petes in countries and beaches

Spáiði hvað margt sem við segjum dagsdaglega hljómar fáránlega á ensku. Pésar um lönd og strönd má til dæmis sjá hér að ofan og þið vitið eins og vaskapésinn er sink pete. Og beyglur eru bagels. Hljómar ekki mjög rétt einhvern veginn Annars er ég ekki viss um að margir séu í þessum pésa hugleiðingum. Ég heyrði þetta fyrst þegar að ein móðursystir mín var að tala um mann sem átti við áfengisvandamál að stríða og kallaði hún manninn ólukkupésa. Ég veit bara ekki hvað við vinkonurnar myndum gera ef við hefðum ekki hann pésa, það eru allir pésar í okkar bókum.

Kommentakerfið mitt virðist vera horfið, veit ekki hvernig á því stendur.... meiri vitleysan.

Verð að láta fljóta með eina littla sögu af honum Hákoni frá því í gær. Kexsmiðjustarfsmenn ásamt nokkrum til viðbótar gerðu sér glaðan dag í dýragarðinum í berjableika húsinu í gær. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema það þeir kexsmiðjustarfsmenn sem voru svo heppnir að vera viðstaddir þegar að Hákon datt af súlunni í afmælisveislunni minni í vetur voru að hitta hann aftur í fyrsta skipti síðan þá. Súlustrákurinn er þekkt fyrirbæri í kexsmiðjunni og vekur það alltaf jafnmikla kátínu þegar minnst er á hann. Súludrengurinn var sum sé í essinu sínu í gær, tók smá svona bassaleikarinn í Roads takta og reitti óafvitandi af sér brandarana. Svo var kominn tími á bæinn og fékk hann Konni litli far með einni sem vinnur með mér og keyrði hún sem leið lá á skemmtistaðinn sem átti að vera svona meeting place fyrir okkur í bænum. En Hákon fer bara ekkert út úr bílnum eins og hinir og þegar bílstjórinn spyr hvert hann sé að fara segir hann bara heimilisfangið sitt og takk fyrir. Bílstjórinn sem er góðhjörtuð og vel upp alin ung stúlka ákvað að keyra bara byttuna heim til sín og gerði það. Þegar á áfangastað var komið dregur minn maður upp debet kortið og réttir bílstjóranum. Hún hváir og spyr hvað hann sé að gera en hann horfir ringlaður á hana og segir: Bíddu, er ég ekki í leigubíl??? Hehehe... snillingur



Auður Ösp kl.22:53 þann sunnudagur, ágúst 31, 2003


#





Stripparar og Furðufuglar

Ég ætlaði svo mikið að segja ykkur frá furðulegu kvöldi sem ég átti í gær en rétt í þessu gerðist undarlegur atburður sem bara verður að fá að koma fyrst. Ég sat í rólegheitum hérna í kexsmiðjunni áðan þegar inn labbar maður sem er alveg örugglega af N-Afrískum uppruna. Allavega, haldiði ekki að hann hafi ekki bara beðið mig um að hitta sig í kvöld, á Victor hvorki meira né minna. Ég hef lúmskan grun að þarna hafi Geðsjúki yemen búinn verið á ferð en þó get ég ekki verið viss. Ég er næstum viss um að þetta er sama röddinn og var alltaf að hringja í mig en eins og ég sagði þá get ég ekki verið viss þar sem að ég hef aldrei séð þann mann. Hvað er málið með þetta aðdráttarafl mitt á þessa menn???

Allavega, aftur að gærkvöldinu. Haldiði að hún Auður litla hafi ekki bara skellt sér á súlustað í gærkvöldi. Nei, ég er ekki að tala um heimili mitt heldur voru klæðalitlar konur að sveifla sér á súlu á einhverri eðalbúllu í Keflavík. Hvað var ég að gera í Keflavík? Þetta er víst mjög happening place meðal vallarbúa og Birna gömluþóruvin var einmitt að elta einn slíkan uppi. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég skemmti mér stórvel þarna þrátt fyrir að ameríkanar dauðans sem við Birna hittum í bænum um daginn hafi verið fyrstu menn sem við sáum þarna inni. Ég var alveg heilluð af súludansinum og finnst mér merkilegt hvernig þessar stúlkur príla upp og niður þessa súlu og leika alls kyns kúnstir. Annað hvort eru þær alveg geðsjúkt sterkar eða þá að það er eitthvað svona efni á súlunum til að hamla því að þær renni. Ég veit það ekki, mér fannst þetta ekkert subbulegt né sóðalegt. Það var svona soldið skrýtið að sjá konunar troða klofinu framan í einhverja menn sem lágu eins og hráviði dreifðir um dansgólfið en annars voru þær bara eitthvað að spóka sig. Það eina sem mér fannst soldið agalegt var að þegar dansinum var lokið skriðu þær naktar um sviðið að týna upp dollarana og líka hvernig sumir mennirnir hentu þeim í þær eins og þær væru bara eitthvað rusl. Núna þegar ég er búin að sjá þetta með eigin augum get ég tekið þá upplýstu ákvörðun að mér finnst ekkert að súlustöðum ef að dansmeyjarnar dansa af fúsum og frjálsu vilja og þær eru ekki neyddar í einhverja vitleysu. Og hana nú! Kannski að mar ætti að æfa nokkra takta á súlunni heima bara.... og þó!



