Undarlegt

Úff eins og mér, konunni sem ekki drekkur, er von og vísa fékk ég mér aðeins í hægri tánna í gærkvöldi. Fórum við nokkur saman úr kexsmiðjunni og svo súlustrákurinn sem er alveg ómissandi á allt kexsmiðjudjamm. Þetta reyndist hið ágætasta kvöld þrátt fyrir furðulega samsetningu á fólki og að við fórum á Felix litlu barna stað. Reyndar var eitt barn með okkur þannig að það var ágætt að þeir virðast hleypa öllum inn.

Allavega, á felix hittum við mann og annan og meðal annars eitt lítið grey sem vinnur í kexsmiðjunni. Sá ungi maður hafði sagt mér að hann ætlaði sko að sýna mér hvernig ætti að fara að þessu á dansgólfinu og tók ég hann bara á orðinu og sendi hann í hverja háskaförina á fætur annari. Reyndar þá virkaði þetta ekkert hjá honum og líður mér soldið illa að hafa sent hann í sífellu að hössla einhverjar kellingar sem var alveg augljóst að ekki var hægt að hössla. En hann kallaði þetta reyndar líka yfir sig með digurbarkalegum yfirlýsingum og stórkallalátum. En við skyldum sátt, hann man reyndar örugglega ekki eftir að hafa hitta okkur svo drukkin var hann en það er þá bara ágætt að muni heldur ekki eftir misheppnuðum hösslaðferðum sínum. Arnar, þú ert ágætur!

Við enduðum kvöldið á glaumbar þar sem að undirrituð hitti mann einn frá Malaga sem átti bara ekki orð yfir fríðleika sauðsins. Spjallaði ég heilmikið við hann og honum fannst ekki mikið til þess koma að ég hafi verið á Spáni. Hann sagði nú bara isspiss Torremolinos en jæja. Hann talaði líka íslensku þessi maður en ég heimtaði að sjálfsögðu að tjá mig á spænsku sem er nú doldið spes þar sem ég er alveg búin að gleyma öllu. Í ljósi þess að ég ætla að fara á deit fyrir jólin fékk þessi ágæti maður númerið mitt og ég hans. Hann heitir einhverju mjög skrýtnu nafni og allt í einu runnu á mig tvær grímur því ég hef einmitt lent í því á glaumbar að menn villi á sér heimildir og þóttist einmitt annar maður vera spænskur og komst ég að því seinna að hann var Tyrkneskur og hafði alist upp í þýskalandi. Anyhow, ég held reyndar að þetta sé eitthvað dúbíus maður því í nótt fékk ég sms skothríð og á meðal þess sem kom frá honum var: Amor, call ma, Amor si o no og einhverja mynd af rós sem stóð undir I miss you. Hef allt í einu áhyggjur af því að þetta sé maðurinn sem elskaði Hlíbbið svo mikið um daginn. Jæja, þetta kemur bara allt í ljós



Auður Ösp kl.14:13 þann sunnudagur, nóvember 30, 2003


#





Leynimakk gærkvöldsins

Ég skrópaði á kaffihúsaferð í gærkvöldi og gat ekki gefið neinar skýringar á furðulegum símtölum eða beiðnum um heimkeyrslu sem Hlíbbið fékk. Í ljósi pirrings undanfarið varðandi allt svona leynimakk ákvað ég að varpa hulunni af því hvað það var eiginlega sem ég var að gera.

Við Þórítan vorum heima hjá mér í gær og vorum að vona að maður einn myndi logga sig inn á msn. Hver þessi maður er er allt of erfitt að útskýra í stuttu málið en hann er ekkert merkilegur. Ég var líka eitthvað að laga bloggið hennar og sona og allt í einu birtast skilaboð á yahoo messengernum frá einhverjum manni. Fyrir þá sem ekki vita virkar yahoo þannig að hver sem er getur haft samband við þig, ekki bara þeir sem eru á contact listanum þínum. Nema hvað að þessi maður var einhver banka dúd frá London sem var í viðskiptaerindum í Reykjavík og honum leiddist alveg rosalega mikið. Hann sat á einhverju netkaffi niðrí bæ, sá að ég var frá íslandi og ákvað að hafa bara samband. Hann vissi nottla ekkert að hann væri að fá svona two for one deal en bauð okkur vinkonunum báðum í glas sem við þáðum. Reyndar þá ætluðum við alls ekkert að þora að fara og hættum mörgum sinnum við en á endanum ákváðum við að hætta þessum aumingjaskap og drífa okkur bara á staðinn. Þangað mættum við ca. hálftíma of seint og sagði hann okkur seinna að hann hafi verið að hugsa um að fara að koma sér rétt í þann mund sem við birtumst. Nema hvað að þetta reyndist bara hinn ágætasti maður og við skemmtum okkur bara mjög vel öll sömul. Ég er ennþá að reyna að komast yfir það að ég hafi farið og hitt einhvern bláókunnugann mann sem hafði samband við mig á NETINU og við höfum setið á kaffihúsi fram á nótt að ræða öll heimsins mál. Stundum kemur lífið svo skemmtilega á óvart.



