Kaldlynd belja

Í gær sá ég ljósið. Í gær sá ég ljósið og komst að því að ég er kaldhæðin og oft á tíðum illgjörn belja. Þetta finnst mér alls ekki vera gott og verð ég að fara að gera einhverjar betrum bætur á sjálfri mér. Ég vil vera ljúf og góð. Og saklaus. Ekki tuðandi cynical sem treystir aldrei neinum og sér skrattann í hverju horni. Hvernig lagar maður svoleiðis? Og svo komst ég að því að stundum er ég vond við karlmenn, ég yrði líklega ekki glöð ef að einhver Jónsson úti í bæ væri alltaf að prédika að kvenmenn væru hórur.



Auður Ösp kl.13:20 þann fimmtudagur, júlí 31, 2003


#





Af hverju

Ég er enn áreitt af geðsjúkum yemenbúa.... af hverju?



Auður Ösp kl.12:58 þann


#





Stóri bróðir fylgist með þér

Við búum í litlu þjóðfélagi og er þjóðarsportið hér að hnýsast um náungan. Við kaupum rusltímarit eins og séð og heyrt og lesum allt um nýfundna ást Manúleu og Björgólfs Takerfusa og reynum að muna hvaða fólk þetta er. Reyndar velja þau að láta einhverja illa hjá Séð og Heyrt spyrja sig tilgangslausra spurninga í röðum og þykir mér það heldur sorglegt en verra þykir mér þó að það er til fólk sem kaupir þetta rusl. En þetta er allt gott og blessað. Manúela og Björgólfur velja hvað þau segja við blaðamennina og þeir sem kaupa sorpið velja að gera svo.

Það sem mér finnst ekki í lagi er hvað allar upplýsingar um okkur eru aðgengilegar. Ég til dæmis á enga alnöfnu og er sú eina sem ber nafnið og millinafnið mitt sem er á mínum aldri. Ef einhver vildi finna mig þyrfti hann ekki að gera annað en að fletta mér upp í þjóðskrá og þar með er hann kominn með heimilisfang mitt og kennitölu. Með heimilisfang og kennitölu í farteskinu má nú komast ansi langt. Svo notum við ekki peninga lengur á þessu landi og með því að skoða bankayfirlit er hægt að sjá nákvæmlega í hvað við eyðum peningunum okkar í. Við verslum alltaf í sömu búðunum og afgreiðslumennirnir vita nákvæmlega hvenær við erum á túr, hvort að við borðum mikið ruslfæði og hvaða gostegund okkur þykir best. Ef við borðum alltaf á sömu veitingastöðunum veit afgreiðslufólkið nákvæmlega hvað við ætlum að kaupa okkur. Við þekkjum þetta öll sem höfum unnið í þjónustustörfum, maður tekur eftir því hvað kúnninn er að kaupa sér. Svo virðist vera að fólkið hjá Kreditkortafyrirtækjunum stundi það sér til dundurs að skoða neysluna hjá útvöldum aðilum. Ef að þeim líst vel á einhvern af gagnstæða kyninu þá bara fletta þeir viðkomandi upp og skoða veltuna og í hvað peningarnir fara. Þeir skoða hvað eyðsluóðir vinir þeirra eru að kaupa sér og skamma þá svo fyrir eyðsluna. Við þurfum að nota kennitöluna okkar í fáranlegustu hluti, það er varla að maður geti keypt sér í matinn án þess að gefa upp kennitölu. Og svo höfum við enga vissu fyrir því að allir sem hafa kennitöluna þína undir höndum séu heiðarlegir. Margir hafa lent í videoleiguveseni því aðrir hafa tekið spólur á þeirra kennitölu og ekki skilað þeim. Allt í einu dúkka óskráð númer upp á úthringilistum hjá Gallup og maður getur ekki annað en spurt sig hvort að einhver hafi grætt á því. Sjúkraskýrslur, skólaskýrslur, bankayfirlit og símaskrár...... pælið aðeins í því! Það er auðvelt að komast yfir þessar upplýsingar ef þú ert nógu útsjónasamur. Geðsjúkir yemenbúar og rúmenar, símasölufólk sem veit hvað þér finnst skemmtilegt og að þú spilir golf og reyna að selja þér vörur við þitt hæfi, nei þú færð ekki lán af því að þú skuldaðir þegar þú varst 17. Og svo er fólk í alvörunni að pæla í miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviðinu og vill að verðum fyrsta peningalausa þjóðin. Stóri bróðir er þarna úti og hann fylgist með þér!




Auður Ösp kl.12:55 þann miðvikudagur, júlí 30, 2003


#





Gestaþraut

Í gær bauð ég vinum og jahh bara vinum í heimsókn og bauð ég þar upp á léttar veitingar. Við spjölluðum um heima og geima og ýmislegt fróðlegt kom í ljós. En eins og sönnum gestgjafa sæmir bauð ég líka upp á gestaþraut og tókst engum minna frábæru gesta að leysa hana og vil ég hér með gefa ykkur lesendur góðir tækifæri á að láta ljós ykkar skína.