Auður Ösp kl.11:08 þann laugardagur, ágúst 30, 2003


#





Andlaus

Loksins er þetta vinnustress sem var á mér búið og ég get farið að anda léttar á ný. Ég er búin að vera svo ofsalega þreytt og andlaus undanfarið að ég hef ekki haft neitt að segja. Ég fer alltaf bara beint heim eftir vinnu, hugsa um það hvað ég á eftir að gera margt og geri svo ekkert í því. Úff, erfitt líf



Auður Ösp kl.16:57 þann fimmtudagur, ágúst 28, 2003


#





FOO FIGHTERS!!

Hef bara eitt að segja um þessa hljómsveit og þeirra flutning á þeirra ágæta efni. FOO FIGHTERS ROKKA!!! Drullugóðir tónleikar, ekki þurr þráður í húsinu og allir hoppandi og skoppandi. Bravó bravó meira svona takk!!!



Auður Ösp kl.01:20 þann miðvikudagur, ágúst 27, 2003


#





Ég er einstök, eða kannski meira þrístök

Ég tók eitthvað svona persónuleika próf á netinu og samkvæmt því er ég einhver hugsjóna eitthvað. Nema hvað að samkvæmt kenningum mannsins sem gerð prófið (þetta er alvöru próf, það er kennt um þetta hjá Endurmenntun núna í vetur) þá eru innan við 3% mannfólksins í heiminum sama týpan og ég. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta útskýra mjög margt....það var hægt að kaupa bækur og allt saman sem hétu eitthvað svona understand me mig bara klæjaði í puttana mig langaði svo að skilja mig. Hvern langar það ekki!!!



Auður Ösp kl.00:27 þann þriðjudagur, ágúst 26, 2003


#





Jiminn eini

Ég er að mygla. Það suðar í eyrunum á mér eftir að hafa hlustað á viftuna sem blæs á serverinn í allan heila dag. Ég reyndi að hlusta á X-ið en gafst svo upp því ég var orðin svo þreytt í hausnum. Ég er líka að drukkna í tölum... það er ekkert sérstaklega auðvelt að einbeita sér í þessum hávaða. Eftir að hafa hellt mér ofan í nýju vinnuna mína (er farin að sjá um ýmislegt fleira í kexsmiðjunni sem ég sá ekki um áður) þá hef ég komist að því að öll svona bókhalds/endurskoðunar/reiknings vinna er bara ekki fyrir mig. Þetta er bara alveg ofsalega leiðinlegt. Að sitja sveittur og komast að því af hverju það er tugþúsunda skekkjur í einhverjum uppgjörum er bara ekki minn tebolli. Ansi hreint ágætt að vera búin að komast að þessu áður en mar hefði kannski byrjað að læra eitthvað svona. Ég hef hugsað mér að sitja sem minnst á nýju gluggalausu suðandi skrifstofunni sem mér hefur verið úthlutað nema að ég fjárfesti í eins og einu pari af eyrnatöppum. Jæja best að halda áfram að klóra sér í hausnum og velta því fyrir sér hvað í ósköpunu það er sem ég er að reyna að gera hérna.



Auður Ösp kl.17:49 þann mánudagur, ágúst 25, 2003


#





Frænda update

Skilaboðin frá frændanum voru hefndaraðgerðir vinar hans og var ég ekki ein um að furða mig á undarlegum skilaboðum í morgun. Hann var að hefna þess að lappirnar á honum voru rakaðar í nótt, sjálfsagt eftir að hann hefur drepist. Mér finnst þetta mál allt hið fyndnasta



Auður Ösp kl.21:22 þann sunnudagur, ágúst 24, 2003


#





Skemmtilegt fólk

Ég rakst á þessa konu fyrir hreina tilviljun og veit núna allt um hennar mál. Ef þið hafið góðan tíma þá mæli ég mjög mikið með því að þið lesið ævisöguna hennar. Svo er hún bara alveg ofsalega fyndin.

Þetta fann ég líka einhversstaðar
Ichi
Ichi - "That one with wisdom"


What would your Japanese name be? (female)
brought to you by Quizilla

Mér leiðist!



Auður Ösp kl.17:02 þann


#





Skrýtni frændi

Ég á frænda sem hefur svona af og til rekið augun inn á þessi einkar skemmtilegu skrif. Í nótt virðist hann eitthvað hafa verið að ruglast því ég fékk frá honum skilaboð sem innihéldu efni sem er ekki við hæfi 18 ára og yngri. Þar lísti hann yfir vilja sínum til þess að gera eitthvað ókristilegt með henni frænku sinni. Ég er með tvær kenningar um þetta mál. a) Hann var alveg viðbjóðslega drukkinn og ætlaði að senda konunni sinni þessi skilaboð því þetta eru einmitt skilaboð sem menn myndu kannski senda konunum sínum. Það er nú samt töluvert langt á milli okkar í stafrófinu og því hallast ég að seinni kenningunni. b) Einhver vina hans sá Sauður frænka í símanum hans og ákváð að vera svona ofsalega sniðugur og senda mér þessi fáránlegu skilaboð. En allavega, Jói minn, engar áhyggjur ég eyði þessum skilaboðum aldrei (djöfull hló ég mikið þegar ég sá þau í morgun) svo þú getur fengið að sjá þau einhvern daginn. Usssusssusss, sóðapési



