1944 Matur fyrir EINSTÆÐA íslendinga

Ég er einstæður íslendingur. Ég er að sumu leyti sjálfstæð en að mestu leyti bara einstæð. Það leiðinlegasta sem ég veit er að elda fyrir mig eina. Maður labbar inn í búð og rembist við að finna upp á einhverju sniðugu til þess að borða en fær bara engar hugmyndir. Svo kemur allur matur í svo stórum pakkningum, það eru bara til fjórir hamborgarar í pakka, sósur sem duga í rétti fyrir þrjá til fjóra og kjöt í 400g pakkningum. Af því að maður er svo vel upp alinn og er þar að auki oft á tíðum mjög fátækur þá er það fast stimplað inn í hausinn að það eigi ekki að henda mat og þess vegna borðar maður sama pastaréttinn þrjá daga í röð.

Um daginn hoppaði ég út í 10/11 og klóraði mér mikið í hausnum yfir því hvað ég ætti að borða. Ákvað að að prófa 1944 þrátt fyrir tilraunir mínar til þess að forðast þá línu. Ég hugsa alltaf um gamla einmana kalla þegar ég sé þessa rétti og hef alveg látið það vera að kaupa þá. En þetta kvöld var ég svöng og nennti ekki að hugsa svo ég skellti mér á kjúklinga lasange. Nú finnst mér kjúlli góður og lasange gott en þetta var alger viðbjóður. Get alls ekki mælt með þessum rétti. Ákvað að fordómar mínir gengn 1944 hefðu verið á rökum reistir og ætla aldrei að kaupa það aftur. Ég fékk samt ansi góða hugmynd eftir þessar ófarir og hljómar hún svo:

Ég auglýsi hér með eftir myndarlegum ungum manni sem finnst gaman að láta elda ofan í sig. Við gætum hisst einu sinni í viku og ég elda og viðkomandi borðar. Einu skilyrðin sem ég set eru a) að við sitjum við eldhúsborðið undir dinnermjúsík og það sé slökkt á sjónvarpinu, b) að viðkomandi sé óhræddur við að prófa nýja hluti þar sem ég mun styðjast við framandlegar matreiðslubækur, c) að viðkomandi sé ólofaður til þess að koma í veg fyrir illindi og að lokum d) að viðkomandi hafi eitthvað á milli eyrnanna svo hann hafi meira til málanna að leggja við matarborðið en skoðanir hans á bílum, fótbolta og kellingum. Við gætum jafnvel haft þetta svona vöruskiptasamning þar sem ég legg til hráefni til matargerðarinnar og viðkomandi sér um borðvín eða eftirréttinn. Áhugasömum er bent á gestabókina eða kommentalinkinn hér fyrir neðan



Auður Ösp kl.13:34 þann föstudagur, maí 30, 2003


#





Jæja, ég hef fengið svona aðeins orð í eyra fyrir þetta hot or not uppátæki mitt en ég er enn á lífi svo þær eru nú ekkert það reiðar. Ásta lýsti því yfir á miðvikudaginn á sinni síðu að ég væri skrítin skrúfa, ég veit það ekki, ég er nú ekki alveg sammála því. Einhver þarna úti deilir húmornum mínum samt því Litla Birni fannst þetta stórgott framtak hjá mér. Stelpur mínar, þetta er spurning um að hafa húmor fyrir sjálfum sér, ég meina kommon..... ég fékk falleinkunn og mér finnst þetta ennþá fyndið



Auður Ösp kl.13:27 þann


#





Ok þær eru ekki búnar að drepa mig enn.... tékkið á myndunum...... Og tékkiði líka á www.auddad.blogpot.com



Auður Ösp kl.19:19 þann miðvikudagur, maí 28, 2003


#





Ég ætti að fá einhver svona verðlaun fyrir að hafa verið mest óaðlaðandi afgreiðsludaman í Reykjavík í dag. Ég er búin að sjúga upp í nefið að meðaltali 50 sinnum á mínútu og bjóða fólki góðan daginn nefmælt og bólgin í framan af kvefi. Svo má ekki gleyma því að þrisvar í dag er ég búin að hnerra í símann. Ég kenni Óskari um þetta ástand mitt því hann er einmitt raddlaus og kvefaður og hljóta þetta að vera hans bakteríur. Til að hamla frekari útbreiðslu ákvað ég að vera langt í burtu frá honum í dag.

Jæja.... útborgunardagur... húrra húrra. Launin þennan mánuðinn voru reyndar ekki upp á marga fiska þar sem ég þurfti að bjarga mér frá skuldafangelsi eins og þið kannski munið og fékk slatta mikið fyrirfram. Er samt búin að borga leigu sem er gott og á fyrir græna kortinu og brýnustu nauðsynjum..... leiðinlegur júnímánuður sem sagt. Í kvöld ætla ég samt að vera góð við sjálfa mig og fara annað hvort í bíó eða leigja spólu og borða eitthvað gott.... eitthvað kjöt..... ummmmm...... Ég held ég æli ef ég borða meira skyr, hrökkbrauð og pasta! Namm, ofnbakaður fiskur. Tortillas með quacamole og sýrðum rjóma og öllum pakkanum. Lambakjöt í svartpiparsósu. Grillsteik með bakaðri kartöflu. Get ekki beðið.



Auður Ösp kl.15:48 þann mánudagur, maí 26, 2003


#





Úttekt á Eurovision 2003

Við vinkonurnar veittum nokkrar vafasamar viðurkenningar á meðan á keppninni stóð og voru þetta úrslitin:

Shakira keppninar: Portúgalska gellan
Holly Vallance keppninar: Tyrkneska lagið var hættulega líkt Kiss Kiss
Rip-off keppninnar Þriðji Ólsenbróðirinn er víst írskur
Hár keppninnar: Hárið á frönsku gellunni sem var í andlitinu á henni allt lagið
Búninga dissaster keppninnar: Bakradda söngvararnir hjá Rúmeníu
Svavar Örn keppninnar: Slóveninn sem söng Hasta la vista
Snillingar keppninnar: Malta sem gáfu okkur 12 stig
Beyglur keppninnar: TATU sem voru ekki bara asnalegar heldur rammfalskar í þokkabót
Kylie keppninnar: Breska gellan sem hélt að hún væri í kjól
Og að lokum
Sætasti leikskólakennari keppninnar: Norski gaurinn sem hefði nú eiginlega átt að vinna



Auður Ösp kl.12:50 þann


#





Hot or not er skemmtileg því þar finnur mar menn eins og þennan og þennan..... tíhíhí



Auður Ösp kl.16:58 þann sunnudagur, maí 25, 2003


#





Jæja, þá er júróvisjón búið og Birgitta lenti þar sem ég spáði henni, 8.-11. sæti. Reyndar vorum við ekki alveg sammála vinkonurnar í hvaða sæti nákvæmlega við lentum í en ef ég er ekki að misskilja þá lentum við í því níunda. Gærkvöldið var mjög skemmtilegt yfir heildina litið þótt það hafi ekki endað eins og ég vildi. Við byrjuðum heima hjá mér þar sem var klappað og æpt og stappað í stigagjöfinni og fór Hlíbbið litla hamförum þegar við fengum 12 stigin frá Möltu. Við höfum ákveðið að næsta hópferð verði til Möltu og Noregs þar sem við ætlum að þakka fyrir stigin. Eftir júróið var ferðinni heitið til Bjarna þar sem stemmingin var afbragðsgóð og endaði það ég góðu gítarpartýi þar sem textarnir sem ofurjúrónördið Hlíf hafði prentað út komu að góðum notum. Svo var það nottla bara bærinn sem var TROÐINN af fólki og ég hitti bara mann og annan sem ég hef ekki séð í háa herrans tíð. Til dæmis hitti ég grindarvíkur dúóið (þeir breyttust í dúó þegar að Bogi byrjaði heimsreisuna), Öbbu og Jónka sem voru bekkjarfélagar mínir í MR forðum daga og eina litla frænku sem er ekkert svo lítil lengur.

