.Veitiggi.

*Auður, hvað ætlaru að gera í sambandi við þessi íbúðarmál? Veitiggi

*Ætlaru í alvörunni að fara að búa með einhverjum 46 ára gömlum kalli?? Veitiggi

*Af hverju ertu ekki búin að vera duglegri að læra? Veitiggi

*Hvað ætlaru að gera í kvöld? Veitiggi

*Fyrirgefðu, geturu ekki sagt eitthvað annað en veitiggi? Veit ekki



Auður Ösp kl.11:58 þann föstudagur, janúar 30, 2004


#





.Bögg.

Ég vil koma því á framfæri hér með að ég ÞOLI EKKI fólk sem svarar ekki tölvupósti sem maður sendir þeim. Mér finnst alveg fáránlegt að fyrirtæki eins og Sjóvá-Almennar og fleiri skuli hafa svona form á netinu þar sem þú átt að geta sent fyrirspurnir ef þeir hafa ekki í hyggju að svara þessum fyrirspurnum. Ég ætlaði að kaupa fartölvutryggingu hjá þeim og kíkja á heimilistryggingu en þar sem ég fékk engin svör fer ég að sjálfsögðu með viðskipti mín annað. Einnig finnst mér óþolandi að mbl.is er að bjóða ókeypis smáauglýsingar á netinu og ég er í tvígang búin að panta eina slíka en í hvorugt skiptið bólaði neitt á blessaðri auglýsingunni. Þetta er gert til þess að kynna það að Mogginn bjóði núna upp á smáauglýsingar líka og er hugsunin eflaust sú að koma fólki á bragðið og byrja svo að rukka þegar það er búið að venja það við. Það hefði líka örugglega virkað á mig en eftir að þetta gerðist aftur þá bara geta þeir gleymt því að ég treysti þeim aftur. Þurfti svo að punga út 2000kr fyrir 160 stafi hjá Fréttablaðinu en ég get þá allavega heimtað að fá endurgreitt ef þeim tekst að klúðra þessu núna. Urrr.....



Auður Ösp kl.17:55 þann miðvikudagur, janúar 28, 2004


#





.Jah hvur andskotinn.

Við Sala gellur fengum meil frá Döru hinni Írsku áðan þar sem þessi sérdeilis skemmtilega og afburða furðulega kona tilkynnti komu sína á klakann. Hún sum sé bjó með stelpunum í Salamanca, fékk að gista hjá okkur í kakkalakkabælinu í Torremolinos þótt hún hafi nú flúið á hostel á endanum og svo þeystist hún með mig um alla miðborg Lundúna þegar ég var þar síðast í leit að hinu eina sanna bílastæði er við vorum á leið á djammið. Hún var nærri því búin að drepa mann á vespu og hún keyrði á móti umferð í þessari leit sinni. Ég held ég hafi aldrei kynnst annari konu eins og henni Döru. Þessi rúmlega þrítuga kona vílaði ekkert fyrir sér að daðra shamelessly við tæplega tvítugan Suður Afrískan unglingspilt þegar við vorum í London og hún gerði allt vitlaust í Torre þegar hún hélt að hún væri læst inni á klósetti á Garfields. Ímyndið ykkur Bridget Jones, setjið hana í bleikan magabol og látið hana drekka örlítið meira og þið hafið ágætis lýsingu á þessari írsku vinkonu okkar. Djöfull verður gaman að sjá hana aftur. Hún mun lenda í keflavík á fimmtudagskvöldið og planið er að sýna henni íslenska næturlífið á föstudaginn.

Reyndar eru fleiri góðir gestir á leiðinni til landsins fljótlega. Ég vil ekki tala um það að svo stöddu þar sem þetta eru allt saman óstaðfestar fréttir en svo gæti farið að ungur maður af erlendu bergi brotnu muni búa með sauðnum á súlustaðnum á komandi mánuðum. Um leið og ég fæ staðfest af eða á skal ég segja ykkur allt um þetta en þangað til þá bíð ég spennt eftir Döru hinni Írsku



Auður Ösp kl.13:35 þann þriðjudagur, janúar 27, 2004


#





.Asnaleg góðan daginn, get ég asstoðað.

