samt sem taka með sér myndavél á djammið eru þó einungis að taka myndir af sínum vinum og félögum og fara þessar myndir í flestum tilvikum ekki lengra en á myndasíður viðkomandi vinahópa. Þetta eru svona myndir þar sem maður roðnar þegar maður sér þær og lærir svo að hlæja að eigin kjánaskap.

Fólk ber fyrir sig friðhelgi einkalífsins og að það komi engum við hvað það gerir á djamminu. Jú, það er rétt en þá er náttúrulega alltaf kostur að fara á staði sem banna myndarvélar. Ég man ekki betur en að ég hafi heyrt að kaffibarinn sé með svoleiðis reglur. Annað ráð væri líka að verða ekki svo drukkin að þú munir ekki hvað þú varst að gera og þá þarftu ekki að láta myndirnar koma þér á óvart. Þú getur líka sleppt því að halda fram hjá makanum þínum á opinberum vettvangi eða stunda kynlíf á dansgólfinu. Með því að fylgja þessum einföldu reglum geturu sparað þér allt það ómak sem fer í að verða brjálaður yfir myndum sem þú finnur af þér á netinu. Tökum ábyrgð á gjörðum okkar.

Eins frábært og öll þessi tækni og internetið er þá er það bara svo að þessir hlutir eru komin svo langt fram úr okkur að við ráðum ekki neitt við neitt lengur. Hvar á að draga mörkin um hvað er löglegt og hvað ekki? Það hafa alltaf verið roting epli inni á milli og oftar en ekki hafa þessi rotnu epli verið fyrst til að tileinka sér nýja tækni. Það væri kannski ráð að skemmtistaðir sem birta myndir á heimasíðum sínum eins og Vegamót settu skilti fyrir utan hjá sér sem varaði fólk við ljósmyndurum svo og að skemmtistaðir borgarinnar tækju afstöðu til þess hvort myndarvélar væru leyfðar eður ei og myndu setja upp þar til gerðar merkingar. Þangað til verðum við bara að halda okkur heima fyrir og draga fyrir gluggana. Það er svona að lifa í frjálsu landi.



Auður Ösp kl.16:00 þann fimmtudagur, febrúar 19, 2004


#





.Moggalingurinn.

Ég las moggann aldrei þessu vant í morgun og sá ýmislegt skemmtilegt þar. Ekki misskilja, ég er enginn froðuheili sem les aldrei blöðin eða hlusta ekki á fréttir. Ég er bara vön því að hafa bara tíma til að skoða moggann en í morgun las ég hann, jah eða allavega hluta af honum.

Fyrst ber að nefna að það var mynd af manninnum sem gengur undir nafninu kyssir eins og hundur og fannst mér það í alla staði mjög fyndið. Kannski aðallega af því að það minnti mig á það að manngreyið er þekktur undir þessu nafni. Myndin var þó hin ágætasta og hann leit þokkalega út. Ég hef þó ekki hugsað mér að athuga hvort að þetta er réttnefni á honum þótt mér hafi reyndar boðist tækifæri til um daginn en ég hefði þó áhuga á að vita hvort honum hafi farið fram. Einhverjir sjálfboðaliðar?

Ég las líka ansi smellna grein eftir einhverja Eyrúnu að mig minnir. Þar talaði hún um fordómalaust Ísland og vísaði þar með kaldhæðnislegum glósum í Rutar Reginalds ævintýrið. Þetta var æðisnjöll hugmynd hjá konunni og ansi skemmtileg grein með dekkri undirtón en mér fannst hún eiga í örlitlum erfiðleikum með að klára greinina. Þekki það vandamál sjálf aðeins of vel.

Ég vil sem minnst tala um hitt sem ég las enda er ég að reyna að líta heiminn bjartari augum þessa dagana og morð og eyðnifaraldur hjálpa ekki til við það. Annars hef ég verið beðin um að skrifa grein um mína skoðun á Reykjavík á síðu fyrir einhvern kana en ég efast um að ég geri það. Ég get bara ekki skrifað einhverja lofsræðu um borg óttans að svo stöddu, hér er ekkert til að lofsyngja. Samræmdist þessi síðasta lína kannski ekki þessari bjartsýnisstaðhæfingu minni? Ó jæja, það verður bara að hafa það



Auður Ösp kl.13:12 þann miðvikudagur, febrúar 18, 2004


#





.Jean-Babtist.