Svo tók óheppnin við og á leiðinni niður Bankastrætið var maður einn á mikilli hraðferð og fannst honum ég hreyfast helst til hægt. Hann tók því upp á því að gefa mér olnbogaskot til þess að komast fram úr sem orsakaði það að ég flaug á hausinn og lenti með löppina á hellubrún. Manninum fannst engin ástæða til að hjálpa mér á fætur en Hlíf kom til bjargar og dró mig á lappir. Þvílíkur sársauki! Hlíf bætti um betur og hljóp til þess að fá plástur sem að við svo límdum yfir sokkabuxurnar mínar einhverra hluta vegna. En eftir þetta atvik átti ég örlítið erfitt með gang þannig að við ákváðum að fara bara heim. Fyrst stoppuðum við reyndar á Kebab húsinu þar sem að Hlíf bablaði öll þau arabísku orð sem hún kann við Tyrkina sem vinna þar og vilja alls ekki láta rugla sér saman við araba. Ég varaði hana við en reyndar þá virðast þeir vera búnir að venjast okkur því þeir voru ekkert reiðir.



Auður Ösp kl.14:32 þann


#





Ég er mjög góð í því að bölva okkur íslendingum fyrir það hvernig við erum. Afskekktir eyjaskeggjar með stórmennskubrjálæði sem krefjast þess að allir meiki það í útlandinu. Við erum með eindæmum sjálfhverf og yfirborðskennd og ef ég hugsa um það of mikið hversu vitlaus við erum þá verð ég alveg hringlandi vitlaus. En stundum er líka gott að vera Íslendingur. Til dæmis myndi ég hvergi annars staðar vera ef svo illa vildi til að ég eða fjölskylda mín lenti í einhverjum hremmingum. Smæð okkar og fjölskyldutilfinningin gerir það að verkum að við stöndum saman þegar eitthvað bjátar á. Svo er líka gaman að vera Íslendingur um verslunnarmannahelgi og í friðargöngunni á þorláksmessu. Skemmtilegast finnst mér samt að vera hluti af þessari þjóð á dögum sem þessum. Dagar þar sem mikilmennskubrjálæðið nær hámarki þegar við söfnumst fyrir framan imbann til að fylgjast með fulltrúa þjóðarinnar á erlendum keppnisvettvangi. Alltaf trúm við að okkar menn muni vinna en það besta er að þegar okkur hefur mistekist það takmark eru við alltaf svo dugleg að afsaka okkur og kemur þá miðað vð höfðatölu frasinn að góðum notum. Í kvöld ætla ég eins og aðrir sannir Íslendingar að setjast við kassann og horfa á Birgittu-Smirgittu taka t.A.T.u beyglurnar í nefið og svo þegar orðið er ljóst að þær hafi unnið keppnina ætla ég sko alveg örugglega að segja öllum sem heyra vilja að þetta hafi verið góður árangur, ég meina, miðað við höfðatölu



Auður Ösp kl.17:25 þann laugardagur, maí 24, 2003


#





Ég biðst forláts þið sem ekki skiljið spænsku að ég skyldi hafa þessa tilkynningu hér fyrir neðan á einhverju óskiljanlegu máli. Það er bara svolítið erfitt að tala um fundi hjá naktafélaginu á íslensku án þess að það misskiljist. Eins og sést þá er ég búin að setja linka á nýjar síður hjá vinum og vandamönnum. Þetta eru kannski ekki aktívir bloggarar en vinir og vandamenn engu að síður.

Que Pasa er nú önnur systir mín og ég er alveg gáttuð á þessari heimasíðugerð hjá henni. Eins og ég þreytist ekki á að segja þá skil ég ekki þessa krakkalakka í dag. Þegar ég var í 6.bekk þá var ég alger lúði í götóttum gallabuxum og peysum sem langamma mín keypti í einhverjum kerlingabúðum. Ég prjónaði mér líka húfu þennan vetur sem var skær bleik og græn og ca sjö númerum of stór og ég tók ekki þetta pottlok af mér. Ég var með hár niðrá rass og nennti ekkert að standa í því að vera eitthvað að greiða mér á hverjum morgni og tróð þess vegna flókabendlinum bara undir húfuna. Þegar við vinkonurnar vorum ekki að rífast þá sátum við vændiskonan heilu og hálfu kvöldin við það að strauja saman strokleðursbúta (endurvinnsla sko), mála með litablýum leystum upp í vatni og svo gerðum við líka tilraunir til að sjóða ananasbita á ljósaperu. Mig rámar líka í að við höfum reynt að búa til myndvarpa úr litlu lesljósi frá mömmu og dömubindakassa. Systur mínar, sem verða tólf ára núna í júní, myndu ekki láta sjá sig dauðar í múderingunni sem ég var alltaf í. Þær fengu g-streng í jólagjöf frá vinkonunum, horfa bara á popptíví og finnst Auddi langsætastur. Þær tjatta við skólafélagana á msn í staðinn fyrir að fara út í leiki með þeim og búa til heimasíður. Ég veit það er ekki svo langt síðan ég var á þeirra aldri en það er eins og ég hafi verið tólf ára á annari öld. Ok ég var tólf ára á annari öld en þið vitið hvað ég meina......



Auður Ösp kl.11:41 þann


#





Para las chicas en el Club Desnudo

Fiesta fiesta, mañana en mi lugar.Solamente para los miembros del club desnudo y de algunas otras exclusivas. Estoy asustado que no tengo ningún dinero sino que tomo con usted los bocados y las bebidas si usted tiene gusto. Espero que le vea todo..... Viva Islandia!!!



Auður Ösp kl.13:32 þann föstudagur, maí 23, 2003


#





Alveg eins og stóra systir, bara sinnum tveir

Tvíburar eru furðuleg fyrirbæri. Ekki nóg með að þeir líti eins út þá tengjast þeir einhverjum furðulegum böndum sem við hin getum engan veginn skilið. Þeir þróa oft með sér sín eigin tungumál og skynja tilfinningar og verki hins tvíburans. Svo fara þeir oft í gegnum sömu hluti á sama tíma þótt hinn tvíburinn sé hvergi nærri. Eins og klaufabárðarnir systur mínar til dæmis. Önnur þeirra tók sig til á mánudaginn og datt svo illa í leikfimi að hún er í gifsi frá úlnlið að öxlum á hægri hendinni þannig að móðir mín eyddi stórum parti af þeim degi á slysavarðstofunni. Litli vitleysingurinn er nottla í miðjum prófum þannig að það er afar óheppilegt að hún skuli hafa brotnað á hægri. Í gær eða fyrradag var hin svo í afmæli og ekki spyrja mig hvernig en hún kýldi í gegnum glerhurð eða rúðu eða eitthvað og skarst öll á hægri hendinni. Þannig að nú eru tveir vitleysingar í prófum með hægri höndina í lamasessi. Var þetta tilviljun? Kannski en kannski ekki..... Eitt er allavega á hreinu að þær taka greinilega stóru systur sína sér til fyrirmyndar í klaufaskapnum....