Það eru veikindi í kexsmiðjunni í dag og neyðist ég því til að sinna störfum tveggja starfsmanna, mínum eigin og svo fæ ég að vera símadama í leiðinni. Þannig að ég sit í þessum töluðu orðum á skrifstofunni "minni" með raðgreiðslusamninga í stöflum í kringum mig og með eitthvað fáránlegt headset á hausnum sem meira að segja strákarnirr í þrísom myndu skammast sín fyrir. Ekki nóg með það að ég sé með þetta headset á hausnum svo ég geti talað í símann og pikkað inn endalaust leiðinlegar tölur heldur er það tengt í svona lítinn þráðlausan síma sem ég neyðist til að nota sem skiptiborð. Þeir sem hafa unnið við símsvörun skilja af hverju þráðlaus sími er gagnslaust skiptiborð. Eina gleðin í lífi mínu hérna í vinnunni í augnablikinu er að af því að ég föst inni á skrifstofu þá get ég allavega hlustað á skemmtilega tónlist, það er á milli þess sem helvítis síminn hringir. Ohh þetta headset er svo asnalegt



Auður Ösp kl.12:45 þann mánudagur, janúar 26, 2004


#





.Takk fyrir mig.

Vil hér með þakka öllum sem lögðu leið sína í partýið margumtalaða í gær og einnig vil ég þakka fyrir þær frábæru gjafir sem ég fékk. Vöfflupartý á súlustaðnum mjög fljótlega!! En annars þá geta þeir sem ekki létu sjá sig séð hverju þeir misstu af hér. Takk



Auður Ösp kl.00:20 þann


#





.Maður drauma minna.

Je dúdda mía. Ég fann þessa mynd af honum Ashton Kuthcer og held svei mér þá að hann sé bara ímynd fullkomnunar, ja allavega svona útlitslega. Mikið svakalega er drengurinn myndarlegur og svona hæfilega röff. Ashton Kutcher á diskinn minn



Auður Ösp kl.15:26 þann föstudagur, janúar 23, 2004


#





.pirrelsi.

Í alvöru talað, nú er blogger alveg að gera út af við mig. Hvað er málið með að birta bara stundum íslenska stafi?? Heimski Blogger



Auður Ösp kl.15:04 þann


#





.Lúði.

Ohhh... einu sinni var ég nörd og nú er ég orðin það aftur. Eins og flestir hér vita þá er lítið teiti í gangi á laugardag að heimili Hlíbbsins. Ég tók að mér að bjóða í þetta partýið og notaði til þess tól á heimasíðu símans (fín nýja heimasíðan þeirra) sem kallast hópsms. Sendi ég bara ein skilaboð á línuna og þurfti meira að segja ekki að borga fyrir það af því að það er eitthvað tilboð í gangi. Nema hvað að í dag fékk ég eftirfarandi skilaboð:

Hi c leah s to musta na d ko alam saym

Ekki skil ég hvað þetta þýðir en númerið sem sendi þetta var alveg nákvæmlega eins og númerið hennar Ásu nema í staðinn fyrir 4 í endan var 5. Hef lúmskan grun að þarna hafi ég gert örlítil mistök og að núna sé einhver hrognamálsmaður með stað og stund á partýi heima hjá Hlíf. Annars þætti mér vænt um ef einhver gæti hjálpað mér og sagt mér hvað í fjáranum þetta þýðir. Sorry Hlíf *roðn*



Auður Ösp kl.16:31 þann fimmtudagur, janúar 22, 2004


#





.Hitt og þetta.

Haha, mér leiddist í vinnunni og fór að lesa gömul blogg á síðum vinkvenna minna. Ég verð nú bara að segja að það pælingarnar hafa oft verið æði skemmtilegar. Til dæmis var Ása einhvern tíma að velta fyrir sér af hverju tærnar á milli þeirrar stóru og þeirrar litlu hétu ekki neitt. Ekki veit ég hvort að einhver laumulesarinn hefur verið það á ferð en mér finnst þetta svar engu að síður merkilega fyndið. Einnig fannst mér þetta doldið fyndið. Ása virðist hafa lag á að fá furðulegt fólk til að kommenta hjá sér.

Mér finnst alveg merkilegt hvað sumt fólk er frábært í höndunum. Ég lenti í því óhappi í dag að pínu oggu lítill steinn datt úr eyrnalokknum mínum sem ég er aðeins búin að eiga í skamma hríð. Ég var alveg miður mín en ákvað að fara til verkstæðisstrákanna hérna í kexsmiðjunni og athuga hvort þeir gætu ekki tjaslað eyrnalokknum saman. Ekki nóg með það að þeir séu alveg eitursnjallir í að gera við.... öhhhh.... kex(!) þá gátu þeir líka lagað eyrnalokkinn minn. Ég er alveg hreint ofsalega glöð með þá piltana, verð að baka handa þeim smákökur eða eitthvað.

