Með miklum trega í hjarta neyðist ég til að tilkynna það að allt stefnir í að Sauðurinn þurfi að yfirgefa ástkært heimili sitt. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra hversu mikil vonbrigði þetta eru og fæ ég satt að segja sting í hjartað bara að hugsa um það. Ég hélt í einfeldni minni að nú væri ég búin að finna mér samastað þar sem ég gæti verið þar til ég væri tilbúin að kaupa mér mína eigin íbúð og sá fram á að geta loksins andað léttar og gleymt húsnæðisvandamálum. En auðvitað fer ekkert í mínu lífi eins og ég plana það og ég er komin í sömu hevítis sporin aftur. Fluttningur númer 15 er yfirvofandi og guð má vita hversu lengi næsti samastaður endist. Ég er góð manneskja. Af hverju ganga hlutirnir ekki bara einu sinni upp hjá mér? Ég er gráti næst þegar ég hugsa til þess að pakka niður dótinu mínu og reyna að koma mér fyrir á nýjum stað. Mig langar ekki að flytja.....



Auður Ösp kl.16:27 þann mánudagur, júní 23, 2003


#





Hvað er málið með karlmenn? Ég meina...... djísus...... ég á ekki orð. Í gær hringdi Hulda í mig og dró mig hálfnauðuga með sér á djammið. Ok, kannski ekki en ég þurfti að hugsa mig um alveg í fimm mínútur allavega. Nema hvað þar sem fátæki maðurinn er við völd á súlustaðnum í bökkunum þá bauð Huldan og ég píndi ofan í mig gin í egils kristal. Þetta endaði nottla allt í vitleysu og ég svaf yfir mig í morgun og mætti alveg korteri of seint í vinnuna enn í djammgallanum.

Allavega.... aftur að svínunum. Í fyrsta lagi fékk ég mjög góð tilboð í gær frá ísraela búsettum í new york (sem býr þar að eigin sögn "because of the drugs") og ef að ég hefði munað að fá heimilisfangið hans þá mátti ég búa hjá honum og hann lofaði að show me a good time. Svo hitti ég aftur spánverja sem ég hitti um daginn sem reyndist svo alls ekkert vera spænskur heldur er hann tyrki sem aldist upp í þýskalandi og skil ég alls ekki af hverju hann laug að mér að hann væri spænskur. Hann bauð mér (aftur) heim til sín til að spjalla en þegar ég sagðist ekki hafa áhuga (notaði meira að segja no sexo línuna hennar siggu) þá varð hann bara móðgaður og skildi ekkert af hverju ég var að minnast á sexoið. Hann þóttist ekkert hafa verið að bjóða mér soleis. Einmitt!!! Ég fékk númerið hjá honum og lét hann svo keyra mig heim til Huldu (btw Hulda, mér fannst þú full nakin þegar þú tókst á móti mér í morgun, næst heimta ég að þú farir nú allavega í brækur. Þetta þvottastykki huldi ekki neitt). Og svo hitti ég bévítans venasúela gæjann sem ég hitti alltaf ef ég hætti mér út úr húsi og einhverra hluta vegna heldur hann að okkur sé ætlað að vera saman. Heyrðu félagi.... get over it, ég ætla ekki að vera kærastan þín. En þessa menn gat ég höndlað af því að ég er vön svona útlandapésum en það var annar maður sem ég skildi ekki upp né niður í.

Muniði eftir sjóaranum sem var að spöglera í að koma að búa með mér. Bévítans durgurinn hafði ekki fyrir því að láta mig vita að hann hefði ekki áhuga lengur og aumingjans ég sat eins og auli og beið eftir að hann myndi hringja. Hann hringdi aldrei, þessir karlmenn hringja aldrei, en í gær fórum við vinkona hennar Huldu út af hverfisbarnum og þegar ég leit á símann minn sá ég að eg hafði fengið sms. Hvernig ertu stóð og var það frá sjóaranum síkáta. Hvað meinaði hann með þessu? Hélt hann að ég hefði sett auglýsingu í blaðið til að kynnast nýjum karlmönnum?!?! Átti ég að hoppa og skoppa af gleði og hitta hann og sofa hjá honum, svona úr því að hann ákvað að taka ekki íbúðina. Hvað er málið???? Nei ég bara spyr. Ég sendi honum einhvern reiðilestur tilbaka og ef hann var ekki búin að ákveða sig varðandi íbúðina þá býst ég við að hann sé búinn að því núna. Þeir sem þekkja mig vita að ég get alveg verið orðljót ef svo ber undir. Gahh.... eru engin takmörk fyrir því hversu lágt þessi lýður leggst?