Jæja, þá erum við gúbbarnir í starfsmannafélagi kexsmiðjunnar loksins farin að pæla í árshátíð. Sem betur fer fyrir kexsmiðjustarfsmenn fer mínum formennskudögum senn að ljúka en þó á ég nokkra mánuði eftir. Ég er enn ekki búin að sjá bókhaldið fyrir félagið og veit þess vegna ekki alveg hversu miklum við megum eyða en ég get sagt ykkur það að þetta verður partý sem verður lengi í minnum haft.

Þó að árshátíðir séu mjög skemmtileg fyrirbæri í marga staði þá er alltaf einn hlutur sem truflar mig við þær. Það eru þessir blessuðu makar. Þetta er svona eins um jólin maður þarf að horfast í augu við vonsvikin ættmenni þegar að maður mætir enn eitt árið einn í jólaboðin. Það er einhver óskrifuð regla um að fólk eigi ekki að vera einhleypt á árshátíðum og alltaf brýt ég þessa fjárans reglu.

Í fyrra brá ég á það ráð að fá lánaðan karlmann til þess að taka með mér. Óskar lánaði mér föt á hann og Hlíf útvegaði manninn sjálfan. Þá var ég enn að vinna með hinni alræmdu Línu Gób sem var kjaftakelling hin mesta og hafði hún frétt af þessu dularfulla deiti sem ég ætlaði að taka með mér. Ætlaði allt um koll að keyra þegar hún tilkynnti kvensunum í fyrirtækinu, sem voru mun fleiri þá en nú, að hann héti Jean-Babtist því þá hlaut að vera að hann væri af erlendu bergi brotinn. Svipurinn á liðinu var óborganlegur þegar að þau fengu loks að hitta manninn. Ég mætti nefnilega í mínu fínasta pússi á mína fyrstu kexsmiðjuárshátíð með uppblásinn mann upp á arminn. Hann Jean-Babtist er sum sé plast maðurinn sem Hlíf fékk í jólagjöf frá okkur um árið. Hann sló heldur betur í gegn og var hrókur alls fagnaðar. Hann fékk sæti við borðið og allt saman og reyndi meira að segja ein samstarfskona mína að stinga undan mér. Hlíf mín, skilaðu ofsalega góðri kveðju til hann Sjonna frá mér *blikk blikk*

Eins og áður sagði þá er komið að annari árshátíð og ég er enn einhleyp. Hvernig toppar maður svona??? Ég verð eiginlega bara annað hvort að taka með mér nakta dragdrotningu eða dverg. Einhverjar aðrar uppástungur?



Auður Ösp kl.18:52 þann þriðjudagur, febrúar 17, 2004


#





.Ofbeldi.

Ónefndur vinnufélagi minn skrapp á djammið um helgina og lenti í skringilegu atviki. Hann var farþegi í bíl vinar hans og þeir voru að leggja einhvers staðar niðrí í bæ þegar að þessi vinnufélagi minn heyrir dynk. Var það þá maður í eldri kantinum, gamall kall eins og hann sagði sjálfur, sem hafði sparkað í hliðina á bílnum á leið sinni fram hjá honum. Félagi minn hoppar út úr bílnum og spyr manninn hvurn fjandann hann sé að gera og gamli kallinn gerir sér lítið fyrir, dregur upp regnhlíf og lemur félagann í andlitið með henni. Greyið strákurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og var of hissa að þessi eldri virðulegi maður skyldi hafa barið hann í hausinn og með regnhlíf þar að auki að hann gat sig hvergi hreyft. En hann lét þetta ekki stoppa sig í djamminu og gekk um götur borgarinna blóðugur í framan og skoraði samúðarstig hjá dömunum. Eg er svo illgjörn að ég gat ekki hætt að hlæja þegar hann sagði mér þetta í dag allur plástraður í framan. Það er eitthvað svo ekta hann að vera barinn í andlitið með reghlíf.... hahaha.... litli ólukkupésinn



Auður Ösp kl.02:09 þann


#





.Ástin í lífi mínu árinu eldri.