Þessi þraut er í boði geðsjúka yemensbúans og barst hún mér í gegnum sms í gær. Þrautin felst í því að útskýra hvað í ósköpunum maðurinn er að meina með þessum skemmtilegu línum : Hi where you call me why i dont sent me maseg im to beacuse i work hart bay. Ég bíð spennt eftir lausn ykkar á þessari gátu og hver veit nema að mér berist fleiri góðar þrautir í dag sem ég get birt hér á síðunni. Vegleg verðlaun í boði



Auður Ösp kl.12:25 þann


#





Glæpsamlegt

Ég hringdi í vini mína hjá þjónustuveri símans áðan til þess að athuga hvað það mun kosta mig að fá heimasíma. 7900 krónur kostar það takk fyrir en af því að það er svo langt síðan það var númer í íbúðinni þá þarf ég að fá mann til þess að tengja og það kostar 6500kr, fyrsti klukkutíminn. Ofan á þetta þyrfti ég svo að fá nettengingu nema að ég fengi mér einhverja fríþjónustu og ef mér dytti nú í hug að fá mér adsl bætist það ofan á. Og allt þetta svo ég geti eytt peningum með því að vafra á netinu. Hvur andskotinn. Nú bara set ég hnefann í borðið og neita að taka þátt í þessari vitleysu og peningaplokki. Ég hef nóg annað við peningana að gera. Huff puff, 6500kr FYRSTI KLUKKUTÍMINN!!!



Auður Ösp kl.17:20 þann mánudagur, júlí 28, 2003


#





Í öðrum fréttum er það helst....

*að yemenbúinn er annað hvort alveg fáránlega þolinmóður eða alveg nautheimskur. Eftir tveggja daga hvíld fór mér að berast undarleg skilaboð á ný frá honum þar sem hann bað mig meðal annars um að hringja í sig. FAT CHANCE IN HELL

* að stefnumót mitt við spænska hommann og gifta manninn rann heldur betur út í sandinn. Eftir að hafa beðið eftir að hann hringdi í mig í tæpa þrjá tíma gafst ég upp og tölti út á videoleigu. Þegar ég var að klára að kvitta á posastrimilinn hringdi hann og vildi vita hvort ég væri í stuði. Ég var ekki í stuði

* ég fór ekki neitt á djammið um helgina sem verður nú eiginlega að teljast fréttnæmt þar sem það hefur ekki gerst í heillangan tíma. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera af mér á sunnudaginn laus við þynnku og viðbjóð.

* ég keypti mér efni og saumaði dúk á nýja eldhúsborðið mitt. Ok, Snóra saumaði dúkinn og valdi efnið og straujaði það en ég var andlegur stuðningur og ég valdi litinn. En obblsega er mar orðinn gamall þegar mar er farinn að sauma dúka.



Auður Ösp kl.12:44 þann


#





Hvíl í friði táslan mín

Ég er einföld sál með einfaldar þarfir og einfaldir hlutir gleðja mig. Í gær var ég stödd í smáralindinni og í Tiger sá ég skó sem ég varð ástfangin af við fyrstu sýn. Ég hef horft á þá lengi en þegar maður á ekki einu sinni fyrir mjólkurpott eru 400kr fyrir skópar há fjárhæð. En í gær var ég í góðu skapi og smellti mér á þá. Ég beið ekki boðanna og við fyrsta tækifæri skipti ég um skó. Ó, hvað 400kr Tiger skórnir mínir voru ósköp fallegir. Mér langaði helst að taka dansspor og var nokkrum sinnum við það að ganga á vegg, svo upptekin var ég af dásemdinni.

Í morgun fór ég að sjálfsögðu í nýju fallegu skónum í vinnuna. Eftir hálftíma viðveru fór ég í það áhugaverða verkefni að pússa rúðurnar í sjálfvirk opnanlegu glerhurðunum við útganginn. Eitthvað fór úrskeiðis og hurðin opnaðist, kramdi aumingja litlu tásuna mína sem þarf bráðum á sálfræðihjálp að halda eftir undangengin skakkaföll og reif gat á fallegu nýju skóna mína. Þannig að nú skakklappast ég í vinnunni í götóttum dásemdunum og út úr gatinu kíkir plástruð tása sem má muna sinn fífil fegurri. Og svo var ég bara kölluð brussa. Aumingja ég!



Auður Ösp kl.12:34 þann


#





Fólk er fífl

Atvik 1: Djúpsteikningarpottur

Heldri kona gengur inn í raftækjaverslun og heimtar að fá að skila djúpsteikingarpottinum sem hún keypti daginn áður. Hún segir að hún hafi ekki snert pottinn og að hún hafi bara allt í einu áttað sig á því að hana vantaði ekki djúpsteikingarpott. Sölumaðurinn í versluninni tekur upp pottinn sem angar af steikingarolíu og verður fitugur á puttunum við það eitt að taka hann upp úr kassanum. Konan bregst hin versta við og sakar sölumanninn um ærumeiðingar þegar hann bendir henni vinsamlega á að potturinn hafi augljóslega verið notaður. Hún rífst og skammast og segir svo að lokum að einhver sölumannanna í búðinni hljóti að hafa prófað hann. Einmitt, það flýtur allt í steikingarolíu inn í raftækjaverslunum og starfsfólkið safnast saman eftir erfiðan vinnudag og borðar saman djúpsteiktar rækjur. Er nokkuð augljóst að heldri konan var að halda teiti og vantaði pottinn bara í eitt kvöld og hélt hún hefði þrifið hann nógu vel. Þeir sem vita upp á sig sökina rífast alltaf mest.