Auður Ösp kl.13:43 þann laugardagur, júní 21, 2003


#





Já og enn er ég ein í kotinu... kommon fólk.... I'm loveable..... live with me......



Auður Ösp kl.18:13 þann fimmtudagur, júní 19, 2003


#





Ég er bara búin að vera allt of upptekin í dag til þess að blogga. Ég er búin að liggja á einhverjum spjallrásum þar sem ég hef ekki aðgang að msn í tölvunni sem ég er í núna og dagurinn hefur bara flogið. Ótrúlegaur andskoti.... jæja, skrifa eitthvað sniðugara seinna.... ég lofa



Auður Ösp kl.18:10 þann


#





Jæja, ég er komin aftur eftir 4ra daga vinnu- og bloggfrí. Ég get ekki sagt að mikið hafi gerst þessa fjóra daga enda gerist yfirhöfuð ósköp lítið í mínu lífi (ef frá eru talin örfá íkveikjumál og svona). Ég bætti við linkum á myndasíður hjá Konna og Gudda fyrir þá sem ekki eru búnir að sjá þær myndir en ef eigendur þessara myndasíða eru eitthvað ósáttir er meira en sjálfsagt að fjarlægja þá. Eins og sést á þessum myndum þá var aðeins farið út á föstudagskvöldið en það var ekkert nema rólegheitin, allavega hjá mér. Það var samt nokkuð gaman þangað til við hittum ónefndan læknanema og Óskar ákvað að vera fyndinn, aftur. Mér var ekki skemmt í þetta skiptið.

Af meðleigjendaleitinni er það að frétta að kandídat númer #3 hefur bæst í hópinn. Hann er jafnvel enn eldri en sjóarinn og er hann eiginlega út úr myndinni af þeim sökum. Kandidat #2, sjóarinn, hefur annars ekkert látið heyra í sér og er ég nokkuð ósátt við það. Ohhh.....




Auður Ösp kl.12:16 þann miðvikudagur, júní 18, 2003


#





Ég var allt í einu að fatta að það er föstudagurinn 13. og ég er barasta enn á lífi. Ótrúlegt. Þetta er dagur hinna miklu afmæla og í fjölskyldunni minni er þetta fyrsti af þremur afmælisdögum sem bera upp á þrettánda dag mánaðarins. Í dag eru það systur mínar tvær sem eru 12 ára. Ég bara á ekki til orð að þær séu orðnar tólf, hvað gerðist eiginlega... það fer að styttast ansi mikið í það að þær verði fermdar og svo allt í einu verða þær að fara á skólaböllin í framhaldsskólunum. Eins og litla systir vændiskonunnar sem er allt í einu bara farin að læra á bíl. Hvað er málið?? Síðan á Hlífarpabbi stórafmæli í dag en er sá ágæti maður fimmtugur. Til hamingju með daginn öllsömul!



Auður Ösp kl.16:08 þann föstudagur, júní 13, 2003


#





Sagan af meðleigjendaleitinni heldur áfram. Sveitapilturinn sem ég talaði um í gær hringdi aftur í mig í gærkvöldi og tjáði mér það að hann hefði fundið annað betra, ódýrara og nær skólanum hans. Maður hefði haldið að ég færi alveg í kerfi yfir þessum úpplýsingum en ég var hálffegin að þurfa ekki að búa til afsakanir fyrir því af hverju hann gæti ekki fengið herbergið. Hvað get ég sagt? Tilfinningin gagnvart honum var bara ekki rétt. Ekkert tengt honum, þetta er örugglega ágætisstrákur, hann hringdi allavega til þess að láta mig vita sem er meira en margir hefðu gert.

Ég fann fyrir ákveðinni örvæntingu ca hálftíma eftir að ég hafði talað við sveitapiltinn. Ég var alveg miður mín yfir öllum þeim ógöngum sem ég væri búin að koma mér í yfir ævina og sá fram á að búa í geymslu eins og ónefndur félagi okkar. Skömmu síðar gleymdi ég því hvað ég átti bágt og skömmu eftir það hringdi síminn. Auglýsingin í dabbanum virðist hafa höfðað meira til karlmanna úti á landi en annarra og var þetta einn slíkur. Þessi var aðeins eldri en sveitapilturinn eða um 10 árum eldri og er hann sjómaður. Kosturinn við hann er augljóslega sá að hann er úti á sjó í þrjá mánuði í einu þannig að þá er ég ein heima. Ókosturinn er að maður hefur heyrt um sjóaralífernið en kannski er þessi gæi ekki þannig. Það má vera að allir súrsuðu sjómennirnir í síðustu viku hafi átt að vera mér víti til varnaðar en ég held bara að ef að hann verður ekki því sjúskaðri og dópistalegri þegar ég hitti hann þá sé hann bara minn maður....