Auður Ösp kl.16:40 þann fimmtudagur, nóvember 27, 2003


#





Hamingjuóskir vel þegnar

Húrra húrra, fékk bréf í dag og mín verður stolt námskona næstu önn. Ég vissi að þeir gætu ekki staðist rithæfileika mína og skemmtilegheit í umsókninni. Shit, þetta þýðir að mar verður að standa sig, ji dúdda mía



Auður Ösp kl.20:11 þann miðvikudagur, nóvember 26, 2003


#





Sauðurinn endanlega búinn að tapa sér

Hringið á sjúkrabíl, geðsjúk kona gengur laus. Haldiði að mín hafi ekki bara massað kareoki partý kexsmiðjunnar í gærkvöldi og gott ef að ég var ekki bara með í einhverjum fjórum eða fimm lögum. Söng reyndar bara eitt þeirra ein en þá var kúturinn langt kominn svo það man enginn eftir því. Allavega var þetta snilldar kvöld og það leynast sko stjörnur í kexsmiðjunni. Eftir sönginn var haldið á súlustaðinn þar sem að Óskari tókst að brjóta glas, disk og rífa niður hillu og eiturbyrlarinn hann Jói frændi eldaði pasta ofan í mannskapinn. Innihald þess rétts er leyndarmál en þó er vitað að tómatar, rauðkál og íssósa komu að málinu. Svo drabbaðist þetta frekar mikið niður þegar að undirrituð hélt ekki augunum opnum lengur og þá fór fólk nú bara að tygja sig heim, nema reyndar ein eftirlegukind sem fékk að gista á sófanum. Snilldar kvöld og snilldar fólk.

Hér eru annars myndir úr ruglinu á laugardaginn... ég hugsa að nágrannarnir láti bráðum bera mig út



Auður Ösp kl.12:13 þann mánudagur, nóvember 24, 2003


#





Sárlega móðguð

Fyrst af öllu vil ég segja að þrátt fyrir nýtt útlit er Felix sama skítabúllan og sportkaffi var. Við erum að tala um að í röðinni, sem var allt of löng fyrir ekki betri stað en þetta, hitti ég mann sem ég fór að spjalla við og það kom í ljós að hann og kærstan voru fædd á því herrans ári 1987!!! Þúst hversu gömul er ég eiginlega orðin? Ég átti bara ekki til orð og sagði svona 17 sinnum við hann ÁTTATÍUOGSJÖ???? ÁÁÁTTTAAATTTTÍÍÍUUUOGGGSSSSJJÖÖÖÖÖ?????. Hann hafði nú greinilega lúmskt gaman að þessu máli því ég rak augun í hann inni, hann var sko með sambönd hjá dyravörðunum, og glotti hann lymskulega og nikkaði til mín. Ég eignaðist greinilega lítinn félaga þarna, áttatíuogsjö!!

Verð að skjóta inn í að ég var að afgreiða Goran Visjnic lookalike, úffameg... allsvakalega sætur.