Auður Ösp kl.14:26 þann


#





Sjúbbídú

Ok, ég skipti um skoðun. Karlmenn eru ekki svín. Þeir eru aftur á móti ógeðslega fyndnir og asnalegir. Þessir broslegu kjánar voru settir á þessa jörð okkur konunum til skemmtunar. Hvað gerðum við ef að það væru ekki menn eins og Möst (you look like you work at MacDonalds but you are still very pretty) og sjúklega sæti spanjólinn í London (But you have beautiful eyes) hérna á meðal oss. Furðuskepnur og alveg hræðilega bjartsýnir.

Í gær hitti ég manninn kenndan við áramót (gamli maðurinn sem var ekki að standa sig, hann var ekki gamall samt en þetta sagði hann sjálfur) og spjallaði heilmikið við hann. Ég notaði þessa frægu setningu óspart á hann og hann kannaðist ekkert við að hafa sagt þetta. Seinna í samtalinu bað hann mig nú samt um tækifæri til að sanna sig aftur en þegar ég hló framan í hann bakkaði hann aðeins með það. Að lokum tók hann í höndina á mér og sagði mér í "fullri einlægni" að hann vildi að við færum á næsta stig. Með því átti hann við að þetta ætti að vera eitthvað samband. Ég hefði nú haldið að næsta stig fyrir okkur tvö væri bara að vita fullt nafn hjá hvoru öðru. Allavega. Þegar ég benti honum pent á að hringja þá bara í mig þegar hann væri edrú og þá gætum við kannski talað betur um þetta vandaðist málið hjá kauða. Þá allt í einu átti hann ekki síma og allt í einu var það algjör óþarfi að fara með eitt né neitt á næsta stig. Næsta stig, smæsta smig!



Auður Ösp kl.13:39 þann laugardagur, ágúst 23, 2003


#





Samskipti kynjanna

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að ég er mikil áhugamanneskja um samkipti kynjanna. Ef til vill eru margir sem hafa lesið orðræður mínar um svínslegheit karlmanna ekki sammála þessari fullyrðingu en hún er sönn engu að síður. Karlmennirnir sjálfir eru ekki hið eiginlega vandamál. Það er framkoma þeirra og menning sem er til ama. Ég hitti frænda minn á einu öldurhúsi borgarinnar um daginn og hann tjáði mér það að hann væri ekki sáttur við skrif mín hér á síðunni. Hann sagði að þeir karlmenn sem ég hefði lent í kynnu að hafa verið svín en ég mætti ekki setja þá alla undir sama hatt. Einnig fagnaði hann því að hafa séð ljósglætu í annars myrkum skrifum mínum þegar ég sagði um daginn að ég yrði ekki par hrifin ef einhver Jónsson úti í bæ tæki upp á því að úthrópa alla kvenmenn hórur. Ég hef aldrei haldið því fram að konur séu fremri en karlmenn í þessum málum. Ég hef alltaf sagt að fólk er fífl og skiptir þá engu hvers kyns það er. En það er eðlismunur á því á hvern hátt kynin tvö eru fífl.

Kynlíf er eitthvað það alpersónulegasta sem tvær manneskjur geta deilt. Ekki er nóg með að fötin fjúki heldur eru allir varnargarðar sem við mannfólkið erum svo iðin við að byggja í kringum okkur einnig á bak og burt. Við stöndum berskjölduð og berrössuð og setjum allt okkar traust á aðilann sem ætlar að taka þátt í verknaðinum með okkur.

Segjum sem svo að karlmaður sé staddur á skemmtistað og hann sér huggulega konu við barinn og ákveður að láta slag standa og spjalla við hana. Hann telur í sig kjark og fikrar sig nær með allar sínar uppáhaldslínur í höfðinu. Hann setur upp tannkremsbrosið, vindur sér að dömunni og kastar fram því besta sem hann á. Konan bregst hin versta við, tilkynnir honum að hún myndi sko aldrei líta við öðrum eins gúbba og honum og bendir vinkonum sínum hlæjandi á aumingjann. Hann gengur niðurlútur á brott með vængbrotið sjálfstraust. Konan kom illa fram við hann og honum sárnar en kvöldið er ekki búið og það eru fleiri fiskar í sjónum.

Ef við snúum aðstæðunum við og látum konuna taka á honum stóra sínum og nálgast draumaprinsinn á barnum er annað uppi á teningnum. Í því liggur munurinn sem ég minntist á áðan. Maðurinn myndi nefnilega nýta sér tækifærið og ljúga konuna fulla þrátt fyrir að hafa engan áhuga á henni. Í skýjunum yfir velheppnaðri veiði samþykkir konan að fara heim með manninum og þau sofa saman. Hann segist ætla að hringja í hana, gerir það aldrei og gortar sig svo við vinina yfir fórnarlambi kvöldsins. Vængbrotni maðurinn í fyrra dæminu nær sér fljótlega eftir að ókunnug kona gerir lítið úr honum. Konan í seinna dæminu er búin að setja traust sitt á manninn. Þetta er orðið persónulegt og þess vegna fylgir því meiri sársauki að hann skuli ekki standa við orð sín. Þess vegna eru karlmenn meiri svín en konur.