Auður Ösp kl.12:38 þann


#





Ég sá sæta gaurinn frá því í gær aftur í dag. Hann var ekki alveg jafnsætur og mér fannst hann í gær en þokkalegur engu að síður. Af því að hann tók eftir athyglinni sem við Hulda veittum honum í gær fékk ég vægt hláturskast þegar ég sá hann í matvörubúðinni í dag. Við Hulda vorum einmitt þar saman að ákveða hádegisverðinn og ég sá mér þann kost nauðugan að stinga hausnum á kaf í samlokuhilluna til þess að fela hláturinn (Gebbs, manstu eftir strútasamtalinu okkar?). Huldu fannst augljóslega ekkert athugavert við það að ég væri að stinga mér í samlokukælinn og byrjaði svo sjálf að hlæja þegar hún sá kauða og hennar viðbrögð voru þau sömu og mín. Þarna stóðu sem sagt tveir kexsmiðjurassar við samlokuhilluna og létu eins og verstu smágelgjur og nú heldur gaurinn örugglega að kexsmiðjan sé verndaður vinnustaður. En ég fattaði allt í einu eitt áðan, ég er orðin ansi kræf í þessum rassaskoðunum mínum. Ég er bara farin að horfa á alla karlkyns rassa í kringum mig alveg ómeðvitað. Ég býð þeim góðan daginn, brosi og tékka svo á bossanum þegar þeir labba fram hjá. Hjálpi mér allir heilagir, ég er bara sóðapési.....



Auður Ösp kl.18:12 þann fimmtudagur, júní 12, 2003


#





Ég setti auglýsingu í dabbann í gær þar sem ég auglýsti eftir einhverjum til að búa með. Ég fékk nákvæmlega eina upphringingu og kom sá aðili einmitt að skoða í gær. Þetta var tvítugur strákur sem er að flytja í bæinn utan að landi í haust til þess að fara í skóla og leist mér alls ekkert illa á hann. Hann kemur samt ekki fyrr en um miðjan ágúst sem er slæmt því eiginlega hefði ég þurft einhvern sem gæti flutt inn strax. Mér leið eins og algjörum kjána þegar ég leiddi hann á milli herbergja eitthvað að reyna að tala um íbúðina og svona og eftir hverju ég væri að leita. Maður er í rauninni að reyna að selja sjálfan sig og íbúðina en um leið að reyna að vega og meta persónuleika manneskju sem maður hefur aldrei séð áður. Ég reyndar er frekar nösk á að lesa fólk en ég var sjálf hálfstressuð svo það var ekki mikið fyrir þeim hæfileikum að fara. Svo veit ég nottla ekkert um það hvernig honum leist á þetta allt saman eða hvað honum fannst um mig. Vesenis vesen



Auður Ösp kl.12:35 þann


#





Hver var að tala um að mánudagar væru til mæðu? Fimmtudagar eru miklu verri dagar á allan hátt. Ég þurfti að vakna klukkutíma fyrr en venjulega í morgun til að mæta á mánaðarlegan starfsmannafund. Mér finnst þessi fundarárátta hérna alveg ferlega pirrandi vegna þessa að hina þrjá til fjóra fimmtudaga í mánuði eru deildarfundir. Endalausir fundir og alltaf þarf ég að fara fyrr á fætur og hoppa upp í strætó klukkutíma fyrr. Ég er reyndar búin að kvabba svo mikið að félagar mínir í minni deild eru farnir að sækja mig alltaf. Ég er bara svo rútínuföst að það eyðileggur allan daginn ef ég þarf að vakna fyrr.

Allavega, fundurinn í morgun var bara svona eins og venjulega, verið að tala um liðinn mánuð og hvað væri fram undan næsta mánuðinn. Þurfti framkvæmdarstjórinn ekki að minnast á þessi verðlaun sem ég fékk um daginn nema að nú var ég orðin starfsmaður mánaðarins í þjónustulund og var ég beðin um að standa á fætur og allir klöppuðu. Ég stóð nú ekki á fætur og reyndi þess í stað að sökkva í gegnum gólfið (með litlum árangri þó). Ég heyrði svona í gegnum klappið hvernig fólkið hugsaði saman í kór: Af hverju hún? og ég bölvaði þessari heimsku nafnbót í hljóði. Eftir fundinn kom einmitt einn vinnufélagi minn til mín og deildi með mér hvað honum fyndist fyndið að ég skyldi hafa fengið þau. Maður vill ekki svona verðlaun ef að öllum öðrum finnst maður ekki hafa átt þau skilið. Ég meina ef öllum finnst það þá hef ég varla átt þau skilið...