Atvik 2: Bilaður GSM sími

Útlendingur búsettur á Íslandi kaupir sér dýran og fínan GSM síma með öllum nýjustu græjunum. Tveimur vikum seinna kemur maðurinn heldur vesældarlegur á svip með símann í maski og heimtar nýjan síma. Heldur hann fram að daginn sem hann keypti símann hafi hann labbað út úr búðinni og misst símann undir bíl sem var settur í gang í sama svipann og keyrði bíllinn yfir nýja símann. Ótrúleg saga sem er jafnvel það ótrúleg að það er freistandi að trúa henni. En af hverju kom ekki maðurinn ekki með símann strax úr því að þetta gerðist beint fyrir utan verslunina? Þeir sem vita upp á sig sökina væla alltaf mest

Fær maður allt á Íslandi með því að væla nógu mikið????




Auður Ösp kl.17:54 þann laugardagur, júlí 26, 2003


#





NOKIA = RUSL

Ég tek stundum rangar ákvarðanir. Ég tók til dæmis ranga ákvörðun eftir að 3310 símanum mínum var stolið. Þá átti ég ekki pening og ákvað frekar að spara mér 10.000 kall með því að kaupa mér nokia síma í staðinn fyrir Sony Ericson. Þannig að ég keypti mér 6510 sem er lítill og nettur en alveg ótrúlega hægur. Svo núna eftir nokkra mánuði er hann allt í einu farinn að bila og ég get ekki lengur læst lyklaborðinu og það koma þvílík óhljóð þegar ég fæ sms. Það sem pirrar mig mest að ég vissi alveg að Nokia væri drasl en hélt samt að ég væri að "spara" með því að kaupa hann frekar. Svo sendi ég símann í Hátækni og þeir eiga eftir að segja mér að þetta sé allt mér að kenna og rukka mig svo fyrir skoðunina þótt að síminn sé í ábyrgð. Ég þoli ekki Nokia, Hátækni og yfirhöfuð allt sem tengist GSM símum. Samt getur mar ekki lifað án þessa rusls þannig að mar verður aldrei ánægður. Ég ætla nú ekki að kaupa nýjan síma fyrr en þess deyr og þá kaupi 110% pottþétt eitthvað annað en Nokia



Auður Ösp kl.15:35 þann


#





Fréttir dagsins

Geðsjúklingurinn er hættur að hringja sem er mjög ánægjulegt og er þungu fargi af mér létt. Bréfaskriftir mínar við símann halda áfram en enn er ég ekki búin að fá nein svör önnur en þau að þetta eigi ekki að vera hægt, það er að Gallup fái óskráð númer. Ég er á leiðinni á djammið á morgun með spænska hommanum vini ameríska mannsins sem umræðurnar hjá Litla Birni hafa aðeins snúist um undanfarið, veit ekki hvernig það fer allt saman. Hulda gerði sitt besta í að gera okkur að algjörum fíflum fyrir framan sæta gaurinn frá því um daginn þegar við keyrðum fram hjá vinnustaðnum hans áðan, ekki í fyrsta skipti sem við lítum undarlega út fyrir framan hann. Já og að lokum vil ég koma því á framfæri hvað ég er sérdeilis ánægð með tjáningu Litla Bjarnar og Regnhlífarinnar á sínum síðum, en Hlíbbið mitt, ef mar ætlar að vera með Getraun dagsins þá verður mar að vera með einhvern stað fyrir fólk að skilja eftir svör. En svarið við fyrstu getraun dagsins er btw Tónaflóð eða Sound of Music !



Auður Ösp kl.17:17 þann föstudagur, júlí 25, 2003


#





Skrýtna kona

Þessa dagana stend ég í miklum skrifum við Landsímann varðandi símtal sem ég fékk frá Gallup. Megin inntak þessara bréfaskipta er það að ég er ekki í símaskránni og skil þess vegna ekki hvernig gallup fær númerið hjá mér öðruvísi en að Landsíminn láti þá hjá Gallup fá það. Ég veit það ekki, nú er ég enginn lögfræðingur né annars konar fræðingur en ég myndi halda að þetta væri bara eitthvað sem þeir ekki mættu gera. Í stað þess að svara spurningum mínum bendir hver á annan og núna rétt í þessu fékk ég meil frá góðhjartaðri manneskju hjá fyritækjasviði símans þar sem hún sagði mér hvernig ég gæti verið hringt í hagstofuna til að vera tekin út af gallup listum. Þetta var mjög góð ábending og var einmitt það sem konugreyið hjá Gallup sagði mér þegar hún slysaðist til að hringja í geðvonskupúkann mig og spyrja mig út í einhverjar auglýsingar. Þetta mál snýst bara alls ekkert um það. Það sem að það snýst um er að hvernig fær Gallup óskráð númer í sínar hendur og nafnið mitt og væntalega kennitölu með því.... Þetta er áhugavert og ég gefst ekki upp fyrr en ég fæ svör!