Auður Ösp kl.12:54 þann fimmtudagur, maí 22, 2003


#





Blautur dagur í sveitinni

Í gær fór ég í fyrsta skipti á ævinni í river rafting. Við fórum á rosa jeppum austur fyrir fjall og tókum við smá krók þar sem við brunuðum yfir nokkrar sprænur og skoðuðum einhverja borholur og eitthvað. Síðan var farið á í rafting í hvítá og það var ótrúlega gaman. Nú er ég með vatnshræddari konum en mér fannst þetta geggjað. Það var þvílíkur skæruhernaður í gangi, fólk var hoppandi á milli báta og kastandi öðrum út í og það var mikill hasar. Svo var stoppað á stökkklettnum þar sem Miss Spears sýndi snilldartakta og óð fram af syllunni. Lilta ég þorði nú ekki og lét það alveg vera að koma mér í aðstæður þar sem hætta væri á að ég dytti út í. Félögum mínum á bátnum fannst það heldur lélegt og tóku til sinna ráða og fleygðu mér út í við lítin fögnuð undirritaðrar. Það var ekki þurr þráður á mér þegar í land var komið. Þegar við komum aftur í skýlið beið okkar dýrindis kræsingar og fátæki maðurinn notaði tækifærið og át á sig gat..... Namm. Svo var nottla öl og vín og var setið og spjallað fram á kvöld. Alveg hreint frábær dagur með góðri skemmtun og æðisgengnum veitingum.



Auður Ösp kl.12:42 þann


#





Mig langar svo, mig langar svo!!!

Ég er á einhverju svona skeiði núna að mig langar í að ég held bara öll raftæki í geiminum. Mig langar í fartölvu, stafræna myndavél, góðar græjur, örbylgjuofn, ísskáp með frystihólfi eða bara frystiskáp, heimabíó, PS2 eða X-box, nýtt sjónvarp, Sony Ericson síma með litaskjá og myndavél, safapressu, hrærivél og kaffikönnu. Og hvað ætla ég eiginlega að gera við allt þetta drasl? Ég drekk ekki einu sinni kaffi og hvað þá að ég baki. En stundum dett ég niðrí þá heimsku að halda að ef ég ætti safapressu og hrærivél þá myndi ég bjóða gestum og gangandi upp á kökur og nýkreistan ávaxtasafa með þeim og að ég myndi vera voða dugleg með rósótta svuntu útötuð í hveiti og aldinkjöti. Ætli ég myndi ekki frekar kveikja í kökunum og rústa pressunni og koma út úr eldhúsinu með sviðnar augabrúnir og beyglaða appelsínu.

Þessi löngun mín í stöðutákn nútímasamfélagsins er gjörsamlega á ská og skjön við þá rómantísku hugmynd sem ég hef í hausnum um sjálfa mig. Í mínum heimi valhoppa ég berfætt um engin í hvítum kjól með blómasveig á hausnum og týni baldursbrár allan daginn. Þar eru engir peningar og hvað þá heimabíó eða fartölvur. Og núna virðist ég vera að breytast í einhvern laumu-efnishyggjupésa. Það er einhver togstreita í gangi á milli sígunans og náttúrubarnsins annars vegar og forvitna tækjasjúklingsins hins vegar. Kannski er hægt að fara einhvern milliveg og búa í lítilli sætri íbúð og umkringja sig notuðum húsgögnum og fullt af græjum en ferðast samt um í strætó og vera á móti jepplingum.



Auður Ösp kl.12:49 þann þriðjudagur, maí 20, 2003


#





Ég held það sé kominn tími til að endurskoða eitt og annað. Það getur varla verið eðlilegt að ein manneskja sé jafn endalaust seinheppin og ég. Af hverju stafar seinheppni? Er hún genatengd? Mistókst foreldrum mínum með uppeldið á mér? Gerði ég eitthvað af mér í fyrra lífi? Er sá sem stjórnar þessu öllu með svona andstyggilegan húmor að hann ákvað að gera mig að gangandi viðvörun fyrir alla aðra um hvernig getur farið ef að maður fer ekki eftir reglunum? Er þetta kannski bara allt saman mér sjálfri að kenna?

Allt í lagi, ég skal viðurkenna það að þetta íkveikjumál er alveg mér að kenna og eiginlega var það líka mér að kenna að ég missti af flugvélinni forðum daga en stundum er ég bara óheppin. Hummm.... þegar ég hugsa betur um það þá er það yfirleitt minn eigin aulaháttur sem kemur mér í klandur. Ég hefði til dæmis átt að lesa utan á sjampóflöskuna sem ég notaði næstum daglega í viku áður en ég uppgötvaði að þetta var alls ekki sjampó heldur hárnæring. Þá hefði hárið á mér ekki verið ógeðslegt þessa viku sem misskilningurinn átti sér stað. Og ég hefði líklega ekki átt að reyna að labba niður tröppurnar hjá Kjartani á einum tíu sentimetra háum skó með bjórflösku í hendinni. Ef ég hefði sleppt því hefði ég ekki þurft á þessum sjö plástrum að halda. Athyglisvert. Þannig að ég er kannski ekkert seinheppin, ég er bara klaufi, eða auli jafnvel. Stendur ekki einhvers staðar að brennt barn forðist eldinn? Af hverju í ósköpunum læri ég ekki af þessum ótalmörgu klúðrssögum en kasta mér þess í stað aftur og aftur inn í miðjan bálköstinn? Góð spurning! Nú er kominn tími til breytinga...... aulinn ætlar að breytast í samviskusaman og ábyrgan borgara. Borgara sem er alveg eins og fólk er flest. Borgara sem kveikir ekki í heima hjá sér né í fatnaði eða hárinu á sér. Borgara sem hægt er að treysta. Og hana nú



Auður Ösp kl.16:28 þann laugardagur, maí 17, 2003


#





Herre gúd! Dagurinn í dag minnir mig á alla dagana á spáni þar sem ég sat og skrifaði e-mail í misjöfnu ástandi nema í dag þá er ég að vinna. Ég veit ekki hvort ég eigi yfir höfuð að vera að segja frá þessu en ég er nú þekkt fyrir að láta allt flakka svo.... Í morgun tókst mér, aleinni!, að KVEIKJA Í heima hjá mér. Í gær fór ég til Gudda og þaðan fór ég með Óskari, Hákoni og Bjarna í bæinn. Nema hvað að við Óskar örkuðum um bæinn og fórum inn hér og þar eins og okkar er von og vísa og um fjögurleytið var Óskar búinn að fá nóg (ég fæ aldrei nóg) og hóaði í leibba fyrir okkur heim. Þegar heim var komið fékk ég þá snilldarhugmynd að fá mér eittthvað að borða, skellti einhverju í pott og beið róleg í nokkrar mínútur. Einhvern veginn gleymdi ég alveg hvað ég var að gera og fór að sofa með pottinn ennþá á hellunni. Svo, tveim tímum seinna kemur Sambýlingurinn heim, finnur nágranna okkar á ganginum og heyrir gargandi læti í reykskynjaranum. Ekki vaknaði ég en skynjarinn vakti sum sé allt húsið og þegar sambýlingurinn kom inn var íbúðin mettuð af reyk og ég svaf enn á mínu græna. Upphófst mikil reykræsting, sambýlingurinn tók á honum stóra sínum að bjarga drykkjudauðu konunni og einhvern veginn fléttaðist pabbi hennar í málið nema að mig hafi dreymt það og alltaf svaf ég. Ég sem sagt kveikti í og missti svo af öllum hasarnum af því að ég var bara sofandi. Kannski svaf ég út af áfenginu sem ég hafði innbyrt eða kannski var ég bara með vott af reykeitrun. Hver veit? En eitt veit ég og það er að nú geng ég undir nafninu íkveikjustrumpur í "kexsmiðjunni".