Auður Ösp kl.12:20 þann


#





Hmmmm..... sætustrákaradarinn minn fór aðeins í gang áðan. Ég sá ungan myndarlegan herðabreiðan mann í iðnaðarmannafötum og með stórar skítugar hendur. Lilta stúlkna hjartað mitt sló nú aðeins hraðar en venjulega og ég átti bara erfitt með mig. Ég horfði það mikið á hann að annar viðskiptavinur tók eftir því þegar ég horfði á eftir iðnaðarmannarassinum hans út. Æ æ æ.... Svo sá ég hann aftur og þá tók hann líka eftir því að ég var að horfa en vitiði hvað, það er bara allt í lagi. Hann má sko alveg vita að mér finnst hann sætur....



Auður Ösp kl.16:49 þann miðvikudagur, júní 11, 2003


#





Ohhh.... ég hef svo illa tilfinningu gagnvart þessu meðleigjandamáli að það er alveg að fara með mig. Ég er dauðhrædd um að ég muni ekki finna neinn sem er í einhverjum svona meðleigjenda hugleiðingum hérna á Íslandi. Ef ég væri einhvers staðar annars staðar þá væri þetta allt í lagi. Í salamanca auglýsti fólk á ljósastaurum og í öllum súpermörkuðum en það er bara ekki sama stemning fyrir þessu hér á landi. Ef ég finn ekki einhvern til að búa með verð ég enn og aftur og þá í 14. skipti frá því '99 að pakka niður dótinu mínu og flytja það. Núna reyndar væri ég ekkert að flytja það á milli landa en í staðin er ég líka komin með helling af húsgögnum sem ég verð að flytja með mér. Þvílíkt böl Er ekki að nenna þessu bévítans veseni



Auður Ösp kl.14:00 þann


#





MEÐLEIGJANDI ÓSKAST!!!

LESANDI GÓÐUR, EF ÞÚ HEFUR ÓVART DOTTIÐ INN Á SÍÐUNA MÍNA EN ÞAÐ VILL SVO HEPPILEGA TIL AÐ ÞÚ ERT EINMITT AÐ LEITA ÞÉR AÐ HÚSNÆÐI ÞÁ ER ÞETTA YOUR LUCKY DAY. ÉG ER EINMITT AÐ LEITA MÉR AÐ MEÐLEIGJANDA SEM GETUR FLUTT INN SEM FYRST. LEIGAN ER MJÖG SANNGJÖRN OG SVO ER ÉG LÍKA ALVEG YNDISLEGT EINTAK AF MANNVERU. EIGUM VIÐ EKKI AÐ REYNA AÐ HJÁLPA HVORT ÖÐRU...... audismaudi@hotmail.com



Auður Ösp kl.18:29 þann þriðjudagur, júní 10, 2003


#





Dagurinn sem týndist

Í gær var hvítasunnudagur. Ég veit að það var annar í hvítasunnu en samkvæmt mínum bókum þá var hvítasunnudagur í gær því gærdagurinn er týndur og tröllum gefinn. Ástæða þess að gærdagurinn er týndur er sú að ég svaf til klukkan níu í gærkveldi (hafði farið að sofa um 6-7 leytið um morguninn), staulaðist fram úr, horfði á sjónvarpið í ca. 2 tíma og fór síðan bara aftur að sofa og svaf til klukkan 10 í morgun. Ég man ekki eftir að hafa sofið svona mikið nokkurn tíma áður, ekki einu sinni eftir maraþonvökuna í London þegar ég var þar síðast. Ég er yfirleitt vöknuð ekki seinna en 11 alveg sama hvenær ég fór að sofa, þetta er merkilegur fjandi.

Þrátt fyrir allar yfirlýsingar um djammfrían júnímánuð þá fór ég aðeins út á lífið um helgina. Á laugardaginn fór ég með tveimur guttum úr kexsmiðjunni og skemmti ég mér þó nokkuð vel. Á sunnudaginn vaknaði ég rétt fyrir 11 (eins og eðlilegt er) tók til í allri íbúðinni og skúraði meira að segja aðrar svalirnar og allt saman. Svo hittumst við sambýlingurinn, besta vinkona sambýlingsins og Hlíf á súlustaðnum og var planið að spila bara eða kannski að kíkja aðeins út. Seinni valkosturinn varð fyrir valinu en Hlíf og Sambýlingurinn voru báðar akandi. Við Birna hins vegar enduðum tvær á svakalegu skralli og þræddum flesta staði bæjarins. Meðal þeirra sem ég spjallaði við voru einn venasúela búi sem ég vildi alls ekki tala við, einn parguayi sem talar bara spænsku, eitt stykki júgóslavi sem talaði bjagaða íslensku og ég hélt að hann væri eitthvað vangefinn þegar að allt sem hann var að reyna að segja var að hann væri frá Höfn í Hornafirði, einn gamall íslendingur sem ég skildi ekki þrátt fyrir að hann talaði að ég held íslensku, einn portúgali sem ég veit að talar íslensku, ensku og spænsku en neitar bara að tala við mig og spánverji sem neitaði að tala við mig á spænsku en heimtaði þess í stað að ég talaði við hann á þýsku sem ég reyndi með litlum árangri. Á endanum var ég orðin svo rugluð eftir öll þessi samtöl við menn sem voru í einhverri identity krísu og vildu ekkert kannast við sitt rétta þjóðerni og ákvað bara að tala ekki neitt og þagði mestmegnis þangað til ég kom heim ja eða þangað til í morgun þar sem ég svaf í allan gærdag.