Auður Ösp kl.15:57 þann fimmtudagur, júlí 24, 2003


#





And the saga continues...

Geðsjúki yemenbúinn heldur tilraunum sínum til að heilla mig í gegnum símann áfram. Eftir að ég hafði sent honum afdráttarlaus skilaboð um að ég kynni ekki að meta þessa athygli fékk ég frá honum: ok, sory. Hélt ég að þar með væri þessum leik lokið. En neeiiihhhh, þá sá hann ástæðu til þess að senda mér skilaboð um átta leytið til þess að spyrja hvort það væri ekki í lagi með mig og af hverju hann hefði ekki heyrt í mér. HEIMSKI MAÐUR!. Svo fékk ég önnur skilaboð um hálfeitt í gærkvöldi og þá lét hann sem ekkert hefði í skorist. Og svo spyr fólk af hverju ég gnísti tönnum þegar ég hugsa um þessa heilalausu hálvita sem við köllum karlmenn. Nú er ég sko hætt að vera eitthvað smeyk og er eiginlega orðin bara reið og hann má þakka fyrir að ég veit ekki hver hann er því ef ég vissi það myndi ég kýla hann. GARRRRRGGGG!



Auður Ösp kl.13:06 þann


#





Viðbjóðslega creapy!

Í gærmorgun vaknaði ég við óhljóðin sem heyrast í símanum mínum þegar mér hafa borist skilaboð. Ekki nóg með það að það heyrist svona tikk tikk tikk hljóð heldur er ég líka stillt með á vibration svo að þetta er hin ágætasta vekjaraklukka. Klukkan var rétt rúmlega átta og ég var í fríi svo að ég tók símann mér í hönd bölvandi þeim er hafði raskað ró minni: Hi how are you today see you letter bay alc Það er skemmst frá því að segja að ég botnaði hvorki upp né niður í þessum skilaboðum og því síður vissi ég hver sendandinn var. Tikk tikk tikk: I was in England i back 3 day and i like to see you my name is alc. HA?!?!?!?!

...People are strange, when you're a stranger... er einmitt hringingin sem síminn gefur frá sér þegar hann þekkir ekki númerið og skömmu eftir seinni skilaboðin ómaði þessi lagstúfur um herbergið mitt. Já halló. Á mjög svo bjagaðri ensku ælir gripurinn út úr sér að hann heiti Alc, hann sé frá YEMEN og að ég hafi gefið honum númerið mitt fyrir örfáum vikum. Hann baðst innilega afsökunnar á að hafa ekki hringt fyrr en hann hafi brugðið sér til Birmingham að heimsækja foreldra sína.

Hálfsofandi reyndi ég að muna hver þessi maður væri og niðurstaðan var sú að ég kannaðist ekkert við hann. Ég reyndi að útskýra þetta fyrir honum en hann stóð fastar en fótunum á því að ég hefði í eigin persónu gefið honum númerið mitt. Jafnframt baðst hann afsökunnar á að hafa hringt svo snemma og spurði hvort hann ætti ekki bara að hringja aftur síðar. Nú á ég það til að vera svolítið skrautleg af og til og gat ekki útilokað að maðurinn væri að segja sannleikann. Þess vegna sagði ég bara: ha jújú

Um hádegisbilið vaknaði ég aftur og eftir mikla umhugsun ákvað ég að maðurinn væri bara eitthvað að mis... og að ég hefði aldrei gefið honum númerið. Ódauðlegir tónar The Doors fóru aftur í gang og í þetta skiptið gekk ég ákveðin til verks: Heyrðu félagi. Þú ert nú bara eitthvað ruglaður og hana nú! Hann vildi ekkert kannnast við það og lýsti mér í útliti og sagði mér aftur söguna af því að hvernig ég stimplaði númerið sjálf inn í símann hans. Ég benti honum á að það væri bara ekki möguleiki, ég væri kannski rugluð en ég myndi muna eftir því. Þá breyttist sagan: Allt í lagi vinan, ég vil ekki ljúga að þér. Ég hef oft séð þig og finnst þú voða sæt og mig langar bara að hitta þig. Eitt kvöldið sagði ég vini mínum frá því og það kom í ljós að hann þekkti þig og var með númerið þitt. Gerðu það, gefðu mér tækifæri. Ég er ekki að leita eftir kynlífi. Ég á nóg af peningum og ég lifi góðu lífi en vantar bara einhverja til þess að deila því með. Gefðu mér tækifæri og kannski líkar okkur vel hvort við annað. Og hver var svo þessi vinur sem kannaðist við mig og gaf honum númerið mitt? Nú það var auðvitað hann Músh (eða eitthvað í þá áttina), ítalskur vinur hans sem er í rauninni hálfur ítali og hálfur KÚRDI!

Sko það er kannski marg satt og rétt í þessum Marokkóbröndurum og um furðulegt aðdráttarafl mitt á N-Afríska menn en hvernig í ósköpunum færðist þetta yfir í mið-austurlöndin? Ég get svo svarið það að ég þekki enga menn frá YEMEN, hvað þá kúrdísk/ítalska vini þeirra og ég bara skil þetta mál alls ekki.