Fyrir nákvæmlega 23 árum, alveg hreint upp á dag, var lítið saklaust grey lagt í vöggu á fæðingarheimilinu sem þá var og hét. Skömmu síðar var örlítið stærri 10 daga gamalli skessu troðið ofan í vögguna með drengnum en fékk sá drengur seinna nafnið Erlendur. Var þetta upphafið að langri leið skessunnar til þess að eyðileggja líf drengsins og hefur hann ekki losnað við hana síðan.

Elsku besti Ellinn minn. Til hamingju með daginn. Vonandi verðum við ennþá að segja fólki söguna af fæðingarheimilinu eftir önnur 23 ár og sama hvað gerist þá munt þú alltaf vera Ellinn minn. Ég elska þig.



Auður Ösp kl.01:12 þann


#





.Nýtt lúkk.

Þá er maður aðeins búin taka til hérna á síðunni og breyta aðeins. Ég veit það ekki, mér finnst litirnir skemmtilegir. Óskari finnst þetta ljótt sem að gerir mig fastari fyrir í að halda þessu útliti. Við erum mjög sjaldan sammála um fegurðagildi hluta við Óskar. Oj bara hvað ég er þunn... ennþá!



Auður Ösp kl.20:29 þann sunnudagur, febrúar 15, 2004


#





.Freaky.

Ég er hrædd. Það er fólk út um allan bæ að stela lífinu mínu. Og nafninu mínu. Og vinunum mínum. Sjáiði bara:

Þessi gella heitir Auður og á vinkonu sem er skutla og hún býr með einhverri Gerði.... hmmmm..... Auður-Skutla-Gerður, hljómar aðeins of kunnuglega. Já og urlinn á síðuna hennar er www.audda.blogspot.com. Ég er að segja ykkur það. Þetta er mjög freaky

Þetta er þó verra. Ekk nóg með að hún heitir Auður Ösp þá virðist hún líka vera kölluð Audi. Nema hún sé eitthvað svona Audi fan..... Líst ekkert á þetta.



Auður Ösp kl.16:52 þann


#





.fyrst kemur drukkni pési og svo sá þunni.

Oj bara... Ég held bara að Hlíf hafi átt kollgátuna þegar hún ákvað að taka sér áfengispásu. Hún er búin að vera ofur dugleg og drakk ekkert síðustu helgi og bara eitt glas af orkumocho í Ellapartýinu í gær. Ég var ekki alveg jafndugleg og drakk töluvert mikið meira. Endaði í tómri vitleysu og skammaði meðal annars Jón Stefán fyrir að heilsa mér aldrei. Greyið Jón Stefán. Hittum síðan Stebba Perra á Grand Rokk sem man ennþá eftir skammaræðunni sem ég hélt yfir honum um áramótin þegar hann kynnti sig í 17 skipti fyrir mér. Hann reyndi sitt besta í að sanna að hann myndi sko alveg eftir mér en ég held reyndar að það sé áramótaskammaræðunni að þakka. Ég sem gaf honum að borða annan hvern fimmtudag sumarið '99 og svo man hann bara ekki eftir mér. Hnuss

Það er einhver svona Salamanca fílíngur í mér í dag þar sem ég sit fyrir framan tölvuna að skrifa fréttir handa fólkinu þarna úti enn drukkin eftir gærkveldið. Munurinn er einna helst sá að ég er líka að vinna núna og svo hitti ég enga marokkómenn í gær. Ég hringdi samt óvart í Tyrkjann sem bjargaði mér frá brjálaða yemen búanum en það var algjörlega óviljandi. Note to self: Eyða út öllum númerum í símaskránni sem tengjast á einn eða annan hátt mönnum frá miðjarharhafslöndunum og norður-Afríku!

Hurru, svo er bara Dead or alive útsláttarkeppni á súlustaðnum á þriðjudaginn. Bjarni vinkona og Hákon heimtuðu að vera með en það er líka bara skemmtilegra soleis. Ji dúdda mía hvað pésinn er þunnur





Auður Ösp kl.14:05 þann


#





.ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn.

"unnur, unnur... af hverju ertu svona blá"

Djöfulsins snilldar mynd er Sódóma Reykjavík. Viljiði spá að hún er orðin rúmlega 10 ára gömul. Djöfull er ég að verða gömul... mæli með að allir fari út á leigu og kíki á sódómu aftur.



