JEEESSSS

Tveir og hálfur tími í 40 tíma vinnupásu!!!! Get ekki beðið..... Langar ekki að vera hérna.... spurning um að fá skyndilega magakveisu eða eitthvað, það virkaði hjá Hlíbbinu á Sunnudag (hún var reyndar í ALVÖRU með magakveisu). Úff.... þú getur þetta, koma svo.... einbeita sér að tölunum.



Auður Ösp kl.16:11 þann þriðjudagur, september 30, 2003


#





Ég er nörd

Ég var að breyta linkunum á vinina sem blogga. Af því að Hlíbbið er á einhverju hösslskeiði þessa dagana ákvað ég að kalla hana hössl hlíf.... svo hló ég voða mikið..... er ekki smokkurinn ágætis hössl-hlíf??? hahaha.... ég held ég ætti að fara að sofa, húmorinn er ekki á háu plani sem stendur..... hahaha hössl-hlíf



Auður Ösp kl.02:53 þann mánudagur, september 29, 2003


#





Wining and dining with the Naked Club

LOXOMMA:dregið af enska orðinu "dilemma" og þýðir kómísk tilvistarklemma....

Edda Ásgerður, þú ert snillingur ;O)



Auður Ösp kl.04:06 þann sunnudagur, september 28, 2003


#





Rassa-Auður kemst í feitt

Ég hef stundum tekið upp á því að klípa sæta stráka í rassinn eins og Fred og Gebba vita. Ég veit ekki hvað þetta er með mig en ég er bara hrifin af stinnum rössum, það verður bara að viðurkennast. Allavega, áður en ég deili allt of miklu með ykkur varðandi rassaáhuga minn þá ætla ég að segja ykkur litla sögu.

Við Gamla-Þóra (sem verður árinu eldri á mánudag, til hamingju ef ég skyldi gleyma því) skruppum á smá tjútt í gær sem endaði sem heljarinnar tjútt reyndar en það er önnur saga. Eftir að hafa kvatt huggulegasta mann sem ég hef talað við þetta árið var förinni heitið á glaumbar þar sem fleiri myndarlegir menn urðu á vegi okkar. Þeir voru skoskir og alveg helvíti hressir. Því miður var myndavélin orðin batteríislaus þegar hér er komið við sögu svo engar náðust af þeim myndirnar.

Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það atvikaðist en einn þeirra dró mig að einum félaga sínum og biður mig vinsamlegast að klípa hann í rassinn. Ég var nú heldur betur til í það og gerði bara eins og mér var sagt. Síðan átti ég að klípa þriðja félagann og að lokum var ég orðin einhvers konar dómari í "who want's to have the firmest ass" keppni. Mér leiddist það sko ekki og kleip og þukklaði af mikill innlifun og komst að því að maðurinn sem startaði keppninni var með besta rassinn. Ef einhverjir sætir strákar þarna úti vilja fá sérfræðiálit á hver sé með besta rassinn megið þið bara hafa samband, ég er alveg í æfingu sko.

Eftir keppnina miklu vorum við saman í hring að dilla rössunum og stígur þá forsprakkinn inn í miðjan hringinn, hallar sér að mér og biður mig að gera sér greiða. Greiðar hans til þessa höfðu verið miklir ánægjuaukar fyrir mig svo ég jánkaði og beið spennt eftir því hvað biði mín. Þá gerir minn maður sér lítið fyrir, girðir niðrum sig og berar bossann og bendir mér pent að slá á hann. Það er eitt að klípa rass eða tvo en allt annað að slá menn beint á beran bossann. En mér fannst þetta svo gríðarlega fyndið ég bara rassskelti hann á beran afturendann og skildum við bara sátt eftir þessar flengngar. Frábærlega fyndnir gaurar. Þeim var boðið í eftirpartý á súlustaðinn en þeir voru því miður á heimleið klukkan níu í morgun svo ekki gátu þeir þegið boðið. Helvíti skemmtilegt kvöld alveg hreint, Þóran og Birnan klikka aldrei



Auður Ösp kl.15:11 þann laugardagur, september 27, 2003


#





Orðabækur og önnur uppflettirit

Ég fletti upp í orðabók í dag og komst að mörgu skemmtilegu. Hvaða orðabók var um að ræða eða hver gaf hana út skulum við ekki ræða hér en þetta er það sem ég komst að:

SAUÐUR: Sá er getur ekki munað eftir að taka með sér lykla, skrúfa fyrir krana, slökkva undir hellum, að gefa kettinum eða annað sem viðkomandi ætti að muna eftir. sjá einnig auður

HÁSKÓLASTÚDÍNUR: Flokkur kvenna er felur sig á bak við lestur og fyrirlestra þegar allir vita að ástæðan fyrir veru þeirra í Háskólanum eru sætu strákarnir og djammið

BEYGLUR: Hver einasta lifandi vera getur talist til beyglna. Yfirleitt notað um kvenmenn sem þykja ekki góður fengur

IMBAHALI: Menn sem hafa verið orðaðir við ákveðnar konur á einn eða annan hátt. Dæmi um notkun: Búálfurinn er algjör imbahali

MAROKKÓMENN: Allir menn sem eru af erlendu bergi brotnir og dirfast að yrða á dökkhærðar græneygðar konur sem geta ekkert að því gert að hafa undarlegt aðdráttarafl á fyrrnefnda menn. Oft notað um menn með dökkt yfirbragð og skrýtinn hreim





Auður Ösp kl.16:31 þann föstudagur, september 26, 2003


#





Konur til sjávar og sveita takið eftir

Ertu einhleyp? Ertu orðin þreytt á að heyra ömmu og allar frænkurnar spyrja þig í jólaboðinu af hverju þú eigir ekki kærasta? Ertu tilbúin að hagræða aðeins sannleikanum til þess að fá frið?

Í fyrsta skipti á Íslandi býðst ykkur stúlkur mínar að leigja ykkur karlmann til þess að taka með í jólaboðin. Hann er stór og sterkur, fjallmyndarlegur og með einstaka hæfileika til að skjalla kvenfólkið. Þegar þið mætið með þennan myndarmann í boðið á Bibba frænka eftir að verða græn af öfund og amma í sveitinni á eftir að vilja ættleiða hann. Var hann þjálfaður í hlýðni af undirritaðri sjálfri og þið þurfið engar áhyggjur að hafa af því að hann skilji setuna eftir uppi.

Allt þetta getur orðið ykkar fyrir afar sanngjarnt verð. Öll upphæðin fer í góðgerðamál, það er að hjálpa tveimur fátæklingum í Reykjavik. Látið ekki hanka ykkur á kærastaleysinu aftur, takið málin í ykkar hendur og látið af ykkur gott leiða. Allar nánari upplýsingar veiti ég í kommenta linknum hér að neðan.

(Hvernig fannst þér þetta plögg ha?)



Auður Ösp kl.22:02 þann mánudagur, september 22, 2003


#





Spurning um að grafa sér bara væna holu

Hafið þið einhvern tíma spáð í því hvað það er til ótrúlega mikið af fallegu og spennandi fólk þarna úti. Næstum allir sem ég hitti hafa eitthvað við sig sem mér þykir spennandi eða áhugavert. Það líður ekki sá dagur sem ég tala ekki við fólk sem veit meira en ég. Allt þetta fallega, skemmtilega og gáfaða súperfólk gerir lífið miklu flóknara fyrir meðaljóna eins og mig. Ég hef marga góða kosti og er örugglega vænsta skinn inn við beinið en ég skara ekki fram úr á neinu sviði. Ég efast um að fólk verið uppnumið þegar það hittir mig í fyrsta skipti eða ég hafi bein áhrif á líf þess. Enda er ég alls ekki að leggja mig fram við það að vera einhver ofurkona.

Gerir ofurfólkið sér grein fyrir hæfileikum sínum eða fegurð? Þjáist það af samskonar vanmáttartilfinningu og ég gagnvart öðrum í þessum heimi? Hver ákveður hver er áhugaverður?