Það er annað sem ég skil ekki í sambandi við manninn sem svaf hjá konunni sem honum leist ekki nógu vel á. Fyrir utan það að hann var að sofa hjá konu sem var ekki hans týpa skulum við segja þá tók hann líka upp á þeim óskunda að segjast ætla að hringja í hana. Það er nefnilega engin þörf á að segjast ætla að hringja nema að viðkomandi hafi áhuga á því og hafi hugsað sér að gera það. Þær konur sem stunda skyndikynni á annað borð skilja alveg eðlilega framþróun mála í slíkum aðstæðum. Þær gera sér grein fyrir að þetta sé einungis einnar nætur gaman og þær hafa jafngaman að þessari næturíþrótt og maðurinn. Það er ekki fyrr en að karlmaðurinn minnist að fyrra bragði á að hann þurfi að fá símanúmerið til þess að hringja í hana að kvörnin í hausnum á konunni fer í gang. Þegar loforð um símtal er komið á yfirborðið þá má ekki svíkja það. Þetta eru algeng mistök sem karlmenn gera og hefur orðið til þess að margir þeirra hafa fengið á sig svínsstimpilinn. Þannig að mín ráðlegging er sú að strákar, þið ættuð bara að láta þessar konur sem eru ykkur ósamboðnar vera. Ef að það er ekki hægt þá vil ég minna á að biðja konuna ekki um símanúmer nema að þið ætlið ykkur að nota það, annars eruð þið að vekja upp falskar vonir. Og að lokum vil ég segja við konurnar sem sitja með sárt enni að bíða eftir símtali, ekki vera svona vitlausae að falla fyrir þessu!



Auður Ösp kl.22:47 þann fimmtudagur, ágúst 21, 2003


#





Fjölskylduendurfundir

Fyrst af öllu vil ég segja að viðmótið hérna heima á blogger er allt öðruvísi heldur en í vinnunni. Ég kann ekki að feitletra hérna. Sjálfsagt þarf maður bara að skrifa tagið en ég man ekki hvað það er. En þessir fjölskylduendurfundir þarna upp áttu að vera feitletraðir.

Allavega. Ég sat í rólegheitum mínum með Gebbinu og Eddunni á Kaffi París í dag þegar að móðir mín hringdi í mig. Auður, boðið er í dag, þú barasta verður að koma hingað fyrir hálfátta ef þú ætlar að vera samferða mér. Ég fór yfir það í huganum um hvað konan væri að tala og mundi að þetta boð, sem átti að fara fram annað kvöld, var haldið til heiðurs móðursystur minni sem ég hef aldrei séð og móðir mín sjálf hefur bara einu sinni séð. Nema hvað að ég kom mér á áfangastað á réttum tíma og við mæðgur keyrður sem leið lá í RISAhúsið hennar Ebbu frænku og vorum fyrstar eins og venjulega.

Á móti okkur tók maðurinn hennar Ebbu, sem ég hef einmitt aldrei séð áður og við mútta, Ebba og hundurinn stormuðum upp í eldhús. Skömmu síðar hringdi síminn en þá var það bara dyrabjallan (sniðugar þessar dyrabjöllur sem eru tengdar í símann) og heiðursgesturinn var mættur á svæðið. Ég þekki ekki alveg forsögu þessa máls en hann afi minn sem var einstaklega líflegur karakter átti sum sé sex dætur með henni ömmu og eina með einhverri annari konu á undan hinum sex. Veit ég ekkert um þeirra samband nema að þessi móðursystir mín nýja hefur verið búsett lengstum í Danmörku og þess vegna hefur ekki verið samgangur á milli fyrr en nú. En hún var sko ekki ein. Með henni komu móðir hennar (fyrrverandi kona afa míns sem sagt) og tveir hálfausturrískir synir hennar ásamt kærustum. Ekki vissi ég að ég ætti tvo hálfausturríska náfrændur sem ekki tala íslensku en það er önnur saga. En þetta átti eftir að verða enn skemmtilegra því næst komu tvær móðursystur í viðbót og með þeim kom einmitt hún amma mín. Svo sátu amma og hin konan, amma strákanna, tvær og skemmtu sér konunglega við að rifja upp gamla daga með afa og ýmislegt fróðlegt kom í ljós. Það tæki nú alltof langan tíma að útskýra það mál til hlýtar en mikið vildi ég að ég hefði verið með videocameru til að taka þær upp. Þær voru kostulegar, kölluðu afa alltaf karlbjánann og hlógu svo ofsalega hátt og mikið.

