Dauði og djöfull

Ok síðasta færsla fyrir útför, já útför!! eins og hlutirnir hafa gengið fyrir þessa ferð getur ekki verið að ég komist lifandi fra þessu. Ég vil líka segja að mér er alveg sama þótt einhver sem þekkir nýju Þóruna lesi þetta en hún er beygla. Ætla ekki segja meira um það mál!!! Sendi ykkur kannski kveðju þegar ég verð peningalaus og köld í köben á meðan konan flytur út og kallinn inn. Andskotans djöfulsins helvítis djöfull!!!



Auður Ösp kl.21:46 þann miðvikudagur, október 29, 2003


#





ÉG GEFST UPP



Auður Ösp kl.14:18 þann


#





Famelían í fréttunum

Jáhá, það er bara svona. Eitthvað er upplýsingaflæðið í fjölskyldunni ekki í lagi því ég var að komast að þessu núna áðan. Flettið niður að árekstrinum klukkan sex á laugardagsmorguninn. Þetta var enginn annar en hann faðir minn, það er sem keyrt var á. Voru dólgarnir sem keyrðu á hann á stolnum bíl og þrumuðu aftan á kallinn á 150-200 km/klst hraða. Líklegt þykir að þeir hafi verið undir áhrifum því þeir flúðu hlaupandi af vettvangi og hafa ekki sést síðan. Það eina sem þeir skyldu eftir sig var farið eftir andlitið á þeim á framrúðunni. Allir fjórir farþegarnir sem voru í bílnum hjá pabba voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Viljiði spá... Þeir voru á 150 -200 km/klst á stolnum bíl á vesturlandsveginum. Annars hefur pabbi það ágætt, er að sjálfsögðu aumur hér og þar og er bílinn vægast sagt mikið beyglaður. Það er verið að reyna að tjasla honum saman og kemur fljótlega í ljós hvernig það gengur. Helvítis hálvitar!!!!!!!!!



Auður Ösp kl.14:18 þann þriðjudagur, október 28, 2003


#





Húsgögnin eru nörd!!!

Ef þið hafðið einhvern tíma haldið að vinir okkar væru kúl stelpur mínar þá mun þetta án efa breyta þeirri skoðun. Kíkið á húsgagna bloggið, smellið og hlustið á það sem Börkur hafði að segja klukkan 6:16 á sunnudaginn, hækkið vel og undirbúið ykkur til að hlæja. Ég trúi ekki að tvær ykkar séu kenndar við menn í þessum hópi... ussususs... :O)



Auður Ösp kl.02:27 þann


#





Ég get svo svarið það

Ekki veit ég hvað ég gerði en ég er búin að laga neðangreint vandamál. Whattarea huh? segi ég nú bara



Auður Ösp kl.00:21 þann sunnudagur, október 26, 2003


#





Smá viðbót

Fattaði allt í einu að í öllum breytingunum þarna um daginn gleymdist alveg að henda inn archives dótinu aftur. Er búin að setja það inn aftur en nú kemur upp einhver svona debug melding þegar ég fer inn á síðuna mína þar sem mér er tilkynnt að það sé unterminated string constant í línu 797. Getur einhver þýtt þetta fyrir mig yfir á mannamál og svo sagt mér hvernig ég á að laga þetta. Sé fyrir mér langar andvökunætur ef ég reyni þetta sjálf. Minn er ekki alveg að skilja!



Auður Ösp kl.00:16 þann


#





Ging gang gúllí gúllí

Þreytti pési náðir yfirhöndinni og fröken "hef ekki tekið mér frí frá frá djammi í 5 ár" er bara heima hjá sér, edrú, og það annað kvöldið í röð. Það er sem ég er edrú, var sko ekki heima í gær.