Auður Ösp kl.11:22 þann


#





Jæja.... eins og glöggir lesendur hafa orðið varir við þá er ég búin að vera óvenjuslöpp í blogginu þessa vikuna. Það stafar ekki af leti heldur tímaleysi og anna í vinnunni. Vil bara koma því á framfæri hér með. Ekki það að ég var farin að blaðra svo mikið að það hefur engin tíma til að lesa svona mikla vitleysu. Það hefur fátt á daga mína drifið að undanförnu en þó ýmislegt sem ekki er auðvelt að skýra í stuttu máli svo þeir sem áhuga er bent á að hringja bara í mig!

Hrós vikunnar vil ég færa eftirfarandi aðilum:
* Manninum sem skilaði eyrnalokkunum mínum sem týndust. Aldrei hefði mér dottið í hug að þeir kæmust í mínar hendur á ný
* Barþjóninum fyrir að koma til dyranna eins og hann var klæddur, það vekur með mér nýja von um þeir séu ekki allir svín
* Litla Birni fyrir að fara á deit með barþjóninum um hábjartan dag og fyrir að geta höndlað hreinskilnina
* Öllum þeim sem hafa þolað mig í gegnum súrt og sætt og eru ennþá (nokkurn veginn allavega) vinir mínir!

Á síðasta ári sópaði ég að mér nýju góðu fólki sem ég vona að sé komið til að vera. Það er einmitt um það bil ár síðan við stelpurnar kynntumst Grindavíkurtríóinu og rétt rúmlega ár síðan Sandra Sala-félagi flutti inn í Campoamor 32. Sambýlingurinn kom einnig til sögunnar í júní í fyrra þegar hún, þrátt fyrir ótrúlega feimni, ákvað að nálgast þetta skrýtna þríeyki (mig, Bjarna og Rúrik) á Gussa Bar í Torremolinos. Það er furðulegt til þess að hugsa hvernig líf mitt væri núna ef að hún hefði ekki þorað að tala við okkur eða ég hefði ekki farið út með strákunum þetta kvöld. Sunnefa mætti líka á svæðið um þetta leyti á síðasta ári og bjargaði mér frá einsemd og volæði áður en að stelpurnar snéru aftur frá Salamanca. Svo kynntist maður gömlum vinum upp á nýtt og sér þá nú í allt öðru ljósi. Allt þetta fólk bjargaði mér á einn eða annan hátt þegar ég var að fara í gegnum besta og versta tíma lífs míns og vil ég bara hér með þakka þeim fyrir. Takk fyrir mig krakkar mínir.... ást og kossar til ykkar allra.



Auður Ösp kl.16:04 þann föstudagur, maí 16, 2003


#





Loksins hleypir þessi Blogger-smogger mér inn til þess að tjá mig. Ég var að verða geðveik af tjáningarþörf en nú er augnablikið liðið og ég hef ekkert að segja lengur. Mér er skapi næst að fara bara að læra eitthvað um vefsíðugerð og kaupa mér tölvu hætta bara að skipta við Senor Blogger. En því miður á ég ekki aura fyrir tölvu þannig að ég verð bara að notast við tölvið í vinnunni og blogger.com. Eins gott að þú verðir góður við mig Senor Blogger, ég er alltaf góð við þig!

Það er alveg merkilegt hvað maður getur verið grunnhyggin alveg án þess að ætla sér það. Til dæmis er maður alltaf til í að hjálpa myndarlegum karlmönnum sem koma hingað í "kexsmiðjuna" hversu fáránlegar sem beiðnir þeirra eru. Ef að Jónína húsmóðir kæmi reitt og úrill og bæði mig um bara hluta af því sem myndarlegu karlmennirnir biðja mig um þá myndi ég nú bara biðja hana vel að lifa. Og ekki hjálpar þegar þeir brosa fallega til manns með einhver svona biðjandi hvolpaaugu. Svo eru líka margir þeirra krónískir daðrarar sem nota syndsamlega góða rakspíra. Hvernig á maður að verjast svona árás? Svo þegar þeir eru farnir situr maður eftir og klórar sér í hausnum og skilur ekkert í því hvernig þeir plötuðu mann út í einhverja vitleysu. Stelpur.... varið ykkur á syndsamlega myndarlegum viðskiptavinum!



Auður Ösp kl.18:20 þann miðvikudagur, maí 14, 2003


#





Á kosningavöku stöðvar 2 í gær sá ég dúett sem kallar sig Hundur í Óskilum. Ég sá þá taka tvö lög og fannst mér þeir hreint út sagt algjör snilld! Ég bara skil ekki hvernig þeir hafa farið fram hjá mér til þessa en þeir voru víst með tónleika í Hjallaskóla árið 2001 svo þeir eru búnir að vera að í einhvern tíma. Ég vona að þessir snillingar heiðri okkur hérna í höfuðborginni við tækifæri því mig langar mjög mikið að sjá meira.

Ég fór á leit.is til að afla mér upplýsinga um Hundinn og rakst á ýmislegt skemmtilegt. Það greinilega fer meira fram á þessu landi en maður heldur því ég fann til dæmis hippahátíð í laugardalshöll sem er víst á vegum einhverra Eyja peyja. Svo hefur mar nottla heyrt um Bryggjuhátíð á Drangsnesi og ætli það sé ekki bara allavega ein svona hátíð í hverjum bæ. Allavega, á þessu flakki mínu fann ég athyglisverða síðu hjá hljómsveitinni Swank. Þeir sem muna eftir Loga Burns sem ónefnd stúlka hér í bæ var að slá sér upp með kannast kannski við kauða ef þeir kíkja á síðuna. Svo fann ég annan mann sem önnur ónefnd stúlka hefur verið orðuð við á síðu Búálfanna en þeir eru einmitt að spila á bryggjuhátíð í sumar ef að heimildir mínar reynast réttar. Úr því að ég er að telja upp hljómsveitir hérna sem ég fíla (og fíla ekki) þá vil ég líka benda á að Maus er með fína síðu, Tvö dónaleg haust (Hlíf það eru myndir af söngvaranum!!)eru líka með ágætis síðu og svo er svona listi yfir allar sveitir sem eru með síður á músík.is.



Auður Ösp kl.16:14 þann sunnudagur, maí 11, 2003


#





Ohh.... ég fékk ekki lottó vinninginn í gær. Mér finnst að ég hafi átt það skilið að fá allavega bónusvinning eða eitthvað. Jæja, ég var allavega með í þetta skiptið þannig að ég átti meiri möguleika en venjulega. En ég fékk orlof í dag sem er nokkurs konar lottóvinningur fyrir mig því ég fór úr því að eiga engan pening yfir í að eiga pening og það er alltaf gott.