Í dag, umþ 20 skilaboðum, 7 hringingum, 30 where are you now , milljón but I like you, just give me a chance og nokkuð mörgum reyndu að skilja að ég þekki þig ekki síðar er mér ekkert sérstaklega skemmt lengur. Ég fékk smá panik þegar ég hugsaði út í það að hann vissi kannski hvar ég á heima en ég vil helst ekki hugsa þá hugsun til enda. Ég lét Óskar hafa símann minn og skipaði honum að svara ef hann hringdi. Ég er nógu vænisjúk fyrir og sálartetrið mitt þarf ekki á þessu að halda í augnablikinu. Ef þetta er einhver sjúkur brandari þarna úti þá vil ég segja að hann hefur algjörlega misst marks og einnig ef einhver getur veitt upplýsingar um hvernig þessir menn fengu númerið mitt yrði mjög glöð. Og ekki vera hissa ef ég svara ekki ef þið hringið úr leyninnúmeri. Helvítis hálviti



Auður Ösp kl.12:38 þann miðvikudagur, júlí 23, 2003


#





Helgin

Mig minnir að ég hafi talað um einhverja djammpásu í lok maí og gaf ég þá hátíðleg loforð um að ég myndi spara pening og hlífa lifrinni á mér frá böli áfengis. Mér, tryggum lesendum og lifrinni minni til mikilla vonbrigða þá hefur þetta ekki alveg gengið eftir og ég held að ég sé búin að djamma allar helgar síðan. Ég hef bara ekki viljastyrk í þetta mál, allavega ekki á meðan mér finnst þetta svona gaman. Það er nefnilega búið að vera sérdeilis gaman á síðustu djömmum sem er mjög skemmtileg eftir tilbreytingasnautt djammlíf síðustu mánaða. Ruglið og vitleysan sem einkenndi eitt sinn öll þau kvöld sem við vinkonurnar fórum svo mikið sem út úr húsi eru að koma sterk inn aftur og það er það sem gerir þessi djömm svona skemmtilegt. Það er ekki á hverjum degi sem rúmið manns brotnar af því að fjórir sofa á því eða að Litli Björn og einhver Íri reyna að heilla hvort annað með söng á miðjum skemmtistað. Rugl og vitleysa er það sem gerir lífið skemmtilegt.

Við byrjuðum á laugardaginn á að kíkja í heimsókn til hans Óskars þar sem kexsmiðjustrákar höfðu mælt sér mót. Nærveru okkar var óskað og við urðum að verða við þeirri bón piltanna. Þar spiluðum við nýja útgáfu af drykkjuleiknum góða og verður sú útgáfa hér eftir eingöngu spiluð. Þvílík snilld. Svo kom pabbi gamli og sótti okkur stúlkur og skutlaði okkur í annan gleðskap en það var hann Kjartan litli sem varð aðeins stærri þetta kvöld og vildi fagna því með vinum og vandamönnum. Þar var bolla og var hún komin vel á veg þegar að við mættum. En ávextirnir voru eftir og undir lokin var ég farin að mata mann og annan með skeið en það var nottla alltaf einn fyrir þig, þrír fyrir mig. Ávextir í bollum eru hættulegir (þá er ég ekki að tala um svona bolla sem mar drekkur úr)

Síðan var förinni heitið á Celtic Cross þar sem við stúlkur hittum mann og annan og meðal annars hitti ég hóp af fyrrverandi vinnufélögum sem er alltaf gaman. Svo hitti ég nottla hóp af núverandi vinnufélögum þannig að þetta var bara einn vinnufélagagrautur. En svo minnir mig að Tryggvi draugur hafi líka verið þarna á sveimi og svo þríeyki sem gerði þetta kvöld ansi skemmtilegt. Fyrst hittum við Íra sem bauð okkur Ástu upp á öl og spjallaði heilmikið við hann. Á einhverjum tímapunkti fannst mér samt allt í einu eins og hann væri aðeins of vinalegur en það var einmitt um svipað leiti og hann strauk á mér löppina og sagði að ég væri með soft legs. Hmmmm..... Þá sáum við Ása okkur leik á borði og ákváðum að reyna að fá einhvern gaur sem henni Hlíf leist svo vel á að koma yfir og tala við hana. Hlíf brást hin versta við og ég ákvað að tala við þá og reyna að koma þeim inn um bakdyrnar á meðan að Hlíf sæi ekki til. Einhvern veginn æxlaðist það þó að þeir stönsuðu bara hjá mér og áður en ég vissi af var ég búin að lofa öðrum þeirra, Jose Antonio, að fara á Spotlight með honum um næstu helgi og hinn var með feitan giftingahring svo það var ekki til mikils að reyna að koma þeim Hlíf saman. En kaninn, þessi sæti, var mjög upp með sér yfir áhuga þessarar fögru stúlku og bað mig um að segja henni hversu fögur hún væri og að ef hann væri sko ekki giftur..... Á meðan að þeir sýndu mér snilldartakta í íslenskum frösum og við ræddum Njálu í þaula sneri Ása sér að íranum sem söng af mikilli inlifun frumsamin lög fyrir hana. Þetta var allt hið undarlegasta mál en mjög skemmtilegt. Að lokum þegar að það var búið að loka kvöddum við erlendu gestina með virktum og lofuðum að hitta þá alla aftur. Við hoppuðum upp í leigara og þar fór Ása á kostum og leigubílstjórinn átti bara ekki orð yfir skemmtanagildi farþeganna. Ég veit ekki hvort að það var hikstinn eða þegar hún lýsti standpínu írans og hvernig hún tók kipp þegar að óskar mætti á svæðið en allavega þá emjuðum við af hlátri. Leigubílstjóranum fannst við svo sniðugar að hann bara stoppaði mælinn af og til og við borguðum mun minna en við hefðum í rauninni átt að gera. Frábær endir á mjög svo ánægjulegu kvöldi.