Ég hef nú alltaf sagt það að Litli Björn sé óuppgötvaður snillingur. Haldiði að kellingin hafi ekki bara verð linkuð inn á batman.is fyrir að benda heiminum á þessi kostulegu mistök sem áttu sér stað í Morgunblaðinu á fimmtudaginn. Mér finnst nú reyndar líka ógeðslega fyndið að af öllum þeim sem kíktu á síðuna hennar þá var einn sem kommentaði og var það einhver brjálaður Justin Timberlake aðdáandi sem var bara bandsjóðandi yfir yfirlýsingum Asaba um kallinn. Æi greyið....

Talandi um Asaba, þá er ég ekki viss um að hún hafi verið búin að deila með ykkur hvað við komumst að einn þynnku-sunnudaginn einmitt hér á súlustaðnum. Asaba þýðir nefnilega steikti á spænsku, er borg í Nígeríu, er tölvufyrirtæki í indónesíu, eitthvað japanskt fyrirtæki og hótel í tokyo. Og við sem vorum vissar um að Pakistan hlyti að koma málinu við....

Að lokum vil ég minnast á að ekki nóg með að við búum á skeri þar sem maður getur ekki einu sinni labbað út í búð án þess að hitta einhvern sem maður þekkir þá er maður ekki einu sinni óhultur á internetinu. Ég var eitthvað að link-hoppa á milli blogga í gær (held það hafi verið í gær) og rakst á þennan mann. Ég ætlaði að vera voðalega almennileg og benda honum á að það væri eitthvað furðulegt í gangi á síðunni hans en komst svo reyndar að því seinna að það var eitthvað furðulegt í gangi á tölvunni niðrí vinnu en ekki á síðunni. Hafði enga hugmynd hver þessi maður var fyrr en í kvöld þegar ég sá þessa mynd og áttaði mig á því að þetta er hann Davíð Elkó gúbbi sem bjó með Friðgeiri og Berki. Lítill þessi (blogg)heimur. Hann borgaði nú einu sinni fyrir mig inn á sport kaffi eftir mikið væl af minni hálfu og ónefnd kona sem stundum hefur verið kennd við Nílarfljót ætlaði sér mjög mikið að næla sér í þennan eðalbita það kvöld. Henni varð ekki að ósk sinni.



Auður Ösp kl.23:29 þann laugardagur, október 25, 2003


#





Ömurleg þjónusta

Okkur Þóru og Birnu var boðið í afmælis- og kveðjupartý í Keflavík í gærkvöldi af einum af mönnunum sem ég æpti svo mikið á um daginn. Við bjuggum til þetta fína afmæliskort með íslenska fánanum á sem hann var alveg rosalega ánægður með og lofaði hann öllu fögru um að setja það á áberandi stað þegar að heim kæmi. Við hittum mennina alla aftur og verð ég að segja að þeir voru mjög kurteisir þótt það væri augljóst að ég væri ekki í miklu uppáhaldi hjá þeim. Ég fékk samt "love" og faðmlaga vitleysuna frá þeim öllum þannig að þeir reyndu allavega að láta sem ekkert væri. Ég er þakklát fyrir það.

Klukkan þrjú þegar við vorum búin að koma afmælisbarninu og henni Birnu á svarta listann héldum við inn til Keflavíkur og skutluðum við mjög svo drukkinni Birnu á strippstaðinn góða áður en við Þóran færum heim. Í fyrsta lagi vil ég hér með leggja fram formlega kvörtun yfir fáránlegum vegaframkvæmdum og illa merktum hjáleiðum í Keflavík down town. Ég er ekki einu sinni með töluna á því hversu andskoti oft ég þurfti að snúa við í þessum fjandans bæ. Í öðru lagi vil ég kvarta yfir ömulegri þjónustulund starfsmanna lúgusjoppna á svæðinu. Við vorum örugglega búnar að bíða í korter eftir þjónustu í lúgunni í Ungó (hversu fáránlegt nafn er það) og fyrir framan okkur var bíll og var stelpa sem hékk út úr lúgunni að kjafta við liðið í bílnum á meðan hún gæddi sér á borgara. Þegar að Þóran spurði hvort það væri opið sagði hún já en fleiri svör fengum við ekki. Þannig að, með miklu attitjúdi, ja eins miklu og lítill Yaris getur verið með, bakkaði ég burtu frá Ungó og brunaði í næstu lúgu. Þar vorum við ekki búnar að bíða eins lengi þegar að Þóran spyr nokkra eðaltöffara sem áttu örugglega að vera heima í bælinu með duddu hvernig gúmmelaðið bragðaðist í þeirri lúgu. Gáfu þeir okkur þær upplýsingar að þar fengist ekkert nema örbylgjuhitaður matur og sneru við þá við á punktinum. Þriðja lúgan selur ekki borgara, bara vondar pylsur eins og við fengum einu sinni að reyna svo stefnan var bara tekin í siðmenninguna í Reykjavík. Meira skítapleisið þessi keflavík. Ég mæli sterklega gegn því að þið beinið viðskiptum ykkar að þessari sjoppu dauðans kennd við Ungó.