Auður Ösp kl.14:14 þann


#





Alveg sama hvar maður lítur það eru kosningaauglýsingar, áróður og loforð um allt. Mér til mikillar skelfingar hef ég komist að því að karlkyns vinnufélagar mínir eru upp til hópa sjálfstæðismenn og hef ég fengið þvílíkan áróður frá þeim undanfarna daga og hafa þeir jafnvel reynt að sannfæra mig um að skila heldur auðu en að kjósa samfylkinguna. Þeir eru líka að tapa sér í þessu ungir menn á uppleið máli og að sjálfsögðu er X-D besti kosturinn fyrir þá. Ég veit að það eru kosningar Í DAG en ég er bara enn ekki búin að taka ákvörðun um það hverjir fá mitt atkvæði. Það eina sem ég veit með vissu er að ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn né Framsókn einfaldlega af því að þeirra skoðanir og stefnuskrá samhæfast ekki minni lífsýn. Ég er soldið vinstri sinnuð nebblega en get samt ekki með góðri samvisku kosið Samfylkinguna því mér finnst þeir einfaldlega ekki nógu sannfærandi. Vinstri Grænir finnst mér að mörgu leyti góður kostur en að sama skapi í sumum málum er ég þeim algjörlega ósammála. Þetta er sum sé allt hið erfiðasta mál og ekki vil ég skila auðu því þá gæti ég allt eins kosið stjórnarflokkana. Úff, hef ca 4 tíma til stefnu.... eins gott að fara að ákveða sig.

Ég var einmitt að rökræða það af hverju ég ætla ekki að kjósa X-D við einn yfirmanninn hérna í "kexó" þegar að viðskiptavinur labbar inn, heyrir endann á samtalinu "einkarekstur hér og einkarekstur þar" og endurtekur það sem ég sagði orðrétt áður en hann biður um aðstoð. Lít ég ekki á jakkann hans og þá er hann nottla með sjálfstæðismanna barmmerki. Ég bjóst við að fá enn meiri áróður en hann bara hló. Fólk er óvenju létt og kátt í dag, þessar kosningar mega eiga það að þær hafa skemmtileg áhrif á þetta annars pirraða og þreytta fólk sem býr á skerinu.

Að lokum vil ég benda á að það er algjör óþarfi hjá ykkur þarna úti að kaupa lottó því vinningurinn er minn og ég ætla að fá hann óskiptan! Fátæki maðurinn mun sigra í dag og heiti ég því hér með ef að ég vinn lottóið óskipt og jafnvel þótt ég fái bara helminginn verður reunion til Salamanca í boði mín. Þeir sem ekki voru í Sala verður umbunað fyrir að hafa þolað mig á annan hátt, á eftir að ákveða hvernig.... allir að krossleggja fingur fyrir sauðinn!!!



Auður Ösp kl.18:00 þann laugardagur, maí 10, 2003


#





Fór aðeins inn á spámaður.is og ákvað að prófa eitthvað sem heitir persónuleikatré eða eitthvað í þá áttina og þetta eru niðurstöðurnar:

Ösp - Óvissa
04.02-08.02
& 01.05-14.05 & 05.08-13.08

Manneskjan hefur ekki mikla trú á sjálfri sér en er kjarkmikil þegar á reynir. Hún þrífst best í þægilegu umhverfi og þarfnast velvilja frá vinum sínum sérstaklega.

Manneskjan er oft einmana, enda vandfýsin með afbrigðum og býr oft yfir mikilli og djúpstæðri reiði. Hún hefur listræna hæfileika og er góður skipuleggjandi, aðhyllist sérstaka lífsspeki og er mjög traust í hvaða aðstæðum sem er. Manneskjan flanar ekki að neinu þegar náin kynni eru annarsvegar.


Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta soldið freaky.....



Auður Ösp kl.12:37 þann


#





Þrátt fyrir mikla bjartsýni í gær þá er þessi dagur búin að vera vondur. Ég auglýsi hér með eftir fallegum hugsunum svo að hikstinn sem ég er með hætti og einnig langar mig að spyrja hvort einhverjum þarna úti finnst góð lifrarpylsa og blóðmör. Ef svo er þá er þeim hinum sama boðið í mat til mín á þriðjudaginn, ég er alveg massa góð í að búa til kartöflumús. Svör óskast!



Auður Ösp kl.18:32 þann föstudagur, maí 09, 2003


#





Ég er byrjuð að jafna mig á títtræddum skakkaföllum síðustu daga. Yfir mig færðist einhver undarleg ró í nótt og ég vaknaði nokkuð sátt bara við lífið og tilveruna. Ég skildi samt ekkert í því af hverju vekjaraklukkan hringdi klukkutíma fyrr en venjulega og slökkti hálfbölvandi á henni. Vaknaði svo upp með andfælum rúmum klukkutíma síðar og mundi þá að ég átti að mæta á starfsmannafund klukkan tíu. Enn á ný komu samstarfsfélagar mínir til bjargar og í þetta skiptið kom Óskar brunandi úr dýragarðinum og sótti mig. Var svo enn ekki vöknuð þegar fundinu lauk og man ekkert hvað fór fram á honum. Spurning hvort það hefði ekki bara verið málið að sofa lengur og sleppa fundinum.

Samstarfsmenn mínir eru svo agalega sætir og skemmtilegir að það fer alveg með mig. Ég var búin að minnast á smeðjulega manninn með samviskubitið en með nýfundinni innri ró er ég nokkurn vegin búin að taka hann í sátt. Annar kallar mig alltaf dúllu einfaldlega af því að hann er með orðið á heilanum en það er eitthvað virkilega pirrandi við það að vera 22 ára og heyra alltaf: ohhh, þú ert svo mikil dúlla þegar ég tjái mig um óréttlæti heimsins. OHHið fer sérstaklega með mig. Eins og komið hefur fram er ég ekki beint sú morgunhressasta og kem ég alltaf hálfkrumpuð í vinnuna. Í þau fáu skipti sem ég vakna á skikkanlegum tíma og hef smá tíma til að punta mig, bregst það ekki að einhver karlmaður í fyrirtækinu minnist á hversu úldin ég sé og mjög oft fæ ég spurninguna um það hvort ég hafi verið að drekka kvöldinu áður, jafnt virka daga sem og um helgar. Svo í hádegismatnum fékk ég það í hausinn frá einum að ég væri svo spes. Hvað meinti hann með því?? Þannig ef að við tökum þetta allt saman þá er ég spes og þurrkuntuleg dúlla með drykkjuvandamál. Ekkert að því eða hvað???



Auður Ösp kl.13:23 þann fimmtudagur, maí 08, 2003


#





Fékk þetta í inboxið mitt um daginn. Þetta var svona mail from your public profile. Ég get svo svarið það að það stendur bara að ég sé kvenkyns og frá Íslandi þar. Heldur maðurinn að það sé bara nóg til þess að ég vilji bara stofna til einhvers sambands. Og gott ef að það stendur ekki líka að ég sé 19 ára þar og hann er 30... uss uss suss. Af hverju er ég alltaf að fá svona fuðuleg mail?