Auður Ösp kl.12:25 þann


#





Hvað er málið með drukkna sjómenn? Þegar ég mætti til vinnu í morgun mætti ég 3 sauðdrukknum færeyskum sjóurum. Kallgreyin stóðu hreinlega ekki í lappirnar og hálfrúlluðu um og böbluðu tóma þvælu á færeysku. Þeim fannst bíll deildarstjórans míns einkar athyglisverður og ég var bara dauðhrædd um að þeir myndu detta á húddið á honum eða brjóta óvart ljós eða eitthvað. Bíllinn slapp óskaddaður frá skoðun þeirra og merkilegt nokk þá virtust þeir frekar óskaddaðir líka. Skil ekki alveg aðdráttarafl kexsmiðjunnar á súrsaða sjómenn.




Auður Ösp kl.11:56 þann


#





Ég fékk tækifæri til að nota spænskuna mína í gær. Hingað í kexsmiðjuna komu menn sem skildu ekki stakt orð í íslensku né ensku. Vinnufélagar mínir skyldu ekkert hvaða hrognamál þeir voru að tala og ákváðu að freista þess bara að senda þá á mig og sjá hvort ég skildi þá ekki. Það kom upp úr kafinu að þarna voru sjómenn frá Galicia á Spáni á ferð og það kom einnig upp úr kafinu að ef ég hélt einhvern tíma að ég skildi eitthvað í spænsku þá var það hin mesti misskilningur. Þeir töluðu fáránlega hratt og hlógu svo alveg ofsalega að eigin fyndi (ekki hló ég því ég skildi þá ekki). Svo eins og sannir sjóarar þá voru þeir vel súrsaðir sem gerði þá ekkert skiljanlegri. Ég bara skildi ekki bofs. Ok, ég er kannski aðeins að ýkja því ég skildi alveg eitthvað en mun minna en ég hefði haldið. Þeir stóðu í þeirri meiningu að þeir væru ýkt sniðugir og að ég væri voða mikið að reyna við þá sem er eins fjarri sannleikanum og hægt er. Nema hvað að eftir mjög furðulegt samtal ef samtal má kalla þá kvöddu þeir með virktum og hálfskjögruðu út hlaðnir af pokum.

Þar með hélt ég að samskiptum mínum við þessa menn væri lokið en nei.... þá sögðu þeir öllum vinum sínum á dallinum sem þeir vinna á frá kexsmiðjunni og það eru fjórir hópar af drukknum spænskum sjóurum búnir að heimsækja okkur í dag. Og þeir eru ekki að átta sig á því að Ísland er ekki í myntbandalagi evrópusambandsins og skilja ekkert í því af hverju þeir fá ekki afgang í evrum ef þeir borga með evrum. Og þeir skilja ekki heldur að við erum að gera þeim greiða með að taka við bévítans evrunum þeirra. En það var samt ljúft að sjá þessa ljótu peninga aftur. Og þar sem ég er eini spænskumælandi starfsmaður kexsmiðjunnar þá þurfti ég að tala við þá alla sem hefði verið allt í lagi ef ég talaði bara spænsku. Ég verð þó að viðurkenna að það gekk betur að tala við þá í dag en í gær enda fór ég heim í gær og gróf upp spænskukennslu á CD því mér blöskraði hversu mikið mér hafði farið aftur. Þannig að það er aldrei að vita ef mar fer út í kvöld að mar hitti þá kumpána einhvers staðar í bænum.