Annars eru fimm dagar núna í að Sauðurinn leggi land undir fót og er ekkert nema gott um það að segja. Ég fékk farimiðann í hendurnar í gær og er enn að jafna mig eftir sælustrauminn sem hríslaðist niður hrygginn....Útlönd here I come



Auður Ösp kl.10:55 þann


#





Úff en ljótt

Get ekki ákveðið mig varðandi liti og annað á þessari blessuðu síðu. Einhverra hluta vegna setur angelfire svona litaða kassa utan um myndirnar ef maður notar þær í linka og ég kann ekki að breyta því. Þannig að mér fannst alveg endilega að það þyrftu þá að vera fleiri litir og svo bara finn ég ekki litinn sem ég er að leita að og endaði með þennan ógeðslega bleika lit. Nú svo sjá þeir sem eru ekki með fontinn minn í tölvunni hjá sér ekki þennan flotta font og þá er þetta allt saman hálf kjánalegt. Verð að fara setjast niður og redda þessu máli, reyna að hafa þetta soldið pro looking ha. Búddinn týnist alveg þegar að svona æpandi litir eru allt í kringum hann.

Mín keypti sér annars flugmiðann í dag og eftir nákvæmlega viku verður mín að spóka sig í kóngsins köbenhavn með Ellanum og öðrum vinum. Vegna hræðslu við yfirvofandi flugvirkjaverkfall ákvað ég að kaupa miðann hjá Iceland express en við það tapa ég smá tíma í útlandinu. Fer því ekki fyrr en á föstudeginum en það þýðir að Elli getur barasta komið og sótt mig á flugvöllinn. Svo verð ég degi lengur í Gautaborg og tek flug heim þann 10. í stað þess 9. Guð minn góður hvað ég hlakka til. Litli labbi fer með mömmu sinni út svo að ég geti hlaðið myndunum beint inn á hann og þarf ég þess vegna ekki að hafa áhyggjur af því að eiga bara 16 og 64mb memory stick. Ég er að fara til útlanda... húrra húrra!!!



Auður Ösp kl.17:17 þann föstudagur, október 24, 2003


#





Bachelor kvöld í bökkunum

Hér með er öllum fordómafullum sem fordómalausum, hvítum sem bláum, litlum sem stórum, feitum og mjóum svo framarlega sem þeir séu meðlimir í naktaklúbbnum eða öðrum hliðarklúbbum út frá þeim nakta eða heiti Þóra, boðið á súlustaðinn í kvöld til þess að sjá hinn unga herra Firestone kremja hjörtu missaklausra kvenna. Engar veitingar verða á boðstólum þar sem undirrituð á lítið annað en nokkur grjón og pastasósur af öllum gerðum. Reyndar er til eins og hálfur poki af osta doritos sem ykkur er velkomið að narta í en annars er mælt með stoppi í sjoppu áður en komið er. Vonast ég til að sjá sem flestar og látið þetta endilega berast þar sem það er enginn inneign á símadruslunni ( eftir að hafa hringt 17 sinnum í Þóru og James um helgina til þess að spyrja hvar þau væru (Á KLEPPSVEGI AUÐUR))