Nema hvað að á Felix hitti ég gamlan félaga og ákvað að fá mér sæti með honum á meðan ég var að klára bjórinn. Reyndar hitti ég enn einn ekki frændann líka, ótrúlegt hvað allir þessir menn sem eru ekkert skyldir mér þráast við að kalla mig frænku. Þessi er meira að segja ekki frændi frænda míns þannig að þetta er jafnvel enn langsóttara en Grindó dúóið og Hannes "ekki lengur skáfrændi". Anyhow, hann sagði nú samt að ég væri uppáhalds ekki frænka hans. Eftir að bjórinn var búinn stóð ég á fætur og leit yfir dansgólfið og þá voru bara allir farnir... ALLLIR!!! nema Rúrik sem kannaðist ekkert við að þekkja mig þegar ég reyndi að tala við hann. Þannig að ég er mjög móðguð yfir að hafa verið skilin eftir peningalaus, símalaus og alls laus niðri í bæ og meira að segja ónefndur sambýlingur stakk mig af með ónefndri vinkonu og ónefnd móðir og ónefndar aðrar vinkonur ræddu ónefnt atvik yfir kaffibolla klukkan 6 í morgun. Que Pasa segi ég nú bara. Og áttatíuogsjö kallaði mig gamla... Ég vil samt hér með koma mínu bestu þökkum til Kjartans, frænku hans og vinkonu hennar fyrir að koma mér til bjargar.... TAKK en þið hin megið skammast ykkar



Auður Ösp kl.14:50 þann sunnudagur, nóvember 23, 2003


#





Nokkrar góðar ástæður fyrir því að horfa á RÚV

Mánudagar:

Þessi gaur leikur í Alias og er mjög myndarlegur alveg hreint. Reyndar eru mánudagar verstir hvað þetta varðar en það eru nottla einhverji þarna úti sem fíla Bamba og félaga í Scrubs.

Þriðjudagar:

Þetta er örugglega ein af ástæðunum fyrir því að margar stúlkur setjast fyrir framan imbann á þriðjudagskvöldum, maðurinn er nottla bara sætur en stóra spurningin er... er hann yfir 170cm???

Miðvikudagar:

Miðvikudagar eru eiginlega bestir. Til dæmis bara í ER höfum við Luka (namminamm), Dr.Carter og Pratt. Þetta þríeyki eitt og sér er vel þess virði að glápa á kassann. Þar strax á eftir koma Villi í 200.000 naglbítum og gellan með at. Hann Vilhjálmur var einu sinni hálfscruffy en núna í vetur er hann orðinn að alveg hörkumyndarlegum ungum manni og er hrein unun að horfa á manninn þann. Svo til þess að enda frábært sætalíusar kvöld kemur svo Kelso sem er mjög svo huggulegur.

Fimmtudagar:

Big og Smith eru fastagestir í Sex and the City en það eru allavega einn eða tveir líusar í hverju þætti þar.

Föstudagar, Laugardagar og Sunnudagar:

Þótt það séu engir fastir líusar þessa daga slysast Rúv stundum til sýna góðar myndir og er ég sérstaklega hrifin af alþjóðlega þemanu þeirra á sunnudögum. Þar má yfirleitt sjá fullt af myndarlegum mönnum þótt myndirnar séu misgóðar.

Þannig að þið sjáið að Rúv er alls ekki svo slæmt!!!



Auður Ösp kl.15:53 þann laugardagur, nóvember 22, 2003


#





Til hamingju og ég er ekki karlmaður

Ég vil hér með óska nýbakaðri móður í Naktaklúbbnum hjartanlega til hamingju með afkvæmin. Fékk hún hvorki fleiri né færri en þrjú stykki og heilsast víst bæði móður og börnum vel. Gebba mín.... þú hlýtur að vera afar stolt.

Aðeins að öðrum sálmum. Það hefur borið á því undan farið að mér hafa borist e-mail frá ókunnugum karlmönnum í leit að glaum og gleði á littla skerinu okkar. Ég hef verið ekkert nema elskulegheitin og hjálpað þeim að finna sér húsnæði, veitingastaði, skemmtistaði og hvað sem hugurinn girnist og hafa þeir launað mér með því að draga þá ályktun að ég sé karlmaður á fertugsaldri. Undanfarinn sólarhring hef ég fengið tvö svör þar sem ég var spurð: yo dude, you sure you are not a dude? og byggist þessi ályktun þeirra víst á því hvernig ég skrifa á ensku.