Auður Ösp kl.23:38 þann föstudagur, febrúar 13, 2004


#





.Ógleði.

Þar sem hin merka menntastofnun sem brátt mun vera lokuð öðrum en hinum ríku og réttu var í kosningaleik í dag héldu bardagamennirnir sem ég hafði boðið í heimsókn í kvöld á kosningavöku. Til allrar lukku voru þeir réttu megin við miðju svo þeim er fyrirgefið að hafa svikist undan. Ég held nú bara að þeir hafi óttast hina ógurlegu mig og mína ótvíraðu hæfileika í tölvuleikjum en tölum ekki meira um það. Þar sem ég var skilin eftir ein með sjálfri mér kom það í mínar eigin hendur að skemmta mér.

Hvað gerir ung stúlka sem er ein heima á fimmtudagskveldi sér til skemmtunar? Nú hún kveikir að sjálfsögðu á Tristu og Ryan og skyggnist inn í líf ekki svo ríka en fræga fólksins sem er frægt fyrir það eitt að vera frægt. Soldið svona eins og Paris Hilton og þarna vinkona hennar nema bara að þetta fólk lét mynda sig sjálfviljugt í bak og fyrir á meðan það gerði sig að fífli í leit sinni að þessari svokölluðu ást. Það eina sem mér dettur í hug að Paris Hilton leiti að þegar ljósmyndararnir mynda hana eru fötin hennar en það er önnur saga. Hvað um það. Piparsveinninn og Piparjónkan eins heimskulegir og þeir þættir voru höfðu sitt skemmtanagildi og meira að segja fröken ofurneikvæð hérna hafði lymskulega gaman af. Þessi brúðkaupsdella er allt annar handleggur.

Fyrir það fyrsta þá þoldi ég aldrei hina mjóróma Tristu í fyrstu þáttaröðinni. Hún hafði flesta ef ekki alla þá eiginleika sem fara í taugarnar á mér við amerískar konur, allavega eins og þær birtast mér á skjánum, og ekki skána?i það þegar hún svo valdi væmna vælukjóa ljóðskáldið. Ég finn enn súrt bragðið af ælunni sem ég fékk í hálsinn þegar hann las þetta svo kallaða ljóð fyrir hana og hún spýtti söltum tárum um allt til þess að sýna hversu hrifin hún væri. Svo fær þessi ljóshærða beygla draumabrúðkaupið með draumagæjanum á silfurfati og það eina sem hún þarf að gera er að mæta og segja já. Skórnir eru þeir dýrustu í sögunni, allt er tyggjókúlu bleikt og boðskortin koma með tjulli. Þau fá að bjóða öllum vinum sínum á paradísar eyju í steggjar- og gæsapartý og hvað gerist. Brúðguminn fer að væla af því að það komu fatafellur í partýið og þær fóru úr fötunum og reyndu að tæla hann á meðan guðhræddir og harðgiftir vinir hans neituðu að taka þátt í þessu syndum hlaðna athæfi. Hvers konar steggjarpartý væri það ef að þeir sætu allir saman og spiluðu Ólsen? Auðvitað komu farafellur. Svo arkar hann burtu eins og fýldur smákrakki og viti menn ákveða þá ekki dömurnar að kíkja á strákana. Þá fer Trista að væla í sjöunda skiptið í þættinum þegar húnn uppgötvar að Ryan er horfinn og hún arkar í burtu. Birtist brúðguminn svo aftur og verður hann leiður yfir að hún skyldi verða leið yfir að hann væri leiður. Hann fer á eftir henni og finnur hana, þau fallast í faðma og grenja saman. Í alvöru talað fólk. Get a fucking grip. Aðra eins vælukjóa og leiðindapésa hef ég sjaldan barið augum og ég varð bara meðvirk og vorkenndi fólkinu fyrir að vera svona asnalegt.