Auður Ösp kl.15:54 þann fimmtudagur, október 23, 2003


#





Kannski að þetta blogg sé ekki svo vitlaust eftir allt

Ég man ekki betur en að mennirnir í okkar lífi (húsgögnin okkar neð meiru) hafi eitthvað minnst á það fyrir löngu að þeim þætti þetta bloggvesen alveg óskiljanlegt. Nú eru eins og allir vita Bjarninn og Konninn farnir að blogga af krafti en þeir létu ekki þar við sitja. Nehhheeeeiiii. Nú eru þeir nefnilega farnir að blogga á annari síðu að auki sem þeir kalla því skemmtilega nafni mennirnir og það eru ekki einungis þeir tveir heldur bara allir hópurinn eins og hann leggur sig held ég sem koma sínum skoðunum á framfæri þar. Ætli þetta sé ekki eitthvað sem hefur komið upp á alræmdum mánudagsslúðurkvöldum og að sjálfsögðu er þar fáklæddur kvenmaður er prýðir síðuna. Mæli með því að þið tékkið á þeim!



Auður Ösp kl.13:17 þann miðvikudagur, október 22, 2003


#





Á morgun segir sá lati

Mér hafa borist kvartanir varðandi lélegheit mín á þessari forlátu bloggsíðu. Fannst mér þær reyndar koma úr hörðustu átt ( ha snóra) þar sem viðkomandi hefur nú ekki verið kvenna duglegust við þetta sjálf. En nú veit ég reyndar líka að sú hin sama á ekkert líf þessa dagana og hefur hún því aðeins alnetið til þess að skyggnast inn í líf vinkvenna sinna. Ég biðst hér með afsökunnar á bloggleysi síðustu vikna. Ég var bara uppgötva photoshop og svo er ég með smá verkefni í gangi sem hefur einnig tekið tímann sinn. En nú mun ég reyna að bæta mig.

Af mér er lítið að frétta svo sem nema kannski helst það að ég eftir nákvæmlega 9 daga mun ég bregða undir mig betri fætinum og skreppa með eitt stykki járnhrúgu á vit ævintýranna í Köben. Þar ætlar hann Elli minn að taka á móti mér og ætlum við aðeins að sletta úr klaufunum þar. Síðan verður haldið með eins mikinn vodka og við getum borið yfir til Gautaborgar þar sem við ætlum að hafa það huggulegt og bráðskemmtilegt í nokkra daga. Í allt mun þetta ferðalag taka mig 10 daga og get ég hreinlega ekki beðið þar sem ég hef barasta aldrei komið þangað. Ég held nú reyndar að við Elli getum skemmt okkur konunglega saman þótt við værum í miðri eyðimörk og ég tala nú ekki um þegar að við höfum ekki sést í tæpt ár eins og núna. Elli minn ég get ekki beðið.

Það kom mér nokkuð á óvart þegar ég las síðuna hennar Erlu að hún kallaði mig "booty shaking mama", sagði að ég hefði gengið til liðs við "Píanóbarsliðið" og að lokum endaði hún þennan skemmtilega pistil á að segja enga kana takk. Ég veit ekki hvaða álit hún Erla hefur á mér eða hvort að það sé mjög slæmt í hennar bókum að vera orðuð við þetta "píanóbarslið" en mér fannst þetta vægast sagt soldið spes. Fyrst af öllu vil ég segja að mér finnst ég ekki þurfa að réttlæta gjörðir mínar sérstaklega þegar að allt sem ég gerði var að bjóða mönnum sem voru ekki íslenskir í partý. Ég sé ekki alveg glæpinn í því. Í öðru lagi má það vera að þessir menn komi frá landinu stóra sem engin vill kannast við að vera frá þessa dagana en það er bara ekki þeim að kenna, þeir bara fæddust þarna. Værir þú Erla mín að skrifa um þetta undir þessum formerkjum ef að þeir hefðu verið danskir eða breskir? Sjálf hef ég staðið mig að því að líta niður á þessa vitleysinga sem vita ekki neitt um neitt nema það séu rendur og stjörnur á því en ég er persónulega að reyna að vinna bug á þeim fordómum. Það er eitt að fara með stór orð og bölva einhverju landi en það er annað að viljandi hunsa þegna þess einfaldlega vegna þess að þeir eru þaðan. Kallið þið mig bara það sem þið viljið en ég skemmti mér ótrúlega vel og þessir menn voru mjög almennilegir.