Auður Ösp kl.13:25 þann mánudagur, júlí 21, 2003


#





Gavöð.... ég gleymdi næstum því að segja ykkur að litli Björn er búinn að gera magnaðar breytingar á síðunni sinni og hvet ég alla til að tékka á því.... Litli björn svíkur engan



Auður Ösp kl.11:42 þann laugardagur, júlí 19, 2003


#





Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, sól bara sól

Mikið lifandi ósköp er veðrið búið að vera yndislegt síðustu daga. Svo að ég vitni í hana vinkonu mína, Hlíf: Ísland er BESTA LAND Í HEIMI á dögum sem þessum. Hver getur ekki verið sammála því?

Í gær ákváðum við Dizzy að gerast bara heilsusamlegar og labba heim úr kexsmiðjunni. Fyrr um daginn hafði komið maður í kexsmiðjuna sem henni Huldu fannst alveg nógu gómsætur til að bíta í en hann reyndist örlítill furðufugl. Hann gekk um og söng hástöfum og virtist alveg ómeðvitaður um það að hann væri ekki staddur í sturtunni heima hjá sér. Nema að svo labbar hann fram hjá mér og í miðju lagi stoppar hann fyrir framan mig, beygir sig svona í hnjánum og bendir á mig eins og hann væri einhver rokkstjarna á sviði. Þetta er eitt alflottasta múv sem ég hef séð lengi og ég átti erfitt með að hemja mig. Hulda varð ekki vitni að þessari uppákomu og þegar hann og félagi hans höfðu yfirgefið svæðið kom hún hlaupandi til að segja mér allt um það hvað hann hefði verið mikið grrr. Ég varð því miður að hryggja hana með sögunni af söngnum og múvinu og féll hann hratt af stallinum sem hann hafði verið settur á. En múvið varð aðalbrandari dagsins hjá okkur Huldu og notuðum við hvert tækifæri til þess að nota það hvor á aðra og hlógum við alltaf jafn mikið. En hvernig tengist þetta göngutúrnum okkar Dizzy hugsið þið kannski og það er að koma núna.

Við Dizzy gengum eftir Skútuvoginum og enn vorum við að hlæja að manninum hennar Huldu. Ég gerði mér lítið fyrir og tók múvið einu sinni enn og benti að ég hélt beint út í bláinn. Svo illa vildi til að gamall töffari í ermalausum bol var einmitt að keyra framhjá í sömu svifum á Huynday Coupé bílnum sínum og svo virðist sem hann hafi tekið múvið til sín. En áfram héldum við og fáeinum mínútum síðar keyrir töffarinn fram hjá aftur, með hausinn út úr bílnum í þetta skiptið og æpti á okkur: Halló skvísur. Ef það er ekki nógu sorglegt að vera gamall töffari í ermalausum bol og á mesta wannabe bíl í geimi þá er það allavega mjög sorglegt að hrópa Halló Skvísur á saklausar stúlkur á kvöldgöngu. En annars fengum við flaut og how you doin' look frá öðrum ermalausum töffara. Það var bara einhver spanjófílingur í gangi í skútuvoginum í gær.

En aftur að kvöldgöngunni. Við fórum í elliðárdalinn og fórum að vaða sem var mjög skemmtilegt. Við vorum þarna hjá fossinum og ég verð bara að segja að það er ekkert smá fallegt þarna. Við enduðum svo úti á túni, í bókstaflegri merkingu, þar sem við fórum í pizzu piknik og skoðuðum á okkur tærnar. Ótrúlega skemmtilegt kvöld bara. Yndislegt að eyða föstudagskvöldi í eitthvað annað en fyllerí og að mæta óþunn í vinnuna.




Auður Ösp kl.11:03 þann


#





Kæra fólk! Tékkið á nýju myndunum hennar Ástu og snilldarfærslunum hjá henni Hlíju. Það er gott að sjá að það er fólk þarna úti sem er duglegra að blogga en ég ;O) En ég er að reyna að bæta mig, í alvöru. Ég hef bara verið afar upptekin í vinnunni við að tæta gamla reikninga undanfarið og er það bara hættulegt hvað mér finnst það gaman. Ímyndið ykkur um hvað ég er að hugsa þegar ég set blöðin í tætarann.... múhahaha

Á meðan ég man: GETIÐI HVER ER AÐ FARA Á FOO FIGHTERS???? Já það er ÉG!!! Ligga ligga lái.