Ég ákvað að slökkva þarna áður en fleiri byrjuðu að væla en ég held þó að þarna hafi þátturinn endað. Í von um betra sjónvarpsefni skipti ég yfir á vini mína í 70 mínútum en þeir voru ekki á sínum stað. Þess í stað var verið að sjónvarpa Hlustendaverðlaunum FM957. Ullabjakk. Á tónlistarhátíð einnar vinsælustu útvarpstöðvarinnar hér á landi sópaði í svörtum fötum að sér fjöldanum öllum af verðlaunum og gúbbinn þarna á Guðjón.net vann verðlaun fyrir enn eina útgáfuna af þessu eina myndbandi sem hann kann að gera. Höfum við Íslendingar engan smekk og enga hæfileika þar fyrir utan?? Að lokum verð ég bara að segja að hann Pétur í Ding Dong átti að halda sig við útvarpið þótt hann sé ágætur í svínasúpunni og mikið rosalega virtist fólkinu leiðast þarna í Smáralindinni. Tilviljun?? Það er spurning



Auður Ösp kl.01:09 þann


#





.aflýst.

Bardaganum mikla sem auglýstur hafði verið er hér með aflýst. Hann samræmdist því miður ekki dagskrá háskólans og verður hann því að eiga sér stað síðar... Tomorrow tomorrow eins og maðurinn sagði......



Auður Ösp kl.15:53 þann fimmtudagur, febrúar 12, 2004


#





.Áskorun.

Ágætu nöktu pésar, Þórur og aðrir fylgifiskar athugið!

Hér með skora ég á ykkur í útsláttarkeppni í bardagaleiknum góðkunna Dead or Alive 3 á X-box. Mun sú keppni fara fram á súlustaðnum margfræga annað kvöld og mun hún hefjast um níu leytið. Um klukkan tíu verður gert stutt hlé á barsmíðunum til þess að fylgjast með ástum Ryans og Tristu en að þeim þætti loknum verður haldið áfram þar sem frá var horfið. Mun sigurvegarinn hljóta að launum jahh einfaldlega heiðurinn og ánægjuna á að berja hina pésana til óbóta. Þetta gæti orðið hin ágætasta skemmtun.

Jafnframt óskar maður að nafni Erlendur eftir því að vesengengið og aðrir velunnarar hans hitti hann á kaffihúsi í kveld. Þetta er einstakt tækifæri til þess að berja litlu svíahóruna okkar augum en hann hefur ekki verið til viðtals hér á klakanum í rúmlega ár. Vona ég að sem flestir sjái sér fært að mæta á þessa dúndur viðburði en svör um þátttöku óskast sem fyrst.

Nefndin



Auður Ösp kl.13:57 þann miðvikudagur, febrúar 11, 2004


#





.obbosí.

Je dúdda mía.... verðandi eiginmaður minn gekk rétt í þessu inn í kexsmiðjuna. Ég held svei mér þá að þetta sé sá allra myndarlegasti maður sem hefur nokkru sinni sést á þessum slóðum. Ég talaði við hann. Ég talaði líka við hann síðast þegar hann kom hingað. Og hann brosti til mín í bæði skiptin. Ó hvernig á maður að standast slíkt undursamlega yndislegt bros? Hann er svona sjö sinnum sætari en barþjónninn á Grand rokk og þó fékk ég nú bara aðsvif þegar að sá maður brosti.... þetta bjargaði alveg deginum hjá mér.



Auður Ösp kl.16:43 þann mánudagur, febrúar 09, 2004


#





.Öldruð en enn í fullu fjöri.

Ég vil byrja á að þakka öllum fyrir góðar kveðjur og skemmtilegheit í kringum þetta blessaða afmæli mitt. Ég fékk kveðjur frá öllum heimshornum á ýmsum tungumálum og varð maður nú bara hálfmeyr á að sjá hversu margir hugsuðu til manns á þessum degi. Ohhh... .þið eruð alveg hreint yndisleg.

Ég vil benda ykkur á glæsilegt nýtt útlit á síðunni hennar Snóru okkar og ekki nóg með það að hún hafi lagað útlitið heldur er kellingin bara farin að blogga af fullum krafti og skýtur okkur hinum þar með ref fyrir rass.

Annars er verkefni vikunnar alls kostar óráðið þó að ég hallist að því að vorhreingerning á súlustaðnum væri ekki vitlaus hugmynd. Greyið nýja stelpan er örugglega farin að fá mikla bakþannka yfir þessu máli öllu saman þar sem að ég er búin að fá gesti á hverjum einasta degi síðan hún flutti inn og meira að segja mörgum sinnum á dag. Ekki nóg með það heldur er draslið hans Kidda allt heima ennþá og meira að segja tannburstinn hans. Allar hans veraldlegu eigur eru í einni hrúgu inni í stofunni minni og satt best að segja er ekki mikil prýði af þeirri hrúgu. Neyðist til að sparka í rassinn á drengstaulanum og biðja hann vinsamlegast um að fjarlægja dótið sitt.