En það voru ekki bara nýjir hálfausturrískir náfrændur á svæðinu heldur lika alíslensk frændsystkyni mín sem ég virðist ekki þekkja neitt. Svona þarna vorum við öll voða pen að borða pönnsur og osta og ekkert okkar frændsystkyna yrtu á nýju frændana eða dönsku konurnar þeirra. Íslensku frændur mínir tveir fóru niður í playstation herbergið (já, það er playstation herbergi) og við frænkurna brostum á réttum tíma af því að við erum svo vel upp aldar á meðan amma og hin amman veltust um að hlátri yfir einhverri gamansögunni af honum afa mínum. Þetta er held ég bara einhver sú alfurðulegasta fjölskyldusamkoma sem ég hef komið á fyrr og síðar. Þó fór ég á "ættarmót" fyrir nokkrum árum þar sem ég hitti öll systkyni föðurömmu minnar og niðja þeirra í fyrsta skipti líka og ein frænka mín endaði ansi fáklædd í svefnpoka eins þessara niðja. Talandi um lítið land þar sem allir eru frændur allra. En annars virtust þessir nýju fjölskyldumeðlimir bara vera hið ágætasta fólk og vona ég svo sannarlega að ég fái einhvern tíma tækifæri til þess að hitta þau aftur.



Auður Ösp kl.01:53 þann


#





Haldiði ekki að mín sé ekki bara að blogga að heiman. Bara úr minni eigin tölvu og mínu eigin herbergi íklædd mínum eigin náttfötum. Ok reyndar þá eru náttbuxurnar af afa stráks sem var vinur minn þegar ég var lítil og bolurinn var skilinn eftir hjá mér í Salamanca af ónefndum vitleysing en það skiptir ekki öllu. Það sem skiptir ÖLLU í þessu máli er að ég er heima á súlustaðnum og er að blogga. Og ekki nóg með það heldur tengdi ég utanáliggjandi mótemið alveg rétt alveg ein og græjaði símatengið (sem var reyndar ekki erfitt en samt). Ég tók meira að segja símasnúru sem hafði slitnað í tvennt og gerði við hana með teipi. Það var sko ekki auðvelt skal ég ykkur segja, hafiði séð svona dót innan í? Þetta eru alveg fjórir vírar sem slitna við minnsta átak og einu verkfærin sem ég hafði við þessa iðju mína voru RISAstór skæri. Þið verðið nú bara að viðurkenna að ég er soldið klár ha... Og svo tókst mér að búa til nýtt svona dial up connection alveg sjálf og gat fundið út úr þessu proxy dóti og allt saman. Djöfull er ég ánægð með mig. Þetta slagar nú bara hátt í það þegar ég bauð liðinu heim í video og videotækið var gamalt tæki sem ég hafði hirt einhvers staðar og það var bara hægt að horfa á það með því að opna það og stinga skrúfjárni á vissan stað. Það fattaði ég líka alveg sjálf. Það er sem ég er að segja ykkur, ég er snillingur!



Auður Ösp kl.00:52 þann


#





PIRRELSI

Ég átti að vera í fríi í dag en svo fékk ein illt í eyrun og gat þar með ekki svarað í síma svo hún ákvað að vera bara heima. Þar sem að hún er með eyrnaverk þá sit ég níunda daginn í röð fyrir framan bévítans tölvuna í vinnunni með tvo síma og hef ekki undan að svara í þá. Ég er nú bara komin með eyrnaverk af því. Og þetta fæ ég að gera á frídeginum mínum sem ég var búin að hlakka svo mikið til. Get ekki sagt að ég sé neitt ofurhress með þessa framvindu mála en það er þó til málsbóta að ég ætti ef allt gengur eftir að vera í fríi á morgun. Nema náttúrulega að fleiri fái eyrnaverk.



Auður Ösp kl.13:03 þann þriðjudagur, ágúst 19, 2003


#





Of margt að velja úr

Fátæka konan er búin að fá nokkuð góð boð í dag. Fyrst hringdi móðirin og bauð í Siggupasta, nefnt eftir Siggu systur hennar á Húsavík, sem er ofsalega gott og svangi maginn varð mjög hrifinn. Móðirin ætlar meira að segja að vera svo góð að sækja afkvæmið í vinnuna með gríslingana, 2 systur og bróðurson. Þannig að þetta verður ægilegt rejúníon. En þá hringdi faðirinn líka og sagðist eiga í miklum vandræðum sem ég ein gæti aðstoðað hann með. Vandamálið var of mikill matur. Og ekki bara hvaða matur sem er heldur uppáhaldsmaturinn minn, lambalæri með gulri. Hvernig á svangt afkvæmi að velja á milli góðhjartaðra foreldra með uppáhaldsrétti á báða bóga. Erfitt mál. En móðirin minntist á þetta fyrir löngu síðan svo hún varð fyrir valinu



Auður Ösp kl.16:46 þann sunnudagur, ágúst 17, 2003


#





Undarlegur andskoti

Hehehe... mér finnst svo fyndið að skoða hverjir það er sem eru að skoða síðuna mína. Ég sé það að ákveðin Jóra Snúró er dyggur lesandi og einhver sem býr á stúdentagörðunum (Edda kannski?) en svo er ég líka alltaf að sjá eitthvað skemmtilega furðulegt. Eins og núna í dag þá hefur einhver ítali verið að skoða síðuna mína. Hann skrifaði torremolinos chicas á einhverja ítalska leitarvél og síðan mín kom upp númer 5 eða eitthvað. Ekki nóg með það að síðan hafi komið upp en færsla sem var vitnað í var þarna naktaklúbbs auglýsinginn á spænsku... para las chicas en el club desnudo. Hann hefur örugglega haldið eitthvað misjafnt um þessa síðu.... svona hlutir finnst mér fyndnir...