Ég er að spuglera í að chilla á þessu Hombres son Cerdos máli aðeins. Ég ætla áfram að vera á móti karlmönnum inni í mér en ég ætla að reyna hætta að æpa þetta yfir heiminn. Ef ég skyldi deyja á morgun þá vil ég ekki að fólk hugsi þegar það sér minningargreinina: Já, Auður. Ég man eftir henni. Hún var rosa bitur og var á móti karlmönnum. Vill mar ekki frekar að manns sé minnst fyrir eitthvað annað. Ég væri alveg til í að fólk hugsaði: Já, Auður. Ég man eftir henni. Hún var alveg rosalega skemmtileg. Eða: Já Auður, hún hefði nú átt að fá nóbelsverðlaunin (bara annað hvort friðar eða bókmennta, skiptir ekki máli hvort). Ekki það að ég hafi sérstakar áhyggjur af því að ég sé að fara að deyja sko en ef það gerist á morgun þá hef ég ekki nema 24 klukkutíma til að ná í nóbelinn, ó fokk, er það ekki doldið hæpið?



Auður Ösp kl.12:50 þann föstudagur, júlí 18, 2003


#





Ætlaði að skrifa meira í gær en það bara varð ekkert úr því. ég er agaleg!



Auður Ösp kl.14:17 þann fimmtudagur, júlí 17, 2003


#





Jæja kæra fólk. Ég er að reyna að vera aðeins duglegri við þetta bloggvesen en ég verð að játa að áhuginn er ekki alveg jafnmikill og hann var í upphafi. Kannski er málið líka það að það er aðeins búið að takmarka netaðganginn í vinnunni svo það er ekki eins auðvelt fyrir mig að koma orðum á blað, ja eða skjá.

Þetta mál með skyndilegu lausnina á húsnæðisvandanum virðist eitthvað hafa ruglað fólk í Rimini. Ég er sem sagt búin að finna stelpu til þess að búa með mér og er það ekki Þóra. Nýja stelpan heitir samt Þóra sem er afar hentugt sérstaklega með það í huga að þá þarf ég ekki að skipta um miðann á bjöllunni sem tók mig ekki nema uþb hálft ár að hengja upp. Augljósir ókostir eru auðvitað þeir að það er nóg af Þórum í kringum mig og fólk er alltaf að rugla þeim saman. Ekki hjálpa öll þessi Ásu-Ástu nöfn og Eddurnar og Sigrúnirnar þrjár heldur. Þetta veldur satt að segja heilmiklum ruglingi. Ég held líka að Þóra Snorra sé ekkert sátt við þessa Júru nafnbót, tala nú ekki um þar sem þetta heitir ekki einu sinni Eurocard lengur, og ég veit ekki oft um hvern er verið að tala þegar að fólk talar um Þóru Spanjó.



Auður Ösp kl.14:10 þann miðvikudagur, júlí 16, 2003


#





IMBAHALA HELGI DAUÐANS

Föstudagurinn var skrýtinn hvað imbahala snertir en laugardagurinn toppaði þetta alveg. Ég hitti nefnilega fleiri imbahala sem ég ætla ekkert að tala neitt meira um hér en þeir höguðu sér bara með skársta móti. Allavega betur en búálfurinn.

En ég hitti líka aðra en fyrrnefnda imba. Ég hitti til dæmis manninn sem Óskar reyndi að hössla fyrir mig forðum daga. Ég var mikið að spuglera í að tala við hann en þorði því bara ekki. Ji dúdda hvað maðurinn er myndarlegur. Manni langar bara að stökkva á hann og gera eitthvað ljótt. Fleiri gamlir draugar létu sjá sig. Þeir sem vita hver Tryggvi gamli bekkjarbróðir minn er vita af hverju ég kalla hann draug. Allavega þá spjallaði ég aðeins við hann og það var bara mjög gaman að sjá hann. Alltaf fyndið að hitta aftur einhverja gaura sem mar hélt ekki vatni yfir og sjá hvað mar var vitlaus. Ekki það að þetta er alveg myndarmaður en þið vitið, mar var samt vitlaus.




Auður Ösp kl.14:13 þann mánudagur, júlí 14, 2003


#





OHHH pirrelsi pirrelsi og meira pirrelsi

Í gær hitti ég tvo imbahala sem ég var ekki að fíla að hitta.. þannig að núna er ég bara pirruð og langar helst að gelda alla karlmenn. Ég hitti eyrnalokkamanninn sem bara neitaði alveg að kannast nokkuð við mig þangað til ég sagði honum að hætta að þykjast ekki þekkja mig. Þá rámaði hann allt í einu í andlitið á mér. Djöfulsins fífl.

Svo hitti ég búálf sem reyndi að telja mér trú um að hann hafi alltaf verið voða skotinn í mér og að ég væri svo falleg og annað froðusnakk. Jah hann hefði þá bara átt að sleppa því að fara í helvítis djúpu laugina úr því að ég er svona yndisleg. Svo spurði hann mig hvort það væri stutt heim til mín... eins og að hann fengi að stíga fæti þangað inn!!!