Annars fyrir þessa tvo lesendur eða eitthvað sem fylgjast með þróun mála hér á þessari síðu þá vil ég segja að ég er ekki búin að gleyma átakinu góða. Verkefni vikunnar var einfaldlega það að finna einhvern til að búa með. Ég hef sterklega á tilfinningunni að það gangi ekki eftir en hvað veit maður svo sem.

Já og partý partý á laugardaginn. Vona að sem flestir sjái sér fært að mæta



Auður Ösp kl.14:33 þann


#





.Minningar.

Muniði eftir þessu? Þetta fannst mér fyndið



Auður Ösp kl.03:16 þann þriðjudagur, janúar 20, 2004


#





.hjálp.

Ákvað að árétta það svona ef að það fór eitthvað á milli mála í síðustu færslu að ég er í alvöru vandræðum varðandi þessi húsnæðismál. Þið getið ímyndað ykkur svona jenga spil sem gengur út á það að taka einn kubb í einu þangað til turninn fellur. Þessi Jenga turn er líf mitt og geðheilsa. Það að sambýlingurinn hafi tilkynnt útgöngu sína var síðasta hálmstráið og nú riðar turninn til falls. Ég veit í alvöru ekki hvað ég á til bragðs a taka. Öryggisleysið, stress og áhyggjur naga mig að innan og mér hreinlega fallast hendur. Hvað á ég að gera??? Hjálp



Auður Ösp kl.02:36 þann


#





.Hugrökk sál óskast.

Jæja, þá byrjar ballið aftur. Einhver þarna úti sem vantar stað til þess að búa á og er tilbúinn að greiða fyrir það mjög sanngjarna upphæð? Ef svo er það er sambýlingurinn að yfirgefa mig og mig bráðvantar einhvern í hans stað. Áhugasömum bent á að hafa samband við mig í gegnum meil eða linkinn hér fyrir neðan. Allar ábendingar vel þegnar ef þið vitið um einhvern!



Auður Ösp kl.20:05 þann mánudagur, janúar 19, 2004


#





.Idol.

Kalli Kalli you're our man. If you can't do it no one can!!!

Til Hamingju Kalli og til hamingju Grindavík. Ég er ekkert smá þokkalega sátt



Auður Ösp kl.01:23 þann laugardagur, janúar 17, 2004


#





.Djöfull.

Var búin að skrifa með eindæma fyndna færslu um fólk sem var að hamast á dyrabjöllunni hjá mér og í símanum og hún involveraði meira að segja mig hálfnakta og Blogger át hana bara. Andskotans Blogger Smogger



Auður Ösp kl.00:17 þann föstudagur, janúar 16, 2004


#





.Fargi af mér létt.

Jæja, þá er ég loksins búin að hafa samband við kennarana mína aðeins nokkrum dögum of seint. Ég veit ég er bjáni en ég er með frestunarsýkina og gleymsku á háu stigi og ég hefði gert þetta fyrr ef ég væri ekki virkilega þjökuð af þessum sjúkdómum. Nú er bara að bíða og sjá hvort ritsnilli mín hefur ekki heillað liðið og hvort að ég hafi náð að skrifa mig út úr enn einni klemmunni. Allir að krossleggja fingur fyrir Ausu



Auður Ösp kl.11:49 þann miðvikudagur, janúar 14, 2004


#





.Ellimerki.

Mig langar til útlanda. Ég sveiflast svoleiðis á milli þess að vilja bara vera heima, klára skólann og kaupa mér íbúð og að vilja hlaupa út í heim með ekkert nema sjálfa mig og óslökkvandi ævintýraþránna. Ég sá Miami Uncovered á Popp Tíví í gær og þar voru tvær gamlar ömmur frá Englandi í fríi saman. Bara í þessum þætti, þessa nokkra daga sem fylgst var með þeim, fóru þær í kajak siglingu, svifflug og lærðu á línuskauta. Manni finnst einhvern veginn að ég unga konan eigi að hafa prófað þetta allt áður en einhverjar brothættar ömmur láta vaða. Á sama tíma er rödd skynseminnar að koma sterkt inn (loksins) og henni finnst allir svona útlandadraumar hin mesta vitleysa. Kláraðu skólann kjáninn þinn og farðu svo í háskóla í útlandinu. Þessi helvítis skynsemisrödd er ekkert skemmtileg og hún er farin að stjórna helst til of mikið. Sem aftur þýðir bara eitt, ég er að verða gömul. ohhhh



Auður Ösp kl.13:07 þann þriðjudagur, janúar 13, 2004


#





.Vika tvö á nýju ári.