Þetta þykir mér heldur merkilegt og fór ég að velta því fyrir mér hvort að ég sé kannski klofinn persónuleiki. Á íslensku er ég rúmlega tvítug stúlkukind sem hefur gaman að bleikum fötum og Sex and the city en á ensku er ég þrítugur karlmaður sem drekkur bjór í öll mál og vill ekki sjá einhverja kellingu, hvers vegna að binda sig við eina ef mar getur fengið allan heiminn. Ég veit það ekki, kannski er þetta af því að ég er nú ekki eins og fólk er flest og ég hef sjálf oft velt því fyrir mér hvort það sé einhver offramleiðsla á karlhormónum í gangi hérna sem fær mig til þess að hafa gaman að því að fara á strippbúllur og að spila fúsball með strákunum. Mér er mjög minnisstæð verslunarferð okkar Ausa og Gudda í Torremolinos þegar að þeir keyptu sér Veet háreyðingakrem og andlitshreinsikrem og ég keyptu bjórkippu og hnetur. En af hverju kemur þetta betur fram á ensku?? Undarlegt mál allt saman... ef einhver hefur líklega skýringu eru öll svör vel þegin... En ég vil samt bæta því við að ég er stelpa sko... málgleði mín og ást mín á Johnny Depp sanna það sko.....



Auður Ösp kl.12:39 þann fimmtudagur, nóvember 20, 2003


#





Tvöfaldur Piparsveinn

Jah eins og venjulega þá er planið að safnast saman á súlustaðnum í bökkunum á morgun til þess að berja eldsteininn augum. Vona ég í þetta skiptið mæti einhver, þó ekki nema bara tveir eða eitthvað. Það væri gaman að gera þetta að Piparsveinagleði þar sem hægt væri að skipuleggja ónefnt verkefni nakta klúbbsins eða bara hittast horfa á sveinka. Hvað segiði nöktu pésar, er ekki bara spurning um að mæta? Svar óskast!!



Auður Ösp kl.17:27 þann miðvikudagur, nóvember 19, 2003


#





Opið bréf til allra karlmanna þarna úti

Kæru menn!

Ég er ljúf og góð og ekkert sérstaklega ófríð. Mér finnst gaman að elda fyrir aðra og ég er langt frá því að vera tilbúin í einhverjar barneignir. Hvað er eiginlega málið? Mér finnst bara fyrir neðan allar hellur að enginn ykkar hafi nokkurn tíma boðið mér á stefnumót og ég bara skil ekki í mæðrum ykkar að hafa ekki eytt meiri tíma í að uppfræða ykkur um mikilvægi stefnumóta. Í 22 ár er ég búin að sitja og bíða eftir að fá formlegt boð út að borða eða í rómantíska lautarferð en mér hefur ekki einu sinni verið boðið í bío. Þetta þykir mér nú heldur betur fyrir neðan allar hellur og nú er bara kominn tími til að þið takið ykkur saman í andlitinu og hunskast til að bjóða mér út. Ég er orðin þreytt á biðinni og ef ekkert fer að gerast þá hef ég ákveðið að íhuga alvarlega möguleika mína á að komast á samkynhneigt stefnumót. Ef þið viljið ekki missa mig í hendur samkeppnisaðilans verðið þið að grípa til aðgerða sem fyrst. Engan aumingjaskap og koma svo!

Virðingarfyllst
Ykkar Audismaudi



Auður Ösp kl.00:28 þann


#





Áríðandi tilkynning til Nakta klúbbsins

Stúlkur mínar, allar að kíkja á meilin sín varðandi bleika vemmilega verkefnið sem við erum með í gangi. Ítalíu-nöktupésarnir hafa enn sem komið er ekki fengið viðkomandi e-mail en úr því verður bætt um leið og téður nakti klúbbur heldur almennilegan fund. Ef þið eruð alveg að kafna úr forvitni um hvað þetta mál snýst þá varð það rætt á Sólon í sumar og voruð þið báðar viðstaddar, koma hin ýmsu lönd og siðir við sögu og grænmetisdeildin i hagkaupum. ... Koma svo!!!



Auður Ösp kl.03:09 þann sunnudagur, nóvember 16, 2003


#





Tónlistinn

Ég er kannski ekki þekkt fyrir það að vera sérleg áhugamanneskja um tónlist þótt ég hafi nú reyndar alltaf haft sterkar skoðanir á þeim málum. Litli Björn hefur verið svona okkar aðili í þeim málum og svo má auðvitað ekki gleyma einu manneskjunni sem ég þekki sem er í opnberum aðdáendaklúbb Live og hafði mikið fyrir tónleikaferð til Englands í sumar henni Snóru minni. En ég ætla samt að segja ykkur hvað það er sem ég er að fíla í augnablikinu af því að ég er svo hugmyndasnauð og hef ekkert betra að blogga um.