Hello! I'm looking for someone nice,gentle,fun, loyal and honest (leita að þessari manneskju til hvers?). I'm very shy, however I'm at my best when I'm on the dancefloor putting on a show (Er maðurinn strippari eða er hann bara svona ROSALEGUR dansari). I love to cook for a lot of people and I my friends and family means a lot to me. I have no children, unfortunately, and I have never been married. I haven't given up hope though! I am looking for someone who can love me for who I am, respect me and be faithfull. Someone who is looking for a guy with good old fashion values. I have a lot of love to give - like my father and mother had for each other. I want that same relationship, friendship and love as they had(Af hverju ertu að segja mér það?)!And since I often have my nieces and nephews visiting -you have to like children! I work hard, I often have long days but I always have time to take a beer or a glas of wine with friends (af því að allar stelpur leita að mönnum sem hafa alltaf tíma til þess að DREKKA með VINUNUM). I like fishing and just being near the sea or up in the mountains listening to the silence. I love to cuddle up on the sofa with a good book , some pianomusic and some wine(aftur minnist hann á áfengi). Does any of this sound interesting? (get ekki sagt það) Let me know.... am now 30yr a nigerian but living in norway . if you are interesting let me know someone you never see b4 is a stranger (athyglisvert, skil ekkert hvað hann er að meina með þessu).
hopeto hear from you.
from dickson felix.

Ég ætla bara að segja það sama og þegar ég fékk langlokuna frá Lance um daginn, ef einhver hefur áhuga þá er ég með netfangið hans



Auður Ösp kl.16:47 þann miðvikudagur, maí 07, 2003


#





Dagur í lífi fátæka mannsins:

* Vaknaði allt of seint í morgun, hafði ætlað að þeytivindast með þvottavélinni en ekkert varð úr því
* Sá fram á að missa af strætó, hringdi í Línu GÓB sem aumkaði sig yfir mig og sótti mig
* Leit inn í búrið.... ekki falleg sjón. Áttum morgunkorn en enga mjólk, ákvað að borða ekki.
* GÓB kom og sótti mig, minntist á grillveislu á laugardaginn sem ég væri til í að mæta í ef að ég ætti krónu með gati. Íhugaði hvernig grillaðir ánamaðkar bragðast
* Hádegismatur í "kexsmiðjunni": Guðleg forsjón réð því að ég keypti nokkrar skyrdollur um helgina og tók ég eina svoleiðis með mér í vinnuna. Borðaði innihald hennar og hrökkbrauð með pestói þriðja daginn í röð. Sé fram á að þetta verði matseðill vikunnar eða þar til skyrdollurnar klárast
* Starfsmaður "kexsmiðjunnar" labbar inn í sömu svifum og ég tek fyrsta bitann af hrökkbrauðinu með feitan hamborgara, kók og súkkulaðistykki. Hugsa honum þegjandi þörfina þangað til hann býður mér bita. Ummmm.....
* Les blogg þar sem að bloggarinn ræðir kosti og galla þess að borða á 5* veitingarstaðnum sem hann er að fara á..... Hugsa honum líka þegjandi þörfina
* Ákveð að horfa jákvæðum augum á hlutina.. þetta er bara "átak", fólk borðar mjög oft hrökkbrauð og skyr í átaki.
* Hugsa um hvað ég á að hafa í kvöldmatinn: lifrarpylsan sem mamma gaf mér eða kjötfars sem ég kann ekki að breyta í kjötbollur fyrir utan það að ég á ekki kartöflur með þeim né neitt til þess að búa til sósu. Ætli kjötbollur bragðist vel með blómkálssúpu?



Auður Ösp kl.15:18 þann


#





Topp tíu ástæður fyrir því að Auður er EKKI í góðu skapi í dag

1. Sambýlingurinn tilkynnti mér í gærkvöldi að hún sé að íhuga að yfirgefa mig í haust. Þetta getur valdið margvíslegum vandamálum og vona ég að hún sjái af sér og hætti við þessa vitleysu!

2. Ónefndur yfirmaður í "kexsmiðjunni" kallaði mig þurrkuntulega eða eitthvað í þá áttina, tók það svo til baka þegar hann virtist fatta hversu ekki við hæfi það var að segja það og er svo búin að vera að kæfa mig í smeðjulátum síðan eins og til að friða samviskuna: Ji, hvað þú ert falleg í dag... það alveg geislar af þér (OJJJ)

3. Sökum litlu uppákomunnar á föstudagskvöldið þegar ég var allt í einu á leið í skuldafangelsi mun ég ekki eiga krónu næstu 8 vikunnar sem aftur þýðir að ég kemst ekki í heimsókn til Ellans minns.

4. Það er ekki sólskin úti og það var snjókoma í morgun (á ekki að vera komið sumar)

5. Það er alls óvíst um hvort ég komist í pílagrímsförina til Salamanca í haust sökum a) peningaleysis, b) hugsanlegu húsnæðisleysis og c) er ekki búin að finna þriðju ástæðuna en er viss um að hún er þarna einhvers staðar

6. Hombres son Cerdos. Þetta er óumdeilanleg staðreynd þótt hún sé leiðinleg og það hryggir mig mjög

7. Sumarið verður langt leiðinlegt þar sem að allir nema Dizzy verða einhvers staðar í útlöndum (til lengri eða skemmri tíma) og það er bara alls ekkert skemmtilegt. Ég er í fyrirfram þunglyndi yfir leiðindunum sem ég sé fyrir

8. Einn af uppáhaldsstarfsmönnunum mínum hér í "kexsmiðjunni" er að íhuga uppsögn og ef að hann fer skilur hann eftir stórt skarð sem erfitt verður að fylla..... Það eru allir að yfirgefa mig

9. Samkvæmt trú Votta Jehóva (það komu tveir vottar áðan og létu mig fá Varðturninn og ég var svo vitlaus að lesa það) þá nálgast endirinn óðfluga og þar sem ég er ekki skírður Votti þá mun ég stikna í helvíti. Ég er ekki tilbún að skreppa þangað niður, ég á eftir að sjá svo margt og gera svo margt!!! Ég hef t.d. enn ekki farið í fallhlífarstökk!

10. Sorlegast af öllu er að ég var að uppgötva að heimurinn sem ég lifi í er blekking. Ég hef alltaf trúað því að ég muni verða eitthvað merkilegt eða ég muni gera eitthvað merkilegt við líf mitt en það er bara pláss fyrir ákveðið mörg merkikerti í þessum heimi og ég er ekki svo viss lengur um að ég sé eitt af þeim. Ég mun enda eins og allir aðrir nema af því að allir gaurar sem ég hitti virðast þroskaheftir á einn eða annan hátt þá verð ég miðaldra kelling með ónýtt permanent og 30 ketti og ég mun alltaf anga eins og kattamatur eða fiskur og engin kall mun líta við mér. Svo einn daginn þegar ég drattast út í bónus að kaupa kattamat á bleiku loðnu inniskónum mínum hníg ég niður í hjartaáfalli og enginn kemur í jarðarförina mína......