Jæja, Þá er komið að viku tvö af leið minni að betri og fágaðri Auði. Verkefni síðustu viku var ekki jafnauðvelt og það sýndist því orð mín eru ótrúlega lituð af erlendum áhrifum. Þó talaði ég með skýrasta móti og það var ekki fyrr en eftir nokkra bjóra og ég fór að reyna að tala norsku sem fólk hætti að skilja mig. Verður þetta að teljast stórgóður árangur þrátt fyrir þetta norska hliðarspor. Verkefni þessarar viku er alveg bannað að drekka Coca Cola. Það verður erfitt skal ég segja ykkur því ég er koffínfíkill og ég drekk ekki kaffi. Veit einhver hvar maður getur nálgast svona koffíntöflur???



Auður Ösp kl.11:06 þann mánudagur, janúar 12, 2004


#





.misskilningur.

Eftirfarandi samtal átti sér stað á súlustaðnum í kvöld:

Hann: Hefur prófað að taka hann bara út og nudda hann? Þúst nudda hann á réttu stöðunum og hrista hann svo til?
Hún: Já, ég er búin að prófa allt og það er alltaf eins.
Hann: Prófaðu að ýta bara soldið fast og hrista hann svo. Þú getur svo prófað að nudda hann. Hamast bara á honum.
Hún: Já kannski að ég prófi það

Þetta voru þau Óskar og Hlíf og þau voru að ræða um símann hennar Hlífar sem virðis standa eitthvað á sér. Það var ekki það sem ykkur datt fyrst í hug er það??? Sorapésar



Auður Ösp kl.03:15 þann sunnudagur, janúar 11, 2004


#





.Voðalega ertu þreytuleg.

Ég þjáist af síþreytu. Það er alveg sama hvenær ég fer að sofa, hvenær ég vakna og hversu lengi ég sef ég er alltaf þreytt. Svo er ég alltaf þreytuleg virðist vera, allavega þykir vinnufélögunum alræmdu ástæða til þess að minnast á það nánast daglega. Getur ekki verið, ágætu kexsmiðjustarfsmenn, að ég líti bara svona út? Að ég sé þreytuleg frá náttúrunnar hendi? Reyndar þá er ég mjög löt við að fríska upp á útlitið á morgnana og þykir það sæta tíðindum ef að ég greiði í gegnum lubbann (sem er orðinn all svakalega síður) og því síður nenni ég að skella farða í fésið á mér. Er ég ekki hvort eð er með svo náttúrulega dökka drætti að ég þarf ekkert á þessu rusli að halda? Það er að minnsta kosti alltaf verið að segja mér það. Getur ekki verið að þreytulegt útlit mitt sé bara hið eðlilega útlit mannsins, án alls verksmiðjuframleidda viðbjóðsins sem við konur erum þekktar fyrir að smyrja framan í okkur? Nei ég bara spyr. Svo getur náttúrulega líka bara verið að ég sé bara þreytuleg.



Auður Ösp kl.13:01 þann föstudagur, janúar 09, 2004


#





.Kjúklingar.

Ég var að elda í fínu nýju íbúðinni minni áðan svona í tilefni þess að það er allt hreint og fínt. Reyndar er íbúðin alls ekkert ný, ég er enn staðsett á súlustaðnum í Bökkunum en ég bara gerði smá breytingar í gær og núna finnst mér þegar ég labba inn í stofuna að ég sé hreinlega í nýrri íbúð. Oh það er svo gaman að skreyta.

En allavega þá eldaði ég kjúkling sem var nú hálf bleikur svo ég borðaði ekki mikið af honum og Kiddi keypti þær alfurðulegustu franskar sem ég hef séð þannig að þessi máltíð var frekar misheppnuð í alla staði. En ég fór að hugsa þegar ég kúgaðist yfir bleika kjúklingnum um það hvað ætli það séu drepnir margir kjúklingar í heiminum á hverri mínútu. Sko, þegar að fjölskyldan sest saman við borðið og ætlar að gæða sér á kjúlla þá er alltaf allavega einn heill kjúlli ef ekki tveir ef fjölskyldan er stór. Aftur á móti að ef að það er til dæmis lambalæri í matinn þá dugir eitt læri til og svo eru kannski sjö aðrar fjölskyldur sem borða restina af lambinu. Það er allt notað blóð, lifur og meira að segja mörin en kjúllinn er bara kjötið og búið. Svo held ég að kjúklingur sé miklu útbreiddari fæðutegund en lambakjötið. Margar þjóðir þola ekki lambakjöt og borða kjúkling og svín í allar máltíðir. Það bara hlýtur að vera gígantískt magn af kjúklingi þarna úti sem bíður slátrunnar. Frekar óhugguleg tilhugsun þegar að maður er svona nýbúinn að borða bleikan kjúkling.