Ég sá Chicago í gær og verð að segja að mér fannst ekki mikið til hennar koma. Ég horfði líka á Blue Crush um daginn (bara af því að mér finnst Michelle Rodriques algjör töffari) og var hún ekki jafnömurleg og maður hefði haldið. Söguþráðurinn var reyndar mjög slappur og leikurinn ekkert til að hrópa húrra yfir en litirnir og öll sjávar atriðin voru soldið flott. Allavega langaði mig að fara að læra að surfa eftir að hafa horft á hana. Svo keypti ég mér So I married an ax murderer um daginn á dvd og er sú mynd algjör snilld. Mike Myers var alveg málið áður en Austin Powers ævintýrið hófst.



Auður Ösp kl.12:28 þann þriðjudagur, október 21, 2003


#





The fabulous four, Matt, Brian, Memo and Paul

First of all I just want to say that I thought last night was excellent and I really enjoyed having you guys over and that goes for all seven of you. I enjoy meeting new people and I'm happy to have gotten the chance to get to know you. Having said that I also want to say that I am really really sorry for what I said in the car! When I get drunk I have a big mouth and unfortunately very few thoughts to back it up. What I said was not only insensitive and inappropriate but just down right mean as well. I didn't have clue what I was on about and I didn't mean most of it. I'm not a bad person and I don't want you guys to leave the country and tell your friends back home about the horrible bitch you met one night in Iceland.

I really am sorry and I do mean it. Hope you accept my apology

PS. click on the pic of the game to see the rest of the photos I took (that were in focus that is)



Auður Ösp kl.18:40 þann sunnudagur, október 19, 2003


#





Bláir menn í bökkunum



Jæja í gær komu loksins margumtalaðir bláir menn í heimsókn á súlustaðinn. Reyndar var enginn þeirra blár en ég bjóst nú svo sem ekkert við því. Þeir beiluðu alveg á að gefa okkur að borða eins og þeir lofuðu en átu þess í stað matinn okkar... illa uppalið þetta lið. Annars voru þeir bara hin ágætasta skemmtun og ljúfmenni, það er allir aðrir en höfuðpaurinn sem sýndi sínar verstu hliðar í gærkvöldi. Mér hefur fundist hann ágætur hingað til en hann var ekki mjög skemmtilegur í gær. Mér leist heldur ekkert á hann í morgun þegar hann kom með eitthvað blik í auga að sækja visa kortið sitt sem hann hafði skilið eftir og sagði að hann langaði að kynnast mér betur. Ég er nú bara ekkert svo viss um að ég kæri mig um það. En allir eiga sínu slæmu hliðar svo við skulum nú ekki afskrifa manninn alveg. Félagar hans hinsvegar voru kostulegir og fannst mér eins og ég væri kominn inn í einhverja vonda ameríska unglingamynd þegar ég hlustaði á þá tala. Respect shorty! yo ho og tupac í græjunum. Nokkrir þeirra voru svo elskulegir að skutla mér heim úr bænum og þakkaði ég þeim fyrir með því að halda reiðilestur yfir þeim um bandarísk stjórnmál og verð ég að viðurkenna mál mitt var ekki vel rökstutt. Minnti soldið á samtalið í Sala þar sem bestu rökin sem ég kom með voru you guys suck . Mér fannst eitthvað svo fyndið hvað þeir urðu æstir og þá fór ég bara að þvaðra tóma steypu til þess eins að æsa þá upp. Ég er líklega mjög heppin að vera bara á lífi til þess að skrifa þessa færslu. En ég baðst afsökunar áður en ég fór út úr bílnum og ég fékk þetta sérameríska kveðjufaðmlag (engin smá faðmlaga vitleysa í gangi hjá þessum mönnum) að skilnaði og nice meeting ya og allt það. Þannig að nú getið þið kallað mig kanamellu á milli þess sem ég er marokkóhóra og útlendingasegull. Gebbulingurinn og Eddan skemmtu sér nú reyndar mjög vel líka þótt þær séu yfirleitt ekki orðaðar við erlenda menn og þær gáfu símanúmerið sitt sem er nú meira en ég get sagt. Ekkert smá stór gaur!