Ég held að þetta sé allt spurining um markaðssetningu. Við búum til ímynd fyrir okkur sjálf sem við reynum að fylgja og allt snýst þetta um að selja okkur öðrum. Hvers vegna annars göngum við í skóm sem eru hannaðir með það eitt i huga að brjóta á okkur lappirnar? Ég virðist eitthvað hafa verið utangátta á þessu námskeiði sem allir fóru á áður en þeir hófu þetta líf. Ég gleymdi alveg að pæla í þessari ímynd og endaði bara sem eitthvað furðuverk sem erfitt er að lýsa. Ég er ekki í augljósustu hillunum á markaðnum, ég er meira svona grúskaravara sem einhver heppin spekúlant á eftir að finna eftir að hafa rótað lengi í einhverri tilboðskörfu. Ég er ekki í nógu fancy umbúðum og henta því ekki til útstillinga.

Neihhh... þetta er bara svona pæling.....



Auður Ösp kl.03:10 þann sunnudagur, september 21, 2003


#





Hvur andskotinn

Held barasta að mér hafi tekist að setja inn kommentakerfi og láta það virka eins og það á að virka.... þetta er nú bara of gott til þess að vera satt svei mér þá



Auður Ösp kl.14:21 þann laugardagur, september 20, 2003


#





Öfund

Gæti það veið að maður sé öfundsjúkur út í frændann og Sunny? Gæti það verið að maður gæti alveg hugsað sér að vera í fallhlífarstökki á nýja sjálandi einn daginn og fastur í gosbrunn í Sydney þann næsta? Ég á bara erfitt með að lesa ferðasöguna þeirra og ekki hjálpa þessar myndir þeirra. Í hálft ár eru þau búin að vera að gera allt sem mér hefur nokkurn tíma langað að gera og þau fá að gera það í allt að hálft ár í viðbót. Þetta er nefnilega málið. Ég tala um að gera hlutina, þau bara gera þá. Þannig að ekki nóg með að ég öfundi þau af ferðalaginu heldur öfunda ég þau líka af þessu frumkvæði sem þau virðast hafa. Og ég sit hérna í þessu krummaskuði sem Reykjavík er sótill út í sjálfa mig fyrir að vera ekki að gera eitthvað skemmtilegt. Andskotinn sjálfur og allir hans púkar!!!



Auður Ösp kl.14:10 þann


#





Lét plata mig enn einu sinni

Haldiði ekki að mín sé ekki bara orðin formaður starfsmannafélags kexsmiðjunnar. Eftir að hafa farið yfir aðdragandann að þessu máli vel og vandlega þá get ég ekki fyrir mitt litla líf skilið hvernig þetta gerðist. Það var fundur í morgun og bara 20 mín seinna var verslunarstjórinn farinn að kalla mig Auði Formann (sá hinn sami og er búin að skemmta sér síðustu vikur að kalla mig allt frá gjaldkera upp í framkvæmdastjóra). Hvað er ég búin að koma mér útí? Ég kann ekkert á svona félög og svo á ég að fara að þefa uppi einhver týnd gögn og bókhald fyrri stjórnar. Ja, þetta fólk veit ekki hvað það er búið að kalla yfir sig.... ó þvílík pressa að þurfa allt í einu að vera sniðug og uppátektarsöm!!!!



Auður Ösp kl.12:28 þann fimmtudagur, september 18, 2003


#





Ekki húsgagnaútskýring en samt soldið skemmtilegt

Eins og fólk kannski veit þá er búið að setja á laggirnar sérstakt man félag eða double dare eins og Gebbið vill kalla það. Orsakaði þetta félag einmitt að Hlíbbið fór á blint stefnumót og Gebbið söng í idol. Nema hvað að þegar kom að minni þá átti að senda undirrtiaða í djúpu laugina og það sætti mín sig ekki við. Ég hef löngum sagt að ég mun aldrei fara í djúpu laugina en reyndar verð ég að draga það til baka því fyrir milljón færi ég, ekki krónu minna.

Allavega, ég fékk þann stimpil á mig að vera kjúlli dauðans (frá ekki lakara fólki en freðýsunni í kringum djöfulsins sæta viðbjóðinn og fleirum) og allt í lagi, þið megið alveg kalla mig kjúlla en í djúpu fer ég eigi.