Nr1 Gotan Project
Ég hafði loks upp á disknum þeirra í Skivehugget í Göteborg en þar fann ég einmitt líka diska með Pálma Gunnarssyni og Páli Rósinkrans en það er önnur saga. Ásamt snilldarpeysunni sem ég keypti í Indiska er þetta uppáhaldshluturinn sem ég kom með heim frá Gautaborg og mæli ég sterklega með að allir tékki á þeim. Já og ef einhver á leið hjá Tokyo í dag eða á morgun þá eru þeir að spila þar þá

Nr2 Muse
Það þarf nottla ekkert að tala um þá en þeir eru nottla snillingar og ég er drullufúl að hafa ekki átt pening til að freista þess að næla mér í miða... ohhhh...

Nr3 Amon Tobin
Veit sossum ekkert um þennan mann en það sem ég hef heyrt fíla ég alveg í ræmur. Lagið Slowly er til dæmis mjög gott og svo heyrði ég annað sem heitir Four ton Mantis sem er nokkuð gott líka. Þetta er svona doldið öðruvísi en samt gott einhvern veginn. Þarf alveg að kíkja á hann meira

Nr4 Marvellous
Ég er nú reyndar ekki búin að mynda mér skoðun á þessum ennþá en mér finnst síðan þeirra bara svo helvíti flott að ég verð eiginlega að nefna þau

Nr5 Orishas
Já haldiði að mín hafi ekki bara fundið fyrsta diskinn með þessari stórgóðu kúbönsku hip hop hljómsveit (myndi þetta ekki kallast hip hop annars) á tilboði í CD specialisten í Gautaborg. Þar voru þeir til í stöflum og ég lét þetta tækifæri mér nú ekki úr greipum renna enda mikið búin að tala um um kúbönsku rapphljómsveitina mína. Langar í emigrante líka þannig að Ausi ef þú lest þetta, finna diskinn og lána mér hann svo!

Kent
Ég varð ástfangin af þessu bandi fyrir löngu síðan og verð ég að segja að mér finnst þeir alveg sjö sinnum skemmtilegri á sænsku. Ellinn minn gaf mér einmitt nýjasta diskinn þeirra, á sænsku, í síðbúna ammlisgjöf á meðan ég var úti og er ég alveg búin að spila gat á hann. Finnst Hagnesta hill eiginlega betri samt en kannski vinnur þessi á eftir meiri hlustun.

Önnur lög sem ér alveg að fíla eru Tired of you með Foo Fighters, Satisfaction með Benny Benassi, A little cruel með Harry Manx (einhver kanadískur trúbador), nokkur AMPOP lög, Fun for Me með Portishead og Moloko og Guantanamo með Outlandish.

Þá vitiði það



Auður Ösp kl.01:55 þann laugardagur, nóvember 15, 2003


#





Operation Engan Aumingjaskap 2003

Jæja lömbin mín. Hryssingslegur raunveruleikinn er tekinn við eftir ljúfa dvöl í löndum frænda vorra, Danaríki og Svíaríki. Ekki er laust við það að örlítis "eftir útlönd og Ellann minn" þunglyndis gæti á súlustaðnum á bökkunum þótt undirrituð geri sitt besta í halda því í burtu. Hefur verið ákveðið að taka þann pól í hæðina að minnast heldur yndislegra daga sem ég átti heldur en að trega þá sem ég ekki átti. Elli ég sakna þín samt jätte mycket... eins gott að þið Aron komið hingað um páskana! Bið svo að heilsa prumpublöðrunni.... hehehe

Til þess að þunglyndið nái ekki yfirhöndinni er mín með eitt og annað í pokahorninu til að stytta sér stundir. Til dæmis er ég búin að setja mig í samband við yfirvöld í Flensborg og hef ég komist að því að komandi vorönn er síðasta önnin sem hægt verður að taka utanskóla. Hef ég því ákveðið að semja alveg brilliant umsókn sem ekki verður hægt að neita og skella mér á kaf í skóladjúpulaugina þarna í Hafnarfirðinum. Þá næ ég kannski að taka nokkuð margar einingar fyrir aðeins minni pening en 40.000 kallinn sem kostar að taka 9 einingar í fjarnámi. Nú svo er mín hætt að borða sælgæti og´drekka kóla sem gengur vel enn sem komið er. Ég ætla nebblega að vera mega ofur svakapæja 2006 og fara til Hawai og læra að surfa. Það er alltaf gott að hafa markmið í lífinu. Svo að lokum erum við gamla Þóran með plan sem getur ekki klikkað en ætla ég ekki að fara nánar út í þá sálma hér, ja allavega enn sem komið er en hún ætlar einmitt líka að koma með til Hawai. Góðir tímar framundan