KARLMENN ERU SVÍN KARLMENN ERU SVÍN KARLMENN ERU SVÍN



Auður Ösp kl.15:00 þann laugardagur, júlí 12, 2003


#





Langar bara að deila með ykkur að ég er búin að redda húsnæðisvandanum! Einu vandamáli færra að hafa áhyggjur af. Jeiii..... Var í útilegu sem var sérdeilis skemmtileg og er frekar þreytt núna. Byrja svo að vinna á fös og fer þá að blogga aftur eðlilega.... Það er til furðulegt fólk í þessum heimi og læt ég það verða mín lokaorð hér í kvöld. Over and out



Auður Ösp kl.00:45 þann mánudagur, júlí 07, 2003


#





Bakkasystur ekki bakkabræður!!

Móðir mín skrapp á Hornstrandir í einhvern heljarinnar göngutúr og ég ákvað af góðmennsku minni að sjá um systur mínar á meðan hún væri í burtu. Okkur systrum kemur nú yfirleitt mjög vel saman og hélt ég að það gæti verið ágætt að treysta aðeins fjölskylduböndinn í sumarfríinu. Kannski spilaði það líka inn í að allir aðrir sem ég þekki eru að vinna og ef ég væri ekki með systur mínar þá væri ég örugglega ein að hangsa en það er önnur ella.

Allavega. Herbergisfélagaleitin heldur áfram en hef ég tekið þá ákvörðun að ef ekkert gerist um helgina verður mitt fyrsta verk að segja upp samningnum á mánudaginn. En það er ekki víst að til þess komi þar sem ég setti auglýsingu í Dabbann aftur og er ég búin að fá heil þrjú svör. 1. hringingin sem ég fékk var frá 49 ára karlmanni og bað ég þann mann bara vel að lifa. Hringing númer 2 kom svo í dag og var það (loksins) stelpa sem er á svipuðum aldri og ég og ætlar hún að koma að skoða í kvöld. Ég er viss um að þótt að henni lítist ekki vel á þá mun ég ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hún fari að senda mér sms um miðjar nætur eins og ónefndur sjómaður. Nú í auglýsingunni stóð: “verð 35000 og allt innifalið” en einhverjum sniðugum strákum datt ýmislegt annað í hug en hússjóður, rafmagn og hiti þegar þeir lásu þetta. Þeir voru einmitt hringing númer þrjú og þegar ég hafði útskýrt hvað fælist í “allt innifalið” sögðu þeir: óóó…. ég var með allt annað í huga. Í alvöru… hvað er að karlmönnum??? Ég bað þá líka bara vel að lifa en fannst þetta nú samt lúmskt fyndið.

Við systur fórum í smá hreinsiaðgerð í súlustaðnum í bökkunum áðan og þrifum við allt hátt og lágt. Ég bað annan vitleysinginn að fara út með ruslið sem og hún gerði en svo skemmtilega vildi til að það var of mikið í öðrum pokanum og þeir festust í ruslarennunni. Í staðinn fyrir að toga pokana upp aftur ákvað sú stutta að ná bara í kúst og reyna að ýta pokunum niður sem gerði lítið annað en að festa þá bara betur. Þá ákvað hún að kalla eftir aðstoð stóru systur.

Við potuðum ofan frá og við potuðum neðan frá með bévítans kústskaftinu en pokarnir bifuðust ekki. Ég reyndi að ná þeim með því að troða hendinni inn í ruslalúguna en ekkert virkaði. Það var ekki fyrr en að önnur systir mín fór með hausinn á undan og ég hélt í lappirnar á henni og tróð henni inn í lúguna að við náðum öðrum pokanum.. Ég var aðeins efins um að mamma hafi haft þetta í huga þegar hún sagði okkur að finna upp á einhverju skemmtilegu að gera á meðan hún væri í burtu. En enn var pokinn sem stíflaði í lúgunni og önnur tilraun var gerð þar sem að lappirnar á litlu systur minni var það eina sem sást af henni. Þetta gekk ekki svo ég togaði hana út en þá kom smá babb í bátinn. Hún var föst! Litla greyið emjaði og æpti á meðan að ég reyndi að toga hana út og að lokum lá hún hálf inni í rennunni og lappirnar dingluðu út því hún náði ekki niður á gólf. Á meðan á þessu stóð var hin í óða önn við að beygla kústskaftið og var ég of upptekin af því að hjálpa hinni til þess að geta skammað hana fyrir það. Á endanum með stórátaki og örugglega töluverðum sársauka náðum við henni út en pokinn var enn fastur. Við náðum svo að losa hann með beyglaða kústskaftinu en skaftið brotnaði reyndar í tvo búta við átökin. Það er skemmst frá því að segja að við brunuðum beint í ísbúð þar sem að þær fengu að velja sér HVAÐ SEM ER og svo var þeim snarað í sturtu þegar heim var komið.

Hvaða lærdóm má svo draga af þessari sögu? Foreldrar, passið börnin ykkar! Sleppið því frekar að fara út úr bænum en að skilja þau eftir í minni vörslu…



Auður Ösp kl.16:15 þann föstudagur, júlí 04, 2003


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007