Til þess að taka þetta saman þá skemmti ég mér mjög vel og vona að aðrir hafi gert það líka, ég er hrædd við James hér með og ég legg til að nakti klúbburinn fari í kringluna og kaupi sér der/skyggni... þau eru ekkert smá töff



Auður Ösp kl.16:30 þann


#





Ekki gleymt bara geymt

Elsku besta Sigga skokk.... var ekki búin að gleyma þér.... til hamingju með ammlið Oral Olga ;)

Ása mín... ég var reyndar búin að óska þér til hamingju en samt sem áður ætla ég að segja það aftur... til hamingju litli björn!!

Svo vil ég líka bjóða Þóruna, Laumus og Bjarna velkomin í bloggheima... ég vænti mikils af ykkur öllum!



Auður Ösp kl.02:45 þann laugardagur, október 18, 2003


#





Tímaþjófur dauðans

Það er ekkert lítill tími sem fer í að gera smá breytingar á svona síðu, sértstaklega þegar maður veit ekki alveg nákvæmlega hvað það er sem maður er að gera og er þess vegna eiginlega bara að giska. Jæja, giskið mitt í kvöld virðist ekki hafa eyðilagt neitt og ég held svei mér þá að þetta sé nú bara aldeilis fínt. Ég lofa að fara að skrifa eitthvað skemmtilegt hérna bráðum.... þið verðið bara að sýna mér þolinmæði á meðan ég geng í gegnum þetta "best að fikta soldið í templateinu" skeið sem ég er á. Kannski að ég segi ykkur einhvern daginn frá bláu mönnunum með smyglaða kjötið sem ætla að grilla á ryðhrúgunni út á svölum hjá mér um næstu helgi... en sú saga kemur samt ekki í kvöld. Í kvöld ætla ég nebblega að fikta soldið meira



Auður Ösp kl.23:31 þann mánudagur, október 13, 2003


#





Á fiktinu kemstu áfram

Það hafa opnast fyrir mér nýjar víddir. Ég skil fullt af hlutum sem ég skildi aldrei áður. Með því að fikta sig áfram getur maður allt. Ég er að spá í að fara að fikta í fleiri hlutum sem ég hef aldrei skilið og sjá hvort ég læri ekki eitthvað nýtt. Konan sem vissi ekki einu sinni hvað blogg var fyrr en í febrúar er allt í einu bara farin að skilja hitt og þetta í öllu þessu html dóti.... Konan sem kunni ekki einu sinni að sjóða kartöflur er farin að halda matarboð þar sem hún fer EKKI eftir uppskrift..... fjandinn sjálfur ég bara á eina eða tvær heilasellur eftir. Skál fyrir því!!!



Auður Ösp kl.01:22 þann


#





Flókið verður einfalt



Í marga mánuði er ég búin að vera að reyna að fatta hvernig svona myndir á bloggum virka og svo allt í einu um daginn þá kom smá ljósglæta sem opnaði nýjar víddir í þessum efnum eins og myndin hér að ofan sýnir. En svo í dag, já í dag, fór sólin að skína.