Ég fékk símtal í dag Hæ, þetta er Auður hérna djúpu lauginni. Hefurðu ennþá áhuga á að taka þátt? GERÐUR BJÖRK!!!!!!. Þá hafði hún Gebba littla og Hobbitinn skráð mig og skemmtu þær sér konunglega við að við að búa til umsókn sem að þær svo sendu. Haha, í samráði við hana nöfnu mína sundlaugarvörð sneri ég vörn í sókn eftir að hafa harðneitað að fara sjálf og gaf sundlaugarverðinum símanúmerið hjá henni Gebbu litlu. Skömmu síðar hringdu þau í hana. Að sjálfsögðu neitaði hún líka en gaf sér samt tíma til að útskýra fyrir djúpu laugar fólkinu hvernig ég hefði guggnað á áskorununi. Vil samt minna á að það kom aldrei nein formleg áskorun um þetta mál þannig að tæknilega séð þá guggnaði ég bara ekki neitt. Eftir mikinn hlátur og skemmtilegheit ákváðu hinir meðlimir klúbbsins að við Gebba færum bara saman og fengjum double date. Mér líst persónulega ekkert á þetta mál en ég verð bara með sjálfsálitið í molum yfir þeirri útreið sem ég fæ þegar ég neita að taka þátt í þessari áskorun líka. Mér finnst samt bestu punktarnir í þessari umsókn þetta með mið-austurlöndin (finnst þessir brandarar lúmskt fyndnir þótt ég sé komin með óttarlegt leið á þeim), börnin og hússtörfin (já einmitt) og staðreyndin að þeim fannst nauðsynlegt að kalla mig bæði óheillakráku og ólukkupésa. Þessir vinir sem maður á!



Auður Ösp kl.00:36 þann


#





UFFPUFF

Ég get ekki fengið kommentin til að virka eins og þau eiga að virka svo ég tók þau bara út. Ef þið hafið eitthvað að segja er hægt að skrifa bara í gestabókina. Þessum endurbótum fer senn að ljúka og þá get ég farið að skrifa eitthvað skemmtilegt aftur.... og laumulesari, húsgagnaútskýringinn fer alveg að koma, ég lofa



Auður Ösp kl.14:31 þann þriðjudagur, september 16, 2003


#





Hmmm

Af hverju kemur sama kommentið undir hverri einustu færslu? Þetta pirrar mig óstórnlega og ég bara skil ekki hvað málið er... Ansans skransans




Auður Ösp kl.21:52 þann sunnudagur, september 14, 2003


#





Óþolandi

Mikið rosalega finnst mér leiðinlegt þegar að mar er búinn að skrifa einhverja romsu og manni hefur meira að segja tekist að vera soldið fyndinn og Blogger bara týnir öllu saman. Segir ekki einu sinni fyrirgefðu eða neitt. Óþolandi helvíti mar.

Það eru komnar myndir úr kveðjupartýinu hjá Huldu. Fyrsta og örugglega ekki síðasta skiptið sem nýja myndavélin var höfð með í för í svona samkomu. Kíkið endilega á þær



Auður Ösp kl.19:15 þann


#





Jæja já

Eins og glöggir lesendur ættu að hafa áttað sig á þá er ég aðeins búin að breyta útlitinu á þessari ágætu síðu. Fyrir vikið hafa allir hlutir eins og teljarar, gestabækur og kommentakerfi dottið út. Kem til með að laga það fljótlega. Mér finnst þetta nokkuð kúl útlit þótt það væri flottara ef það væri mitt eigið. En myndinni breyti ég um leið og ég læri hvernig það er gert. Úr því að mar drullaðist ekki í skóla í vetur þá nýtir mar bara tímann í að læra eitthvað nýtt. Best að stökkva út í næstu bókabúð og kaupa bækur um frontpage og photoshop. Ji hvað mar er að verða mikið nörd



Auður Ösp kl.01:20 þann laugardagur, september 13, 2003


#





NÝTT NÝTT NÝTT


Hef ekki tíma til að skrifa mikið en vildi bara segja að það eru komnar nýjar myndir og þær ættu að vera sérstaklega skemmtilegar fyrir Salamanca pæjur og aðra meðlimi nakta klúbbsins. Tékkiði á þeim!