Ég kemst ekki yfir það að fyrrverandi kærasti "vinkonu" minnar tilkynnti mér það á föstudaginn að ég væri svikari og leiðindapési. Ég veit að þessi maður segir bara hvað sem er til að fá fólk á móti sér og hann hefur ekki meint helminginn af því sem hann sagði en þessi ummæli hans snerta mig engu að síður. Hann sagði nú reyndar líka að skilnaður þeirra skötuhjúa hefði farið mjög vel fram í alla staði og það andaði alls ekki köldu á milli þeirra en allir sem hafa heyrt hennar hlið á þessu máli vita að þetta er ekki alveg rétt. Ég hef líka séð þennan mann taka þvílíka króka til þess að þurfa ekki að heilsa henni þegar að hún er með okkur og svo skammar hann mig fyrir að hunsa sig. Isspiss... Ég veit að þessi tiltekna kona dettur stundum hingað inn og vil ég bara segja við hana Hvað í ósköpunum varstu að gera með þessum manni. Og ef ske kynni að hann dytti hérna inn fyrir slysni vil ég líka segja við hann Þessu máli er ekki lokið væni minn!!!



Auður Ösp kl.13:10 þann


#





.Dísusurinn og kræsturinn segi ég nú bara.

Mér finnst alveg óþolandi að mega ekki tala um það sem er að gerast í vinnunni. Það eru 24 tímar í sólarhringnum, ég vinn átta þeirra, ca klukkutími á dag fer í að undirbúa að fara til eða frá vinnu, klukkutími fyrir vinnu fer í að vakna til að fara í vinnu og svo sefur maður í 7 tíma. Þá eru um það bil 7 tímar eftir sem eiga að fara í það skemmtilega verkefni að vera til. Þannig að þið sjáið að vinnan er töluvert stór hluti af lífi manns og svo koma bara einhverjir kallar og breyta öllu og ég má ekki einu sinni tala um það. Kexsmiðjan er á hvolfi. Ég hlýt að mega segja það.

Það er allt í lausu lofti einhvern veginn. Ég veit ekki hver framtíð mín hjá þessu blessaða fyrirtæki er eða hvort ég hafi yfir höfuð framtíð. Fólk er svo upptekið að því að bjarga eigin rassi og nýta sér stöðuna að ég er hrædd um að einhver verði undir. Mér finnst mjög rökrétt að þessi einhver verði ég þar sem að ég hef ekki haft neina eiginlega starfslýsingu í lengri tíma. Ég hef mest megnis bara fylgt straumnum og vonast til að rekast ekki á hnullungana í vegi mínum og fyrir vikið hef ég eiginlega ekkert hlutverk. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það að vera látin hanga í lausu lofti. Það nagar mig að innan og ég verð vænisjúk og hálfgeðveik. Svo ekki sé minnst á fátæk því liður í breytingunum virðist vera að borga fólki ekki laun. Óþolandi



Auður Ösp kl.11:46 þann miðvikudagur, febrúar 04, 2004


#





.Svei mér þá.

Mér tókst mér til mikillar furðu að standa við verkefni síðustu viku. Um leið og sambýlingurinn ógurlegi pakkar sér niður og út mun indælis kona úr sveitinni flytja inn á súlustaðinn. Hún er næstum því jafnaldra mín og virkar mjög eðlileg á allan hátt. Hef ekkert nema gott um þetta mál að segja. Er líka sérlega stolt að hafa staðið við fyrrnefnt verkefni vikunnar. Því miður gengu verkefni þar á undan ekki jafnvel og verð ég því að endurtaka leikinn núna og segja ekkert kóka kóla og ekkert súkkulaði. Ég veit ekki hvernig þetta fer en vonandi get ég allavega staðið við annað. Ef ekki þá er ég nú bara ekki með neitt sem heitir viljastyrkur.



Auður Ösp kl.15:20 þann mánudagur, febrúar 02, 2004


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007