Fleiri fyndnir hlutir.... Í gær sátum við Gebbið og Eddan á vegamótum og vorum að bíða eftir matnum okkar sem við höfðum pantað töluvert fyrr þegar að eldri maður (sem reyndist svo ekkert það gamall) spurði okkur á sænskuskotinni ensku hvort hann mætti nokkuð setjast hjá okkur. Við höfðum einmitt verið að ákveða að við ætluðum að vera elskulegar við alla útlendinga svo hann var meira en velkomin við borðið okkar. Fyrst til að byrja með þá voru ekki mikil samskipti á þessu óþægilega litla borði en eftir því sem ölið rann hraðar ofan í mannskapinn því meira tók sænski maðurinn þátt í samræðunum. Ég vil samt taka það fram að þetta var ekki brot á djammpásunni því ég var á kaffihúsi og drakk ekki nema 2 bjóra og svo sopa hér og þar, það er ekki að djamma!. Allavega, seinna kom Hlíf og haldiði ekki að Auður litla hafi ekki lumað á nokkrum stjörnum í töskunni sem að við stöllurnar límdu á ennið á okkur með varagloss af mikilli innlifun og við tróðum meira að segja einni á manninn. Við vorum nú samt svo kúl að þjónustupæjan á vegamótum bað mig um stjörnu handa sér og límdi hana líka á ennið á sér. Við erum trendsetters! Allavega, svo var mál að fara og sjá flugeldana og við bara drógum sænska manninn með okkur. Það síðasta sem stjörnuprýdda þjónustupæjan (systir hans Ausa btw) sagði þegar við löbbuðum út: Ætliði að taka hann með ykkur???. Því ekki það, það var alveg inn í góðmennska við útlendinga þemanu.

Allavega, til þess að gera langa sögu stutta þá skemmtum við okkur, og örugglega manninum líka, stórvel með stjörnur á enni og létum eins og verstu smágelgjur. Svíinn reyndi að kenna mér tangó en eins og Elli veit þá læt ég ekki vel að stjórn í svona dansmúvum. Við dönsuðum gat í skóna á sólon af öllum stöðum og fórum síðan bara heim um þrjúleytið. Ansi skemmtileg menningar nótt alveg og þessi sænski maður var alveg stórskemmtilegur. Mjög gott að vakna í morgun líka úthvíld og laus við þynnku. Þannig að Bjarni Rúnar (ég veit ekki einu sinni hvort hann hafi nokkurn tíma lesið þessa þvælu hérna en allavega) smsið sem þú fékkst í gær var bara false alarm. Ég var ekkert að djamma



Auður Ösp kl.14:45 þann


#





Glæponar hjá Símanum

Haldiði ekki að mín hafi ekki bara gert sér lítið fyrir og borgað glæponunm peninginn sem ég var svo miður mín yfir hérna um daginn. Það kom á daginn þegar ég hringdi aftur í þjónustuverið að þessi þjónustufulltrúi, ef svo má kalla, um daginn var bara ekki í þjónustugírnum þegar ég hringdi. Konan sem svaraði mér í fyrradag var bara elskulegheitin uppmáluð. Þegar ég tilkynnti henni með grátstafinn í kverkunum að ég hefði bara ekki geta orðið mér út um gamla númerið þá bara var það ekkert mál, ég heyrði hana pikka eitthvað á tölvuna og svo bara já fínt, þarna kom það. Og ég þurfti engan mann til þess að tengja eitt né neitt og svo leiðbeindi hún mér um hitt og þetta sem ég hafði ekki hugmynd um. Ekki nóg með það heldur spurði hún hvort ég vildi ekki bara deila þessum 8000 krónum sem ég þurfti nú samt að borga niður á fjóra reikninga vaxtalaust. Ekki hafði stelpubjáninn um daginn fyrir því að segja mér það. Fjórum tímum seinna var Auður komin með heimasíma.

Fleiri góðar og þjónustuliprar konur urðu á vegi mínum í gær. Ég fór í bankann eins og venjulega á hverjum degi og einn gjaldkerinn spurði hvort ég ætlaði ekki að kíkja á menningarnótt. Ég játti því og þá bara dró hún upp regnhlíf handa mér, gjörsovel. Og þetta eru ekki einu sinni mínir peningar sem ég er alltaf að fara með í þennan banka. Ég var sko sédeilis hrifin, þessi kona er núna uppáhaldsgjaldkerinn minn í þessu tiltekna bankaútibúi. Það er svo gaman að svona fólki. Ég ætla að reyna að vera svona fólk í minni vinnu hér eftir