Auður Ösp kl.17:06 þann þriðjudagur, maí 06, 2003


#





Undarlegir hlutir eiga sér stað á kaffistofunni hér í "Kexsmiðjunni". Ógeðslegur fnykur lá í loftinu og var uppruni hans ókunnur þangað til einhver snillingur opnaði ískápinn. Í stað þess að hreinsa ísskápinn skrifaði viðkomandi skilaboð í nafni ísskápsins um að hreinsa út úr honum ógeðið. Annar meinfýsinn starfsmaður sá sér leik á borði og ákvað að spyrja ísskápinn fyrir hönd örbylgjuofnsins úr því að hann hafði fundið tíma til að skrifa skilaboðin af hverju hann hefði ekki bara hreinsað sig sjálfur. Þetta þótti ísskápnum ekki sniðugt og brást hin versti við og komu önnur skilaboð í kjölfarið þar sem eldhúsáhöldin og samlokugrillið lýstu yfir óánægju sinni. Það verður spennandi að fylgjast með hvað gerist næst. Örbylgjuofninum finnast svona bréfaskriftir sérstaklega skemmtilegar eins og kom í ljós þegar að einhver setti skegg á Pamelu forðum daga. En fleira undarlegt hefur gerst á kaffistofunni. Það tók til dæmis einhver til í morgun og taldi flöskur og ætti hinn sami að fá verðlaun. Heyrst hefur að fyrrnefndur örbylgjuofn hafi verið að verki. Og að lokum vil ég hér með tilkynna að um klukkan 15:47 í dag uppgötvaðist að einhver hefur stolið Pepsíflöskunni hans Gunna úr illa lyktandi ísskápnum (nema að hún hafi flúið af hólmi sjálf). Hver gerir svona lagað? Ég meina.... hver drekkur PEPSÍ?? Allir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við örbylgjuofninn, sjálfskipaðan löggæslumann kaffistofunnar.



Auður Ösp kl.16:31 þann mánudagur, maí 05, 2003


#





Mánudagar til mæðu..... Ég ætlaði að vera voða sniðug og birta ferðasögur af sjálfri mér en svo bara sprakk það allt saman framan í mig og allt er í volli. En jæja, þýðir ekki að tala um það, reyni bara aftur síðar.

Ég horfði á Í skóm drekans um daginn og hún bara kom mér skemmtilega á óvart. Ég hafði séð nokkur viðtöl við þessa Hrönn þegar allt fjaðrafokið var út af myndinni og hún virkaði ekki vel á mig. Þess vegna bjóst ég við að myndin væri frekar tilgerðarleg og hafði ekki mikinn áhuga á að sjá hana. Eins og ég sagði áður þá fannst mér hún bara nokkuð góð og kom mér á óvart hversu hreinskilin og laus við tilstand hún var. Ég skildi svo vel hvað hún var að ganga í gegnum þegar að hún tróð sér í viðtalið til Tvíhöfða og grét svo úr sér augun á eftir. Mæli með að þeir sem eiga eftir að sjá hana grípi hana með sér næst þegar skroppið verður á leiguna. Í gær sá ég svo Human Nature og vil ég sem minnst tala um hana því ég hef ekki hugmynd um hvað mér á að finnast.... mjög furðuleg mynd.



Auður Ösp kl.13:03 þann


#





Sambýlingurinn gerði það aftur! Hún fór eitthvað og kom ekki tilbaka á tilætluðum tíma. Og það var slökkt á símanum hennar og líka hjá stelpunum sem voru með henni. Í þetta skiptið var mér nokk sama en bestu vinkonunni var augljóslega ekki sama því hún hringdi tvisvar til þess að láta mig vita að sambýlingurinn væri með slökkt á símanum og vildi vita hvort hún hefði skilað sér. Einn daginn á hún eftir að hverfa og ekki koma aftur og við eigum ekkert eftir að taka eftir því. Úlfur úlfur!!

Eftir að vinkonan var búin að vekja mig ákvað ég að fara á fætur og reyna mitt besta í að skrapa saman aurum til að koma mér undan fangelsisvist. Og svo varð ég voða sorgmædd yfir öllum þessum peningavandræðum og staðreyndinni um að allir vinir mínir væru annað hvort að vinna eða í próflestri og í einni svipann var heimurinn myrkur og ljótur staður. Það entist í ca. 7 mínútur eða þangað til ég ákvað að hringja í Gebbu Spears og fá hana með mér í bíltúr.

Ég var í svo voðalegu sumarskapi eftir að ég fann mér einhvern að leika við og ákvað að við ætluðum að kíkja á Þingvelli með Polaroid myndavélina og athuga hvort við finndum ekki einhverja útlendinga með okkur í Snú snú (verð að gera eitthvað í þessari snúsnú áráttu minni) Sumarskapið minnkaði aðeins þegar við lentum í snjókomu á leiðinni og ekki batnaði það þegar að eyrun frusu næstum af Gebbu á leiðinni niður almannagjá. Þegar hér er komið við sögu þarf ég að koma með smá játningu… svo virðist vera sem ég sé búin að vera of lengi í burtu frá bókunum því ég man ekkert hvað neitt heitir á Þingvöllum lengur né heldur hvar hlutirnir eru staðsettir. Þess vegna HELD ég að við höfum verið við Öxarfoss en get þó ekki verið viss. Allavega þá sátum við við foss og það voru hamraveggir allt í kring og þetta var voðalega fallegt og sólin skein svo við settumst niður til að njóta hennar. Allt í einu birtist maður upp á hrauninu og svo annar og þeir veifa okkur og þegar þeir koma niður heilsa þeir okkur. Allt í einu birtist annar og svo annar og fleiri og allir ramba þeir um og heilsa okkur með undarlegum kveðjum : Hello ladies, how you doin? og þeir tóku myndir af okkur og svona (örugglega fundist merkilegt að sjá infædda edrú úti í sólarljósinu). Svo voru þeir klifrandi um allt og við bara biðum eftir að einhver þeirra myndi detta og hálsbrjóta sig. Þetta var eitthvað svo súrrealískt að vera þarna aleinar í heiminum og allt í einu birtist hópur af mönnum eins og út úr hömrunum og reyna að drepa sig með einhverju klifri. Gebba var viss um að þetta væru huldumenn sem væru komnir að sækja okkur til að búa til hálfmennsk börn. Við þorðum nú ekki að biðja amerísku kynóðu sjálfsmorðs huldumennina að koma með okkur í snú snú.

Þegar við komum í bæinn skruppum við á Pizza Napolí sem selur ekta Ítalskar Pizzur eða svo segja þeir í auglýsingunum. Ég hef aldrei komið til Ítalíu en ég efast um að Ítalía væri kallað land pizzanna ef að þær væru allar svona. Þessi staður er mjög spes í alla staði.Við pöntuðum og ætluðum að fá vatnsglös en fengum könnu á borðið en engin glös. Það er lítið borð í horninu á staðnum og þangað sækir maður sjálfur öll áhöld og vorum við Gebba heppnar því við fengum síðustu hnífapörin. Svo kom pizzan og á eftir henni einhver maður sem bauð okkur hvítlauks- og chilliolíur og honum fannst rétt að taka það fram að þær væru alveg fríar! Eftir pizzuna fórum við að sjá Just Married sem mér fannst bara aldeilis prýðilegur endir á aldeilis prýdilegum degi



Auður Ösp kl.02:16 þann sunnudagur, maí 04, 2003


#





Orðsending til vina og velunnara: Þeir sem voru byrjaðir að safna til þess að heimsækja mig á hraunið þurfa ekki að hafa áhyggjur. Skuldin er greidd (hallelúja) og Sauðinum tókst naumlega að forða sér frá fangelsi. Húrra húrra!!!!



Auður Ösp kl.13:34 þann laugardagur, maí 03, 2003


#





Ji, nú er ég búin að koma mér í klandur!!! Ég er ekki búin að vera á sama staðnum lengur en í sex mánuði síðustu 2-3 árin en ég hef alltaf látið póstinn minn koma heim til mömmu. Mamma er nú voðalega dugleg að taka hann frá en það er bara staðreynd að hlutir eiga það til að týnast í Gullsmáranum (mamma hefur oftar en einu sinni verið að leita að gleraugunum sínum með þau á nefinu). Og svo þegar að hlutirnir týnast á maður það til að gleyma þeim......