Auður Ösp kl.17:26 þann laugardagur, júní 07, 2003


#





Mér leiðist.... það er ekkert að gerast. Það skemmtilegasta sem hefur gerst í mínu lífi þessa síðustu daga er að..... ji, ég veit ekki einu sinni hvað það var. Við Hlíf vorum annan daginn í röð heima hjá mér að gera ekkert í gærkvöldi. Á miðvikudaginn skemmtum við okkur konunglega yfir þættinum City Folks sem var sýndur á Rúv og í gær fórum við hamförum með glitter-glue og tússlitum. Hlíf fræddi mig einnig um skoðanir hennar á fráblæstri í sænsku og velti því fyrir sér hvort aðblástur væri til í spænsku. Ég gat lítið tekið þátt í þeim umræðum verð ég að segja, ég bara hreinlega spái ekki í svona hlutum sem er kannski megin ástæðan fyrir því að hún er að brillera í háskólanum og ég sit og blogga hér í "kexsmiðjunni".

Í morgun til þess að lífga aðeins upp á daginn ákvað ég að setja gula borða í flétturnar sem ég er annars alltaf með. Ég er alveg agalega sumarleg. Ég bætti um betur og setti á mig maskara í morgun og þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur enn enginn minnst á það að ég líti út eins og ég hafi verið að drekka í gær. Ég held að kvabbið í mér um þessa áráttu karlmannanna hér hafi kannski loksins borið árangur.



Auður Ösp kl.11:37 þann föstudagur, júní 06, 2003


#





Allir að kíkja á myndirnar sem Hákon tók í Patró ævintýrinu mikla. Slatti mikið af myndum, kjörið tækifæri til þess að sjá ferðafélagana á sneplunum.



Auður Ösp kl.15:21 þann fimmtudagur, júní 05, 2003


#





Í fréttum er þetta helst fimmtudaginn 6.júní 2003

Aðalfrétt dagsins hlýtur að teljast sú frétt sem undirrituð fékk í gær um það að sambýlingurinn hefur tekið ákvörðun varðandi fyrirhugaðan útflutning. Því miður var ákvörðun hennar á þá leið að hún hyggst yfirgefa mig við fyrsta tækifæri. Mun ég freista þess að halda íbúðinni og vænti ég svara um það síðar í dag. Þannig að nú upphefst mikil leit að nýjum herbergisfélaga og ef einhver hefur álitlegan kandídat í þá stöðu þá eru allar ábendingar vel þegnar. Undirrituð er þó furðanlega róleg yfir þessu máli öllu saman, hlutirnir eiga það til að reddast.

Furðulegt atvik átti sér stað í "kexsmiðjunni" í morgun. Tilkynnt voru úrslit í sölukeppni maímánaðar þar sem undirrituð var reyndar ekki gjaldgeng. Sá sem vann var vel að sigrinum kominn og fékk hann ýmis verðlaun fyrir góðan árangur. En það sem kom kannski mest á óvart að undirrituð fékk titilinn þjónustuliprasti starfsmaðurinn. Er það mér hulin ráðgáta hvers vegna í ósköpunum sá titill féll mér í skaut en ég ætla nú ekki að kvarta því titlinum fylgdu skemmtileg verðlaun. Undarlegur andskoti.

Með sumrinu birtir ekki einungis yfir ástkæra Fróni heldur birtir einnig yfir landanum. Fólk brosir meira og menn öðlast aukið hugrekki. Undirrituð hefur til dæmis staðið sjálfa sig að því undanfarna daga að daðra við viðskiptavinina. Þetta hefur hingað til ekki verið mikið stundað á þessum bæ en hefur undirrituð tekið tekið miklum framförum á þessu sviði á síðustu misserum. Í morgun leit einkabílstjórinn á stóra gula limmanum í baksýnisspegilinn og brosti til mín. Þetta var ekki gamall kall heldur frekar myndarlegur ungur maður. Þetta er ágætis iðja til að stytta sér stundir og hver veit nema að ástin birtist bara hér í "kexsmiðjunni". Fylgst verður með framvindun mála

Að lokum koma hér fréttir frá útlöndum. Ef að minnið er ekki að svíkja mig þá á ein yngismey í Þýskalandi afmæli í dag. Vill fréttastofa sauðsins hér með óska henni hjartanlega til hamingju með daginn og lofum við að hugsa fallegar hugsanir til þín í allan dag.