Auður Ösp kl.18:36 þann fimmtudagur, nóvember 13, 2003


#





Buhuhuhu, þetta er búið

Jæja, þá er dagurinn sem ég er búin að kvíða núna í 9 daga runninn upp og ég þarf að pakka niður draslinu mínu og undirbúa mig fyrir 4 tíma rútuferð til kóngsins köbenhavn. Ég bara trúi ekki að þetta sé búið. Ég er ekki tilbúin að fara heim, ég er búin að hafa það svo ótrúlega notalegt hérna hjá honum Ella mínum og er bara ekki tilbúin til að yfirgefa greyið. Og hvað tekur við? Hversdagsleikinn grár og myglaður á þessu skítaskeri sem við búum á, ojbara segi ég nú bara. Mér þykir vænt um ykkur og allt það en ég bara er útlanda sjúk eins og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem þekkir mig og að láta mig setjast upp í flugvél sem er ekki að fara frá Íslandi er eins og að taka sígarettur af stórreykingamanni og taka svo af honum kaffið hans líka bara af grimmdinni einni saman. Eða eitthvað. Ég er bara gráti næst hérna. Og ekki nóg með að ég þurfi að fara heim heldur þarf ég líka að skilja Ellan eftir... ef ég var ekki byrjuð að tárast fyrir þá ætti það gerast uþb akkúrat núna *snökt* Ég lýsi hér með yfir þjóðarsorg í Auðarlandi.

Fyrir ykkur sem vaða í þeirri villu og svima (eða hvernig sem orðtakið er) að ég sé einhver hössler þá þarf ég víst að hryggja ykkur með því að það að ég hef ekkert hitt nágrannann aftur. Reyndar heyrðum við í honum og vininum í nótt þegar þeir hnakkrifust út á götu og inni í húsinu og út um allt. Við náðum ekki um hvað þetta snerist allt saman en reiðir voru þeir. Oh jæja, það kemur sætur nágranni eftir þennan sæta nágranna...



Auður Ösp kl.11:52 þann sunnudagur, nóvember 09, 2003


#





Sæti nágranninn

Það eru komnar myndir inn bæði frá Köben og úr partýinu í gær fyrir þá sem hafa áhuga. Þar sést einmitt margumtalaður sæti nágranninn þótt að hann sé ekki neitt voðalega fótógenískur greyið og hann er miklu meira heillandi í eigin persónu. Kíkið endilega á það



Auður Ösp kl.17:28 þann laugardagur, nóvember 08, 2003


#





Áfengi er djöfullinn part 2

Ég vil fara sem fæstum orðum um fyrrnefnt partý í gærkvöldi, Ausa litla var soldið drukkin..... En ég veit núna hvernig íbúð nágrannans lítur út og meira að segja hvað nágranninn heitir. Nágranninn er sætur.... ég á myndir af nágrannanum.... við nágranninn ætlum kannski að hittast í kvöld já..... mmmmmm nágranninn



Auður Ösp kl.11:43 þann


#





Allt að gerast

Úllala... partý á morgun. Fullt af fólki að koma, reyndar flestir samkynhneigðir karlmenn en þó nokkrir straitarar inn á milli. Eins og sæti nágranni hans Ella sem á örbylgjuofn og leyfir Ella stundum að poppa og svona hja sér. Ég hitti sum sé nágrannan á ganginum í kvöld og heimtaði að Elli færi niður að poppa og sagði honum að bjóða sætalíusnum í partýið. Elli er nottla mjög vel upp alinn eftir 22 ára kynni af mér þannig að hann bara hlýddi og úr varð að fallegi maðurinn ætlar að koma og með vin sinn með sér. Mjög áhugavert. Það verða alveg svona 2-3 stelpur hérna í viðbót en ég er búin að panta nágrannann og læt þær sko vita um leið og þær labba inn um dyrnar. Stelpur mínar, burt með allar skorur og blá augu, nágranninn er minn :O)