Auður Ösp kl.10:58 þann laugardagur, ágúst 16, 2003


#





Helgi eitt í djammpásu Auðar

Ég valdi mér ekki bestu helgina til þess að byrja þessa djammpásu. Framundan er sjálf menningarnótt með allri þeirri ómenningu sem henni fylgir. Undarlegt nokk þá er ég nokkuð sátt við að ætla ekki að vera rúllandi um götur borgarinnar í nótt. Ég fékk bara svona hrottalegt ógeð um síðustu helgi að það situr enn í mér. Ég held að við gerum okkur ekki fyllilega grein fyrir því hversu óaðlaðandi við erum undir áhrifum áfengis. Eins og frægt er orðið sagði hann Marco Polo þegar hann hitti Rán Ásufrænku í fyrsta skipti: Your face is destroyed with alcohol . Hann sagði nú reyndar líka: Swedish women only want to rape me, they only want my body sem er oggulítið fyndið þegar maður ímyndar sér rækjulegan manninn með stóru gleraugun. En ég held að hann hafi nú bara hitt naglann á höfuðið í sambandi við áfengið. Það eru til margar síður sem prédika um böl vímunnar og ætla ég ekkert að fara nánar út í þá sálma enda ekki barnanna best. En dómgreindarleysið, mikilmennskubrjálæðið og viðbjóðurinn daginn eftir þykja mér ekki huggulegir kostir í augnablikinu. Það hefur loðað við mig að fólk trúir mér ekki þegar ég kem með svona yfirlýsingar, Bjarni Rúnar sagði meira að segja að hann kynni ekki við það að það væri logið framan í opið geðið á honum. En Bjarni minn, þetta er engin lygi. Nú er komið nóg.



Auður Ösp kl.10:44 þann


#





GLEÐI GLEÐI GLEÐI

Suma daga er maður bara að springa af því að maður er svo glaður. Maður veit ekki alveg hvaðan þessi ofurgleði kemur, kannski er maður í sykurvímu af dísætu kökunni sem mar borðaði í kaffinu, en kannski ekki. Kannski þarf mar ekki ástæðu til þess að vera hoppandi um öll gólf syngjandi og trallandi. Kannski eru þetta hormónar. Kannski er ég bara geðveik. En ég er bara svo glöð!



Auður Ösp kl.17:34 þann fimmtudagur, ágúst 14, 2003


#





Brösugur búskapur í bökkunum

Þeir sem að lesa þessa síðu á annað borð, sum sé vinir og kunningjar nær og fjær, vita að ég er ekki alveg heppnasta manneskja í heimi. Við erum mikið búnar að velta því fyrir okkur vinkonurnar af hverju ég er svona eins og ég er og það hafa komið fram margar skemmtilegar skýringar. Uppáhaldið mitt er að sjálfsögðu sígunaskýringin en hún er of flókin til að fara út í að svo stöddu. Sumar halda að þetta tengist eitthvað stjörnumerkinu og enn aðrar halda því fram að ég hljóti að hafa bara fæðst undir óheillastjörnu. Ef við bökkum aðeins og ákveðum að trúa þessu með stjörnumerkin er þá ekki alveg stórhættulegt að láta mig og nýju Þóruna búa saman???

Í gær kom ég heim eftir vinnudag dauðans og tók Nýja Þóran á móti mér í panic kasti. Hefurðu séð kisu???? spurði hún sem mér fannst soldið skrýtið þar sem ég var augljóslega að koma heim. Ekki kannaðist ég við að hafa séð köttinn en hjálpaði henni að leita. Undarlegt nokk þá sá ég kattarskömmina hvergi. Að mér læddist óþægilegur grunur og hélt ég að ég hefði kannski óvart læst hana úti á svölum (eins og greyið Cheno forðum daga) en svo reyndist ekki vera. Ég leit niður af eldhússvölunum og hvað haldiði að ég hafi séð. Litla greyið lá í hnipri á neðstu svölunum (nota bene ég bý á þriðju hæð) og sá ég ekki hvort hún var lífs eða liðin. Ég tók stökkið niður stigana og hóf björgunarstörf. Sem betur fer þá vældi hún heil ósköp þannig að hún var augljóslega á lífi en hún skalf af hræðslu og neitaði að hreyfa sig. Með ótrúlegri fimi tókst mér að bjarga henni og skokkaði með hana upp. Svo virðist vera að henni hafi ekki orðið meint af þessari flugferð nema það að önnur framloppan var aðeins blóðug og virtist vera smá skurður á henni. Hún hlýtur að hafa hoppað út um eldhúsgluggann en ekki skil ég hvernig hún endaði inni á svölunum. Jæja, ef kettir eru með níu líf þá er hún búin að klára eitt núna 5 mánaða gömul og vona ég heitt og innilega að hún láti það vera að reyna að týna fleirum á meðan hún býr undir mínu þaki. Kattarskömmin!




Auður Ösp kl.12:25 þann þriðjudagur, ágúst 12, 2003


#





Fleiri sögur af leitarvélum...

Undarlegt... einhver sem heimsóttu síðuna mína fann hana eftir að hafa leitað að fuglafit... Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni minnst á fuglafit fyrr en nú og annar leitaði af birna love. Þetta finnst mér alveg stórmerkilegt og ofsalega sniðugt..... svona er ég bara einföld



Auður Ösp kl.12:04 þann mánudagur, ágúst 11, 2003


#





Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að halda úti þessu bloggi úr vinnunni. Sé það að ég verð að borga þessum glæpamönnum hjá Símanum fyrir að tengja símalínu heim til mín. Djöflans djöfull.... Annars mæti ég spræk úr langþráðu helgarfríi aftur á mánudaginn og vona að dyggir lesendur sýni mér þolinmæði og verði ekki vondir ;O)



Auður Ösp kl.16:10 þann föstudagur, ágúst 08, 2003


#





Hehehe

Það er frábært hvað maður finnur á yahoo....... Fyrst ber að nefna heimasíðu sem ber það skemmtilega nafn I hate men.com og svo er önnur síða þar sem menn eru útskýrðir af einhverjum prófessor og svo er einhver kona sem skrifaði bók þess efnis að karlmenn væru ekki allir svín.... hvað er það?