Þar með er fréttaflutningi Sauðsins lokið í dag og bið ég ykkur vel að lifa






Auður Ösp kl.12:09 þann


#





Það hefur þynnst heldur betur í litla hópnum okkar. Allt í einu er Gebban farin til þess að læra jóðl og líkamsháraræktun í Þjóðverjalandinu og hefur tilkynnt að hún sé bara hætt að blogga. Ég er nú að vona að henni snúist hugur eftir að hún hefur brotið hæl fyrir framan bekkjarfélaga sína eða eitthvað. Ásan og Ástan fóru svo í morgun í margumtalaða ferð til Danaveldis og ef ég þekki þær rétt þá sitja þær einhvers staðar í góðu yfirlæti með einn kaldan hlæjandi yfir örlögum okkar sem heima sitjum. Vændiskonan er bara vinnualki og hefur sjaldnast tíma til neins nema kannski að plana komandi tónleikaferð til englands (það er hún er að fara á tónleika, ekki halda þá). Eftir sitjum við Hlíbbið með sárt ennið og vitum ekkert hvað við eigum af okkur að gera. Kannski að við tvær einbeitum okkur bara að "verkefninu" sem virðist annars hafa runnið út í sandinn. Hvað segirðu um það Hlíbb, eigum við að henda okkur í djúpu laugina??? (ekki þáttinn þó)



Auður Ösp kl.16:52 þann miðvikudagur, júní 04, 2003


#





Hótel Mamma er í næsta húsi við læknavaktina og þangað arkaði ég eftir heimsóknina. Þegar ég opnaði hurðina að íbúðinni beið mín heill hellingur af tólf ára gelgjum af báðum kynjum. Eftirfarandi málsgreinar eru brot úr samtölum sem ég varð vitni að áður en ég smalaði liðinu út:

*Palli, kysstu hana. Bíddu, eruðiggi saman eða?

*Segðu já... kommon segðu já svo hann verði ekki leiður("hann" reynir eldrauður að ná símtólinu af systur minni sem pressar á manneskjuna hinu meginn að segja JÁ!)Ég meina hann er ýkt sætur, næstum því sætastur í bekknum. Af hverju viltu ekki byrja með honum?

*ÚT! ÚT! Við getum ekki verið hérna. Ææææiiiiii(vælutónn)ekki vera svona leiðinlegir, út með ykkur (hin systirin stendur stappandi niður fótunum hálfgargandi)

*Segðu NEI! Sko hann er algjört fífl, byrjaðu frekar með Andra, hann er miklu sætari (Lítil ljóshærð beygla með alltof stóra húfu er búin að rífa símtólið af systur minni á meðan "hann" virðist vera búinn að gefast upp og horfir hjálparvana á stelpurnar plana framtíð hans)

*Bíddu hver er þetta? Ertu mamma þeirra eða? (Skítugur patti í blikagalla var allt í einu að átta sig að það væru "fullorðnir" á sveimi í íbúðinni)Fyirgefðu litli minn(hneyksl) lít ég út fyrir að geta verið mamma þeirra?(Ég vildi óska að hann hefði sagt nei en í staðinn kom bara:)Nú hver ertu þá?

Ég elska systur mínar en þær eru á alveg hræðilegum aldri. Ég verð alveg græn í kringum þær og þvílíkur fjöldi af spurningum sem hrynur af þeim. Þær eru hægt og rólega að ganga af móður minni dauðri og þegar hún keyrði mig heim í gær andvarpaði hún og sagði: Auður, guð minn góður, þetta er rétt að byrja. Minnið mig á að eignast aldrei börn.....



Auður Ösp kl.13:31 þann þriðjudagur, júní 03, 2003


#





Ég fór á læknavaktina í gær til þess að láta athuga með sárið mitt. Mér hefur aldrei verið vel við lækna enda láta þeir mann alltaf fækka fötum eða eitthvað álíka asnalegt. Þess vegna er ég alltaf öll á nálum þegar ég nálgast stofununa og fer svo í einhvern trans þegar að læknirinn tekur á móti mér. Sloppurinn sem tók á móti mér í gær (og var btw alls ekkert í slopp) var ansi hressilegur maður á miðjum aldri. Hann svona talaði voða hratt og mikið og brosti alveg út að eyrum.

Án þess að vera með neinar málalengingar (ólíkt þessari frásögn) þá vippaði ég skálminni upp á hné og benti manninum á bágtið. Hann potaði og skoðaði og var ekki ánægður með aðstöðuna virtist vera og bað hann mig vinsamlegast um að klæða mig úr skónum og leggjast á bekkinn. Þar sló hann í lappirnar báðar og hristi og ég var ekki alveg að skilja þessar aðfarir mannsins enda er ég enginn læknir.