Auður Ösp kl.02:16 þann föstudagur, nóvember 07, 2003


#





Letidýr dauðans

Ætlaði alveg rosalega mikið að taka daginn snemma í dag og fara á nokkur söfn og svona. Það gekk ekki alveg eftir og var ég bara að vakna núna, klukkan 2 að staðartíma og nenni varla að hreyfa mig. Elli og Aron eru báðir að vinna og Thomas býr á eyju og það tekur víst langan tíma að komast af henni svo litla ég þarf alveg að sjá um að skemmta mér sjálf. Samt sem áður þá er ég einu sinni í fríi og ég sé ekkert athugavert við það að hanga bara og slappa af. Thomas lofaði mér samt að hann myndi koma með mér á smá safnrúnt á morgun og ætla ég að þiggja það með þökkum, betra að hafa einhvern sem ratar með sér. Þannig að, það er spurning hvort maður kíki annan rúnt í búðirnar í dag eða hvort mar hangi bara heima og horfi á Shrek, það er stóra spurningin. Btw þá er ég búin að henda inn þessum fáu myndum sem ég tók í köben og getið þið kíkt á þær hér



Auður Ösp kl.13:13 þann miðvikudagur, nóvember 05, 2003


#





Guð minn góður

Ef þið hafið einhvern tíma haldið að hlemmur væri vondur staður skulið skal ég bara segja ykkur það að hlemmur er bara eins og leikskóli miðað við stoppistöðina sem ég var á áðan. Litla ég var hálfstressuð fyrir að vera að fara í sporvagninn í fyrsta skipti alein og vissi varla hvar ég átti að fara út eða hvernig þetta virkaði allt saman. Aron vinur hans Ella kom með mér að kaupa kort í sporvagnin og þar inni hittum við mann sem sagði okkur að hann væri á spítti. Svo fór Aron og skildi mig eftir á stoppistöðinni og auðvitað þurfti spíttmaðurinn að vera þar. Það fyrsta sem hann sagði við mig var : Ég reyki hass og ég gerði mitt besta í að taka ekki eftir honum. Hann var ekki sáttur við það og bablaði heil ósköp við mig á sænsku og þegar ég sagðist ekki skilja hann (hélt að það myndi kannski hjálpa) fór hann að hálfæpa á mig alls kyns ófögnuð, ég þekki sko ljótu orðin í sænsku. Ég var nú bara orðin hálfhrædd og æpandi maðurinn var búinn að draga athygli fólksins í kringum okkur að honum. Ég var bara með "ég er bara lítlið hrætt útlendingsgrey svipinn" og fólk brosti hughreystandi í áttina að mér. Að lokum missti æpandi maðurinn áhuga sinn á mér því félagi hans, álíka illa útlítandi, var kominn og vildi spjalla.

Ég forðaði mér út úr strætó skýlinu og horfði á æpandi manninn og félagann fá sér smá hass smók úr epli (úrræða góðir segi ég nú bara) og svo hóstuðu þeir heil ósköp í kór. Svo löbbuðu þeir með sposkan svip á braut og ég andaði örlítið léttar. Það er þangað til vangefin kona í risastórri rauðri dúnúlpu kom upp að mér og sagði eitthvað sem ég skyldi ekki. Ég hugsa að hún hafi verið að betla peninga en ég virtist ekki vera sú eina sem átti í vandræðum með að skilja því svíarnir hristu bara hausinn og spurðu svo hvern annan hvort þeir skildu konuna. Hún æpti nú reyndar ekki en eftir æpandi manninn var ég hálfhvumpin og óskaði þess heitt og innilega að kella færi og vagnin kæmi. Í sömu svifum kom tilkynning í hátalara kerfinu sem tilkynnti að það yrði seinkun á öllum sporvögnunum. Næst kom upp að mér betlari sem ég held að hafi nú ekki einu sinni verið að tala sænsku og ég gerði mitt besta í að horfa bara í hina áttina. Hmm... í hinni áttinni rak ég augun í æpandi manninn og félagann sem voru nú að borða eplið sem þeir höfðu verið að reykja úr. Ég ákvað þá að ég ætla ekki ein út úr húsi aftur á meðan ég er hérna, ég sver það.



Auður Ösp kl.16:19 þann mánudagur, nóvember 03, 2003


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007