Ég rakst á þennan um daginn. Þótt ég sé nú frekar ósammála honum um margt þá verður að viðurkenna að hann er massa fyndinn

Svo ef mar skrifar audismaudi, meðleigjandi óskast eða audur saudur birtist linkur á síðuna mína en ekki ef mar skrifar hombres son cerdos.... skrýtið



Auður Ösp kl.18:34 þann miðvikudagur, ágúst 06, 2003


#





Afmælisbörn Dagsins

Í dag verður hún ásta skásta 22 ára og óskar sauðurinn henni hjartanlega til hamingju með það. Einnig vil ég minnast á gleymd ammlisbörn, þau Óskar og Sigrúnu en þau áttu ammli í júlí og ég STEINGLEYMDI því *roðn* Allavega, til hamingju öll



Auður Ösp kl.17:24 þann


#





TWILIGHT ZONE

Nýja Þóran á afmæli sama dag og ég??? Eru einhverjir fleiri með hroll en ég... hvur andskotinn er í gangi hérna???



Auður Ösp kl.15:36 þann


#





Reykjavik Wingfestival 2003

Jæja þá er þessari blessuðu helgi lokið og verð ég bara að segja að í grófum dráttum heppnaðist hún mjög vel. Mér var samt ekki skemmt þegar Litli Björn setti þá reglu í drykkjuleiknum að í hvert skipti sem ég átti að drekka þurfti ég að segja Ég elska karlmenn og lífið er yndislegt. Fyrir þá sem þekkja mig (og þá sem lesa þessa vitleysu hérna reglulega) þá hljómar það mjög furðulega að heyra þessi orð koma af mínum vörum. Ég elska þá nefnilega alls ekkert!

Vængjafestivalið er definetly komið til að vera og á næsta ári verðum við með skipulagða dagskrá og er planið að selja inn. Það eru meira að segja tveir komnir á biðlista eftir miðum. Þannig að þeir sem misstu af festivalinu í þetta skiptið þurfa ekki að örvænta, ykkar tími mun líka koma

En ég komst að því í gær að það eru fleiri en ég vissi sem lesa bloggið mitt. Það eru einhverjir svona laumulesarar sem skilja ekki eftir nafnið sitt í gestabókinni né kommenta á færslurnar en slengja því svo framan í mann á Celtic Cross að þeir hafi oft lesið það. Fólk, mar á að skrifa í gestabókina!!! Og laumulesari af Celtic Cross: Húsgagnaútskýringin kemur fljótlega....



Auður Ösp kl.18:51 þann mánudagur, ágúst 04, 2003


#





Tonight is the night!!!

Krakkar mínir komiði sæl, ég er vængjaði jólasveinninn. Kvöldið í kvöld verður frábært, ég finn það á mér. Nóg af áfnyki, fimm vængjaðar pæjur og borg óttans. Blanda sem getur ekki klikkað. Nýja Þóran flutti inn í gærkvöldi og er ekkert nema gott um það að segja. Hún hélt samt myndlistarsýningu í heimabæ sínum þar sem hún sýndi verk þar sem hún málaði á eggjabakka með blóði. Þetta hljómar soldið eins og eitthvað sem sumar vinkonur mínar gætu gert en samt ekki. Fannst þetta soldið furðulegt en hún á ágætlega heima í safni fólksins sem hefur búið með mér. Og með henni flutti inn pínulítil kisulóra að nafni Sigurrós... Hún er ýk sæt!! En lifi Reykjavik Wing Festival 2003



Auður Ösp kl.13:21 þann laugardagur, ágúst 02, 2003


#





Stressbolti

Stundum verður fólk stressað af engri ástæðu. Stundum hringsnýst fólk um sjálft sig og veit ekki einu sinni hvað það heitir. Stundum hreytir fólk fúkyrðum í alla nærstadda sökum streitu en meinar ekkert með því. Stundum er því illa tekið.

Ég er svona stressuð núna. Ég er ekki búin að hreyta neinum fúkyrðum. Ég er samt búin að hringsnúast. Og af hverju? Af því að það er svo mikil umferð úti, af því að það er fólk í vinnunni sem virðist ekki geta rekið við án þess að leita eftir samþykki mínu, af því að sama fólkið gerir bara bölvaða vitleysu þegar það hefur mig ekki með í ráðum, af því að það var röð í ríkinu, af því að það er bláókunnug Þóra að fara að flytja inn til mín, af því að illarnir hjá Landflutningum kunna ekki á klukku, af því að það er verslunnarmannahelgi og henni fylgir einhver fáránleg pressa um að allt eigi að vera svo ógsl skemmtilegt og svo í kvöld þarf ég að krulla á mér hárið, taka til, horfa á DVD og borða öll vínberin sem ég á í ísskápnum. Ég ræð bara ekki við svona kvaðir.

PS. Morgundagurinn verður VÆNGGEFINN hahaha



Auður Ösp kl.18:08 þann föstudagur, ágúst 01, 2003


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007