Auður Ösp kl.21:54 þann fimmtudagur, janúar 08, 2004


#





.Hlæ Hlæ.



Þessar skemmtilegu myndir leyndust á minniskortinu mínu eftir áramótin. Ég var aldrei búin að hlaða þeim niður á tölvuna af því að ég fann ekki usb kapalinn sem er ekki svo skrýtið miðað við ástandið á súlustaðnum í augnablikinu. Ég ætla að taka til á morgun, ég sver það. En ef að ykkur langar að skoða restina af myndunum þá getið þið bara klikkað á myndirnar sjálfar. Je dúdda, þetta enskuslettu mál er erfiðara en það virtist vera... Hvaða íslenska orð á maður að nota yfir athöfnina að "klikka"



Auður Ösp kl.21:07 þann þriðjudagur, janúar 06, 2004


#





.Nýtt ár, nýtt upphaf (og þá er ég ekki að tala um nýju plötuna hennar Smirgittu).

Gleðilegt nýtt ár kæru félagar og vinir og þakkir fyrir það liðna. Ég er búin að vera í fríi frá skriftum allan desembermánuð sökum anna og ýmislegs annars en hef nú ákveðið að snúa aftur til starfa. Reyndar hugsa ég að dyggir lesendur mínir hafi nú allir yfirgefið mig en vonandi snúa þeir til baka þegar fréttist að sauðurinn hafi hafið upp raust sína á ný. Ef ekki nú þá bara verður það að hafa það.

Ég sótti stundartöfluna mína áðan í hina ágætu stofnun Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Það fór nú ekki betur en svo að ég fékk inn tvo heila áfanga í töfluna mína, íþróttir og markvissa tölvunotkun hvað svo sem það nú er. Ég pantaði mér nú tíma hjá áfangastjóra á morgun til þess að bjarga þessari töflu. Ég held svei mér þá að maður verði nú bara að hafa 9 einingar til þess að falla ekki á önn þannig að þetta er nú bara eitthvað klúður. En hvað er þetta markviss tölvunotkun? Er það ekki nógu markvisst að sitja fyrir framan tölvu allan daginn í vinnunni? Þessir stjórnendur þarna í Hafnarfirðinum eru eitthvað aðeins að mis.....

Ég hef ákveðið að taka árið 2004 með trompi hvað varðar betrumbætur á sjálfinu. Ég ætla ekki eingöngu að reyna að fara að hreyfa á mér rassgatið (þarf hvort eð er að fara í skólaleikfimi, það er eitthvað kjánalegt að vera 23 og vera neyddur í einhverja skólaleikfimi) heldur ætla vera með smá svona "operation mental makeover" Afsakið slettuna en ég fann ekkert betra íslenskt heiti. Ekki það að ég sé eitthvað ómöguleg eins og ég er en eins og með allt annað þá er alltaf hægt bæta sig. Ég hef ákveðið að taka þetta markvisst (eins og tölvunotkunina) og ætla ég að taka eitt atriði fyrir hverja viku. Þessa viku hef ég ákveðið að einbeita mér að því að tala hægar og skýrar og minnka ensku sletturnar. Ég hugsa að það reynist farsælast að byrja smátt til þess að springa ekki alveg á þessu. Ég hef reyndar ekki skipulagt meira í þessu máli öllu saman en það að þessa vikuna ælti ég að tala hægar og skýrar og losa mig við enskusletturnar. Ef einhver vill vera með í þessu átaki mínu er sá hinn sami meira en velkominn en hann verður þá að fera tilbúinn að fara í einu og öllu eftir því sem ákveðið. Svo um næstu áramót verður það ný og endurbætt og all svakalega fáguð Auður sem skálar á miðnætti.



Auður Ösp kl.16:26 þann mánudagur, janúar 05, 2004


#





.Þetta er allt að koma.

Ég er alltaf í bölvuðum vandræðum með þessar image hosting þjónustur sem ég er að nota og fer nú bara að koma að því að ég kaupi mér pláss svo ég sé ekki alltaf að lenda í því að myndirnar mínar hverfi. Um leið og ég hef almennilegan tíma laga ég þetta og svo fer að styttast í það að ég fari að hella mér út í þennan bloggheim á ný. Þangað til verður þetta bara að duga



Auður Ösp kl.01:24 þann föstudagur, janúar 02, 2004


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007