Auður Ösp kl.19:57 þann föstudagur, september 12, 2003


#





Óttist eigi lömbin mín

Nei, Sauðurinn er ekki hættur að blogga. Nei, Sauðurinn er ekki horfinn af yfirborði jarðar. Nýju fínu græjurnar mínar eru bara ekki að standa sig og eru tölvan og adsl draslið búið að vera á verkstæðinu alla vikuna og ekkert gengur að komast að því af hverju í fjandanum routerinn er ekki að virka eins og hann á að virka. Þetta er búið að vera meira ævintýrið. Svo er ég bara svo fjandi upptekin í vinnunni að mér gefst lítill tími til annars en að kíkja á meilin mín og hugsanlega kíkja á annara manna blogg. Pappírsfjöllin hrúgast upp og ég hef bara ekki við. En mér sýnist á öllu að ég nái kannski að lækka fjöllin nóg í dag til að geta snúið mér að öðrum verkefnum... LOKSINS!!!

Það eru allir að fara til Spánar. Huldan fer á mánudaginn, Golfkallinn (vinnufélagi minn) fer um mánaðarmótin ásamt kærustunni, dóttir yfirmannsins míns fór í gær, pabbi og konan fara í næstu viku og bara allir nema ég eru að fara held ég. Bévítans andskotans bara. Mig langar líka til spánar :O(

Jæja, vonandi kemst allt þetta rusl í lag sem fyrst svo mar geti nú farið að blogga almennilega. Langar líka að gera smá útlitsbreytingar og svona....

Over and out í bili



Auður Ösp kl.13:10 þann fimmtudagur, september 11, 2003


#





Ég var í sakleysi mínu að vafra um netið í veikindum mínum og rakst á þessa síðu. GUÐ MINN ALMÁTTUGUR!! Ég á bara ekki orð..... Myndirnar á síðunni tala sínu máli.

Það er augljóslega einhver hormónastarfsemi í gangi hjá minni því eftir að hafa slefað yfir þessu hér að ofan rakst ég á þessa síðu, þetta er eiginlega soldið fyndin hugmynd en vel þess virði að kíkja á

Ég held ég ætti bara að láta staðar numið hér, áður en ég tapa mér alveg í þessari vitleysu. En ég vil bara vita hver hefur staðið fyrir því að fela alla þessa fallegu menn fyrir mér



Auður Ösp kl.17:27 þann sunnudagur, september 07, 2003


#





Fékk smá tip áðan um að kíkja á band sem heitir Gotan Project. Kannski bý ég í einhverjum öðrum heimi en aðrir en ég hef bara aldrei heyrt um þessa argentísku hljómsveit og kom hún skemmtilega á óvart. Massa gott stöff. Downloadaði svo eins og einu lagi með Orishas (kúbönsku rapphljómsveitinni minni). Que pasa er ekki bara frábært heldur minnir það nottla endalaust mikið á spán, eins og allt annað. Mæli með þessum tveimur



Auður Ösp kl.00:25 þann laugardagur, september 06, 2003


#





Ég hef bara eitt að segja í dag.... það má vera að ég sé þrjósk eins og múlasni (þeir sem eiga þetta taki þetta til sín) en ég er engu verri en sumir. Hver var það sem hótaði vinaslitum þegar að það voru settar myndir á ákveðna heimasíðu þar sem andlitið á viðkomandi var eitt af milljón öðrum á síðunni? Jón eða séra Jón hvað???



Auður Ösp kl.10:50 þann fimmtudagur, september 04, 2003


#





Djöfulsins andskotans helvítis bévítans drullutussu innankuntubleiku hórur og hálfvitar. AAAAAAARRRRRRRRGGGGGGGGHHHHHHHH!!!!!!
REIÐ REIÐ REIÐ REIÐ REIÐ REIÐ REIÐ REIÐ REIÐ REIÐ REIÐ REIÐ REIÐ



Auður Ösp kl.13:21 þann miðvikudagur, september 03, 2003


#





Hahaha!!! Kötturinn datt ofan í klósettið.... hahaha....... og hún festist í gardínu..... hahaha.... heimski köttur



Auður Ösp kl.00:57 þann


#





Ég uppgötvaði þessar fyrir löngu síðan, hló ofsalega mikið og týndi þeim svo en fann þær núna aftur. Ég skemmti mér best þegar ég las How to find a man in europe and leave him there.... og auðvitað fannst mér spænski hlutinn fyndnastur.... frábært stöff



Auður Ösp kl.02:20 þann þriðjudagur, september 02, 2003


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007