Auður Ösp kl.15:42 þann sunnudagur, október 12, 2003


#





Snilldin ein

Laumulesarinn minn er komin með sína eigin bloggsíðu og urlið er laumulesari.blogspot.com. Mér finnst ég eiga soldið í honum því það var nú ég sem sakaði hann um það í byrjun að vera laumulesari og þannig byrjaði öll þessi launung og leynimakk. Allavega kíkið á laumus. Eitt skil ég reyndar ekki alveg, hvenær urðu þessir laumulesarar eiginlega tveir??? Eru fleiri sem laumast til að lesa bloggið mitt? Getið þið ekki aðgreint ykkur sem dularfulli lesandinn og laumulesarinn eða eitthvað? Eða bara með númerum? Svona svo ég viti hver er hvað... Skemmtilegt mál allt saman .... hehehe



Auður Ösp kl.20:28 þann laugardagur, október 11, 2003


#





Loksins loksins

Jæja laumulesari... þá er komið að því sem þú ert búinn að bíða eftir... Hin margumtalaða húsgagnaútskýringin. Þannig er mál með vexti að karlmenn eru svín eins og allir vita og hér áður fyrr var ég manna duglegust að tilkynna þeim það með ýmsum hætti. Notaði ég til þess þessa ágætu síðu, setti marglita tilkynningu í eldhúsgluggan hjá mér og sagði það bara beint framan í þá, yfirleitt við lítinn fögnuð viðstaddra.

Nú er það svo að þótt fuglabjargið sé stórt og mikið þá er mikið af strákum í litla hópnum okkar líka. Urðu þeir oftar en ekki vitni að því þegar ég var að hella úr skálum reiði minnar og skiljanlega sem karlmenn þá tóku þeir þetta til sín. Eins og fuglabjargið veit þá eru þessu grey engir karlmenn í okkar augum þótt að við séum með því ekki að gera lítið úr karlmennsku þeirra. Í okkar augum eruð þið nefnilega húsgögn.

Það er gott að vera húsgagn. Þau eru flest stór og sterk en umfram allt traust. Maður þarf ekkert að vera í sínu fínasta pússi í kringum þau og þau taka manni nokkurn veginn eins og maður er. Þau reyna ekki að gleypa mann þegar maður labbar fram hjá þeim eða sest í þau. Sumir ákveða reyndar að skjóta bara rótum í sófanum og fara þaðan aldrei eins og ónefndur ítalíufari en í flestum tilvikum er það ekki svo. Húsgögin bara eru þarna einhvern veginn.

Þið megið ekki misskilja mig, þótt að við lítum á ykkur sem húsgögn þá þýðir það ekki að við kunnum ekki að meta ykkur. Lífið yrði ansi tómlegt án húsgagna og er íbúðin mín til dæmis góður vitnisburður um það. Og húsgögnin eru sko alls engin svín, allavega ekki við okkur. Hey, ég sagði aldrei að þetta væri gáfuleg útskýring en svona er það. Ég er líka viss um að fuglabjargið lætur í sér heyra og þær hafa væntanlega einhverju við þetta að bæta og þá meina ég öðru en skammir fyrir það að ég skuli kalla þær fuglabjarg.



Auður Ösp kl.15:32 þann fimmtudagur, október 09, 2003


#





Dauði og djöfull

Áfengi er djöfullinn og gulrætur eru ekki góðar !!!



Auður Ösp kl.18:01 þann sunnudagur, október 05, 2003


#





Húrra húrra

Þetta tók ekki langan tíma... úr brúnu yfir í grátt.... mycket bra!!!



Auður Ösp kl.22:36 þann miðvikudagur, október 01, 2003


#





Það er bara svona

Haldiði ekki að mín hafi ekki bara sett sína eigin mynd inn á bloggið. Ég sagði ykkur að mér ætti eftir að takast þetta. Reyndar þá ætti myndin eiginlega að vera grátóna en ekki svona brúntóna en það er vandamál sem minn ágæti heili verður bara að takast á við núna. Ég er bara ekkert að skilja hvernig maður gerir þetta í photoshop, einu sinni átti pabbi gamli snilldar teikniforrit sem var svo einfalt og auðvelt i notkun en því var skipt út fyrir photoshop og síðan hef ég ekki skilið neitt í neinu. Snilldarpési. Og ég tók myndina sjálf og allt. Jæja best að fara að grúska aðeins meira



Auður Ösp kl.21:51 þann


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007