Það birtist maður á hurðinni hjá mömmu áðan og hann kom með stefnu handa mér. Ég hef víst þrjá daga til að redda málinu...... Þetta er eitt af þessu sem hefur bara gleymst svona einhvern veginn og úbbs... það kom að því að það biti mig í rassinn. Hvað gera bændur nú? Verður mér stungið í djeilið fyrir að þrjóskast við að borga fyrir síma sem var ónýtur eftir þrjár vikur? En sauðurinn er ekki vanur að deyja ráðalaus... ég redda þessu einhvern veginn. Þekkir einhver góðan lögfræðing?!?!?



Auður Ösp kl.21:51 þann föstudagur, maí 02, 2003


#





Fyrir þá sem ekki vissu.... Ásta er búin að setja inn myndir á netið sem eru alveg þrususkemmtilegar.... mæli eindregið með að kíkja á myndina af Ásu og Neil!!!



Auður Ösp kl.18:42 þann fimmtudagur, maí 01, 2003


#





Þvert á eindregnar yfirlýsingar um annað, þá brá ég mér af bæ í gærkvöldi. Við Óskar fengum boðsmiða í opnunarpartý Mekka Sport og var förinni heitið þangað til að byrja með. Við entumst ekki lengi þar og ákváðum að fara heim í dýragarðinn hans Óskars og skella í okkur með hundinum, kettinum og fuglinum áður en við færum í bæinn. Strákarnir voru einnig úti á lífinu og mæltum við okkur mót við þá á Felix. Þar vorum við lengst af þótt við hefðum reyndar líka kíkt á Sólon, Hvebban, og Glaumbar. Eftir að Óskar svangi hafði sporðrennt hálfri Pizzu og pylsu tókum við leigubíl heim úr skítakuldanum sem var í miðbæ Reykjavíkur í nótt.

Fljótlega eftir að við komum inn á Felix kom ég auga á ansi huggulegan ungan mann. Við Óskar vorum búin að vera að ræða samskipti kynjanna fyrr um kvöldið (hann sagði að ég þyrfti að finna mér kall svo við gætum farið á double-deit, undarleg þessi árátta starfsmanna kexsmiðjunnar að fólk megi ekki vera einhleypt) og gerði ég þau mistök að minnast á huggulegleika unga mannsins. Óskar sá í honum tækifæri á fjórmenningsdeiti og hvatti mig óspart til þess að fara og rabba við hann. Manngreyið sat þarna einn og dró ég þá ályktun að annað hvort væri maðurinn alveg hundleiðinlegur eða þá að hann ætti kærustu og hvorugur kosturinn fannst mér fýsilegur. Svo er það náttúrulega gamla góða vanmáttartilfinningin sem fylgir því að sjálfsálitið er í molum og þorði ég ekki fyri mitt litla líf að tala við manninn (hvað er maður svona hræddur við… þeir segja þá bara í versta falli að þeir hafi ekki áhuga á að tala við mann). Allavega, Skari litli skrípó var ekki sáttur við bleyðuskap vinkonu sinnar og neyddi mig að koma á barinn með sér, þar sem maðurinn sat, og held ég að planið hafi verið að hrinda mér á hann eða eitthvað. Ég var ekki á þeim buxunum og forðaði mér á hlaupum (þetta spretthlaup mitt inni á Felix hlýtur að hafa litið svolítið undarlega út) en Óskar elti ekki. Hann ákvað upp á sitt eindæmi að hjálpa ólukkans einhleypu vinkonunni og fór að spjalla við manninn. Þegar þarna var komið við sögu var ég farin að bölva sjálfri mér fyrir að hafa opnað á mér munninn og gerði mitt besta að fela mig á bak við Kjartan sem er dálítið kómískt þegar ég hugsa um augljósan stærðarmun okkar Kjartans. Allavega, Óskar snýr aftur og skömmu seinna kemur maðurinn, labbar beinustu leið til mín og spyr hvort að mætti bjóða mér upp á eitthvað að drekka. Hversu neyðarlegt og hvað í ósköpunum sagði Óskar við manninn? Hvorugur þeirra kannaðist nokkuð við það að hafa séð hinn áður og ég ákvað að taka bara þátt í leiknum og fór með manninum á barinn. Til að gera langa sögu stutta (eða styttri allavega) þá spjallaði ég heilmikið við manninn og á endanum skyldu krakkarnir mig eftir. Þá sagðist ég verða að fara og spurði hvort ég mætti kannski hitta hann aftur einhvern tíma. Þá, og ekki fyrr en þá, glopraði hann út úr sér að hann ætti kærustu (og ekki bara eitthvað fling heldur til þriggja og hálfs árs) og þar með lauk því.

Sko, ég er alls ekkert sár eða neitt slíkt enda þarf það ekkert að þýða að einhver sé að reyna við mann þótt þeir komi til manns eftir að karlkyns vinur segir þeim (örugglega) að mar sé eitthvað skotin í þeim og bjóði manni svo upp á drykk og bjóði manni sæti langt í burtu frá manns eigin vinum. En, það sem ég skil ekki, af hverju gera strákar sem eiga kærustur nákvæmlega þetta? Ég fæ stundum á tilfinninguna að þeir eigi alls ekkert kærustur heldur segi þeir þetta bara eins og Hlíf segist stundum vera gift og eiga von á fyrsta erfingjanum en það er ekki eins og ég hafi farið og hent mér á hann. Fannst honum hann vera að gera góðverk að spjalla við mig eða fannst honum spennandi að það væri einhver stelpa að spá og langaði að vita hvernig hún væri? Ég bara skil þetta alls ekki. Og svo heyrði ég strákana niðrí vinnu um daginn tala um vini sína sem stunda þetta, finna sér sætar stelpur, daðra við þær á fullu og segja þeim svo í lok kvöldsins að þeir eigi kærustur. Eins og þetta sé eitthvað sport og sá sem fær flestar stelpur til að verða skotnar í sér vinnur. Eins og gaurinn sem ég hitti um daginn og var að sms-as við heillengi og svo þegar ég spurði hann hvort hann vildi kíkja eitthvað út með mér þá sagði hann mér frá hjúskaparstöðu sinni. Ég held strákar mínir að þið verðið að finna ykkur nýjan leik sem felur ekki í sér að saklausir vegfarendur sogist inn í málið. Prófið bjóþambs keppnir (passið ykkur á Hlíf, hún er BEST í þessum leik og í að næla sér í erlenda læknanema reyndar líka) eða pílukast. En ef að maðurinn frá því í gær er að lesa þetta (í ölvun minni fannst mér ýkt sniðugt að gefa honum símann minn og blogg addressu) þá fannst mér þú bara voða sætur og er ekkert endilega að velta mér upp úr þessu út af þér. Ég átta mig bara ekki á karlpeningnum yfir höfuð. Svo ertu nottla með símann minn og ef þér snýst hugur þá er ég mjög þjálfuð í vandræðalegum símtölum og er yfirleitt við eftir klukkan sjö á kvöldin ;O) Já og kvittaðu í gestabókina……..



Auður Ösp kl.17:48 þann


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007