Nú fór ég beint eftir vinnu til að láta pota í löppina á mér og þar sem ég vinn alla daga í síðbuxum sé ég ekki mikinn tilgang í því að sitja sveitt alla daga með rakvélina á lofti. Ég var mjög meðvituð um ekki nógu mjúka fótleggina en við erum samt ekki að tala um neinn feld, meira svona broddgölt. Í miðju hristi og poti heyrðist allt í einu í manninum: Ég skil ekki þessa háreyðingaþráhyggju í ykkur ungu konunum. Eins og það sé ekki nógu slæmt að liggja á bekk og láta ókunnugan kall þukla á sér órakaðar lappirnar heldur þurfti karluglan að nota þetta tækifæri til þess að básúna sínum skoðunum á hárrakstri kvenna. Eftir skoðunina henti hann í mig lyfseðli og muldraði eitthvað um það að lokum að hann skyldi ekki af hverju við mættum ekki bara vera eins og við værum frá náttúrunnar hendi. Loksins, karlmaður sem hefur samúð með okkur konum í endalausum fegrunaraðgerðum okkar - jah, eða svona skemmtilega kaldhæðinn maður sem blöskraði útgangurinn á mér (vil minna fólk á áður en það dæmir mig fyrir hárvöxtinn að ég var hjá manninum vegna risasárs á sköflungnum og bólgum í kring sem er vont að koma við, hvað þá að raka). En úrskurður þessa hugsanlega snillings var að blóðið mitt er ekki dautt úr öllum æðum og það hefur barist hetjulegum bardaga gegn sýklunum. Ég fékk samt að blæða í eitthvað sýklalyf í smyrslformi sem á að hjálpa til við að hindra frekari sýkingu. Eru læknar á prósentum?



Auður Ösp kl.12:35 þann


#





Ég er komin með nýtt þema fyrir sumarið.... ég ætla að gera eins marga hluti og ég get í sumar sem ég hef aldrei gert áður. Ég er aðeins byrjuð á þemanu, fór í rafting þarna um daginn og í þeirri ferð sá ég einmitt einhverja borholu sem ég hef aldrei séð áður. Svo fór ég í Bláa lónið í fyrsta skiptið á fimmtudaginn og það var ekkert smá fínt. Fórum allar saman úr naktaklúbbnum og hittum Grindavíkurdúóið og vin. Við fórum út að borða á Cactus í grindavík sem var nú bara fínt en því miður hef ég áður borðað þar í bæ þannig að það var ekki í fyrsta skipti sem ég gerði það. Maturinn var samt fínn og mæli ég með þessum stað fyrir þá sem eiga leið hjá. Við enduðum kvöldið svo á að fara í snúsnú (loksins!!!) á Austurvellinum sem er nýtt líka. Um helgina skruppum við Litli Björn og Bergdís upp í Heiðmörk og dönsuðum á tjaldsvæðinu þar frumsamdan dans í þokunni og sló ég þar tvær flugur í einu höggi, ég hef nefnilega aldrei dansað í Heiðmörk og aldrei dansað frumsamdan dans í þoku. Þannig að þetta er greinilega rétta þemað fyrir sumarið. Allar uppástungur um eitthvað nýtt og skemmtilegt fyrir mig að gera eru vel þegnar!!



Auður Ösp kl.18:19 þann mánudagur, júní 02, 2003


#





Ég var búin að skrifa hérna heilu ritgerðina um blóðeitranir og annað ullabjakk og eftir að hafa lesið hana yfir ákvað ég nú bara að vera ekkert að birta hana. Ég vil samt koma því á framfæri að ef ég næ einhvern tíma í skottið á mannbjálfanum sem hrinti mér í bankastrætinu þá skal hann fá að borga fyrir þetta uppátæki sitt. Þá er ég nú ekkert að tala um að ég ætli eitthvað að beita hann einhverju ofbeldi heldur ætla ég bókstaflega að láta hann borga fyrir heimsóknina sem ég er um það bil að fara í á læknavaktina og pensilínið sem ég veit að ég þarf að punga út fyrir. Konuherfan á killerhælunum sem drap tánna á mér á Brodway kostaði mig rúmar 8 þúsund krónur með öllum heimsóknum og sýklalyfjum og mér finnst nú barasta að hún ætti að vita hvað hún gerði mér. Bévítans bjálfar!



Auður Ösp kl.18:03 þann


#





Ég ákvað að brjóta odd af oflæti mínu og taka út ákveðna færslu sem er búin að valda miklum usla á síðunni. Ég vil samt taka það fram að ég er ekki að taka hana út af því að mér finnist það sem ég gerði á nokkurn hátt rangt eða rök ákveðins aðila hafi haft svona djúpstæð áhrif á mig. Ég er einfaldlega að taka hana út af því að ég vil ekki særa einn né neinn. Ég vil samt fá að svara kommenti sem einhver kom með um það að með þessu væri ég að ýta undir samkeppni í hópnum. Ég gæti ekki haft svona mikil áhrif á ykkur með kjánapriki mínu ef að þessi umrædda samkeppni væri ekki þegar til staðar. En þá er þessu máli hér með lokið og vil ég ekki heyra minnst á það meira



Auður Ösp kl.12:51 þann


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007